Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Blaðsíða 24
Vikublað 24.–26. maí 201616 Sport
eldbakaðar
eðal pizzur
sími 577 3333
www.castello.is
Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði
Fylgstu með
þessum á EM
í Frakklandi
n Margar stórstjörnur til sýnis í sumar en
þessir leikmenn gætu stolið senunni
A
llra augu verða á
Evrópumótinu í knatt
spyrnu sem fram fer í Frakk
landi í sumar. Íslenska
karla
landsliðið tekur
þar þátt í sínu fyrsta stórmóti og
spennan orðin mikil. Í fyrsta skipti
taka nú 24 þjóðir þátt í lokakeppn
inni sem fram fer 10. júní til 10. júlí
næstkomandi. Ekki aðeins verða
fjölmargar stórstjörnur sem munu
leika listir sínar víðs vegar um Frakk
land, heldur munu fjölmargir ungir
og efnilegir leikmenn vonast til að
koma sér á framfæri. DV ákvað
að taka saman nokkur nöfn sem
gætu gert gæfumuninn fyrir lands
lið sín í sumar. Sumir eru þekktari en
aðrir, einhverjir eiga ekki víst byrjun
arliðssæti, en allir eiga það sameig
inlegt að vera spennandi leikmenn
sem vert er að fylgjast með í sumar.
Listinn er ekki tæmandi en þessir
leikmenn gætu sprungið út og stolið
senunni ef tækifærin gefast. n
Leroy
Sané
Landslið:
Þýskaland
Félagslið:
Schalke
Aldur: 20
Kantmað-
urinn ungi er
í 27 manna
úrtakshópi
Þýskalands
en hann
lék sinn fyrsta
aðallandsleik með
heimsmeisturunum
aðeins 19 ára gamall.
Þykir hafa allt til að bera til
að verða heimsklassaleikmaður.
Hann hefur leikið með Schalke
frá árinu 2013. Skoraði 8 mörk í
Bundesligunni í vetur í 33 leikjum.
Hefur verið orðaður við Liverpool,
Man City og Real Madrid. Mun
líklega ekki byrja marga leiki en
gangi allt að óskum verður hann
eftirsóttur í lok móts.
Michy
Batshuayi
Landslið: Belgía Félagslið:
Marseille Aldur: 22
Framherji sem hefur verið á mála hjá
Marseille í Frakklandi frá árinu 2014.
Skoraði 22 mörk og lagði upp níu í 49
leikjum með liðinu á tímabilinu. Hefur ver-
ið orðaður við Lundúnaliðin Tottenham og
West Ham að undanförnu. Hans bíður erfitt
verkefni að berjast við Christian Benteke,
Romelu Lukaku og Divock Origi um
framherjastöðuna í gríðarvel
mönnuðu liði Belga.
Oscar Hiljemark
Landslið: Svíþjóð Félagslið: Palermo Aldur: 23
Miðjumaðurinn var fyrirliði Svía sem vann EM U-21 árs
landsliða í fyrra og verður í hópnum hjá Erik Hamren í Frakk-
landi í sumar. Hann átti fantagott tímabil með Palermo á
Ítalíu sem fengu hann frá PSV í Hollandi í fyrra. Hiljemark
er áræðinn, líkamlega sterkur, með gott jafnvægi og tækni.
Svokallaður box-to-box miðjumaður sem getur bæði
varist og skorað. Meiðsl settu strik í reikninginn hjá honum
í Hollandi en miklar vonir eru bundnar við hann í sænska
landsliðinu í framtíðinni.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Myndir EPA