Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Blaðsíða 22
Vikublað 24.–26. maí 201614 Menning Elísabet K. Jökulsdóttir er hinn atvinnurithöfundurinn í forsetakapphlaupinu. Fyrsta bók Elísabetar, ljóðabókin Dans í lokuðu herbergi, kom út árið 1989, þegar hún var 31 árs. Síðan hefur hún sent frá sér fjölda ljóðabóka, smásagna, endurminninga og skáldsagna, auk þess sem leikrit eftir hana hafa verið sett upp hér á landi og erlendis. Elísabet er tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár fyrir bókina Ástin ein taugahrúga: Enginn dans við Ufsaklett, en fyrir þá bók hefur hún einnig hlotið Fjöruverðlaunin og lesendaverðlaun Menningarverðlauna DV. Ný námskeið Hringsjá Náms- og starfsendurhæfing Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9380 eða á hringsja.is Ný námskeið í maí • Í FÓKUS - að ná fram því besta með ADHD - hefst 25. maí • SjálFSStyrKiNg - hefst 25. maí • StyrKleiKAr og NúvitUND - hefst 25. maí • MiNNiStæKNi - hefst 30. maí • tölvUr 2 - hefst 25. maí er ekki kominn tími til að gera eitthvað Póetískur forsetaslagur n Sex forsetaframbjóðendur hafa spreytt sig á ritvellinum n Ljóð, vísindaskáldsögur, sjálfshjálpar- Í slendingar hafa löngum stært sig af því að vera bókaþjóð – annar hver frónbúi er sagð- ur hafa gefið út bók. Það kem- ur því ekki á óvart að meirihluti þeirra níu Íslendinga sem enn eru í framboði til forseta hafa gert sig gildandi á ritvellinum. Það er auð- vitað mikilvægt að forsetinn sé orð- hagur og snjallmæltur því emb- ættið hefur hingað til ekki síst falist í því að spjalla við fólk, halda ræð- ur og ávörp um ágæti og yfirburði þjóðarinnar. n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Andri Snær Magnason er líklega sá forsetaframbjóðandi sem hefur selt flestar bækur og hlotið flest verðlaun fyrir afrek sín á bókmenntasviðinu. Hann gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1995, Ljóðasmygl og skáldarán, þá 22 ára gamall. Bókina gaf hann út hjá eigin útgáfufyrirtæki, Nykur. Ári seinna komu út smásagnasafnið Engar smá sögur og ljóðabókin Bónusljóð sem tengdi saman lág- vöruverslunarkeðjuna og gleðileikinn guðdóm- lega eftir Dante. Bónus gaf bókina út. Síðan hafa komið út hin margverðlaunaða barnabók Sagan af Bláa hnettinum, vísindaskáldsagan LoveStar, Draumalandið, og barnabókin Tímakistan. Andri Snær hefur auk þess skrifað leikrit, handrit að heimildamynd og smásögur, nú síðast smásöguna Lególand. Guðni Th. Jóhannesson hefur á sínum ritferli fyrst og fremst gefið út sagnfræðirit, meðal annars um þorskastríðin, forsetatíð Kristjáns Eldjárns og hrunið. Hann hefur tvisvar verið tilnefndur til íslensku bókmennta- verðlaunanna fyrir ævisögu Gunnars Thoroddsen og bókina Óvinir ríkisins. Á tíunda áratugnum, áður en hann helgaði sig sagnfræðinni, þýddi hann þó einnig fjórar spennusögur eftir bandaríska spennusagnakónginn Stephen King: Örlög, Furðuflug, Bókasafnslöggan og Betrun; Námsfús drengur. Úr ljóðinu Englafriður eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur Það er friður við borðið, þegar við erum saman, við öll við borðið Það er friður við hafið um vor, og æðarfuglinn úar. Eitt vor enn: Á Íslandi. Í Líbanon eru þeir með það á heilanum að friður sé hugarró. Enda kúlnagöt á öllum húsunum. Í Sýrlandi hugsa þeir mikið um friðinn, hann er efst í huga þeirra og leiða okkur um rústirnar sem mörkuðu upphaf okkar menn- ingar. Á Íslandi ríkir friður þegar allir eru búnir að kaupa allt sem þá vantar. Og þegar engan vantar. Hreinsunareldurinn Úr Bónusljóðum eftir Andra Snæ Magnason Ísland er hreinasta landið með tærasta vatnið og ferskasta loftið þökk sé öllum hreinlætisvörunum. Á brúsanum stendur að All Off ofnhreinsir virki alveg ævintýra- lega vel en ég held að það hafi hvergi staðið hvað Hans og Gréta notuðu til að hreinsa ofninn. Óháðar rannsóknir sýna að allir uppþvottalegirnir eru betri en samsvarandi lögur í hvítum brúsa frá fyrirtæki sem hafði eflaust ekki efni á óháðri rannsókn. Ég er ekki frá því að hárlos mitt stafi að einhverju leyti af 2 lítra sjampóinu sem losar líka stíflur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.