Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Blaðsíða 7
Vikublað 24.–26. maí 2016 Fréttir 7 Gleraugnaverslunin Eyesland 5. hæð Glæsibæ www.eyesland.is S: 577-1015 Létt og þægileg í veiðina Veiðigleraugu með og án styrktarglugga Kíktu við og mátaðu! Bláberjabragð Vanillubragð Jarðarberjabragð Bragðgo skyr að vestan „Ég leit nú svo á, ég heyrði ekki annað, þegar þessi hugmynd var kynnt en að menn væru að opna á þetta sem möguleika til þess að ná víðtækri sátt með stjórnarandstöðunni. En hvað var það fyrsta sem gerðist eftir að boðið var upp á þetta? Það fyrsta sem gerðist var að það er lýst yfir vantrausti. Menn halda sig við það að reyna að fella ríkisstjórnina. Og því vantrausti var hrundið og þar með taldi ég þetta eiginlega bara vera úr sögunni. Nema svo ólíklega hefði viljað til að allt í einu hefðu menn farið að vinna saman um að klára öll þessi stóru mál. Þeim möguleika var haldið opnum að hafa kosningarnar snemma ef að allt gerðist og kláraðist hratt. Það hefur ekki gengið eftir, það eru gríðarlega stór og mikilvæg mál sem við eigum eftir að klára. Ég skipulagði kjörtímabilið þannig að fyrst myndum við byrja á forsendunum, taka á skuldum heimilanna, ríkisins, haftamálin til þess að hafa forsendur í framhaldinu til að laga þetta fjármálakerfi sem er meingallað. Til að byggja upp innviðina – heilbrigðiskerfið og landbyggðina. Það verkefni hljóta menn að vilja klára.“ Björn Ingi Hrafnsson, þáttastjórnandi Eyjunnar, spurði því næst hvort Sigmundur væri að segja að það lægi ekki fyrir að Framsóknarflokkurinn styddi þingkosn- ingar í haust. „Ég hef ekki heyrt nokkurn framsóknar- mann halda öðru fram en að menn eigi að klára verkefnin fyrst og kjósa svo. Ef báðir þingflokkar stjórnarflokkanna meta það sem svo að það sé orðið tímabært að boða til kosninga þá bara gerum við það. En það er þingmannanna, þingflokkanna beggja, að meta það. Á miðstjórnarfundi framsóknarmanna ákváðum við að samþykkja tillögu mína um sáttmála við Sjálfstæðisflokkinn, samning sem ég hafði gert við Bjarna Benediktsson til fjögurra ára, en munum eflaust ræða það á mið- stjórnarfundi hvort þeir telji ekki rétt að klára þann fjögurra ára samning. En það eru þingflokkarnir sem hafa það í hendi sér að boða til kosninga þegar þeir telja rétt og þar skipta verkefnin öllu máli.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Aðspurður í Eyjunni hvort hann væri sáttur með ákvörðunina að flýta kosningum: 20. apríl „Skoða“ kosningar n Ásmundur Einar Daðason (BB.is) Ásmundur Einar Daðason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði að ríkisstjórnarflokkarnir væru að „skoða möguleikann“ á kosn- ingum í haust á fundi með flokksfélögum á Ísafirði. Það væri alfarið undir verkefnalista ríkisstjórnarinnar og gangi mála á þingi komið hvenær kosningar yrðu. Minnti Ásmundur á að ríkisstjórnin hefði umboð til apríl 2017. 22. apríl „Hugsanlega“ n Sigurður Ingi Jóhannsson (mbl.is) „Eftir því hvernig mál ganga fram gætu kosningar orðið hugsanlega seinni hlutann í október,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við mbl.is. Notkun hans á orðinu hugsanlega vakti athygli margra og furðu einhverra þingmanna stjórnarandstöðunnar. 22. apríl Ákveðnir fyrirvarar n Bjarni Benediktsson (ruv.is) Forystumenn ríkisstjórnarinnar, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi, segja að til greina komi að þingkosningar verði seinni hluta október. En það sé þó háð ákveðnum fyrirvörum. Bjarni sagði: „Með öllum fyrirvörum um eðlilegan fram- gang þingstarfanna, þá vorum við að ræða um það að síðari hluti október gæti verið ágætlega ákjósanlegur tími.“ 23. apríl Liggur ekki á að kjósa n Ásmundur Einar Daðason (Eyjan-blogg) „Það liggur í raun ekkert á að kjósa en stjórnarandstaðan hefur hins vegar lagt ríka áherslu á að kjósa helst strax,“ skrifaði Ásmundur á bloggsíðu sína sem ítrekaði að hann væri talsmaður þess að ríkisstjórnin kláraði mikilvæg verkefni áður en boðað verður til kosninga. Hann væri til í að klára kjörtímabilið ef það þýddi að til dæmis framkvæmdir við Dýrafjarðargöng færu af stað. Hann væri enginn áhugamaður um að flýta alþingiskosningum. 28. apríl Planið n Bjarni Benediktsson (Alþingi) Í ræðustóli Alþingis sagði Bjarni að fyrir þinginu lægi heilbrigður fjöldi mála sem langt væri kominn. Þingið ætti að nýta dagana framundan til að ljúka þeim. Ríkis- stjórnin hefði margítrekað lýst fyrir stjórn- arandstöðuflokkunum hvernig hún vilji vinna málin og svo verði gengið til kosninga í haust. „Þetta er planið,“ sagði Bjarni. Bætti hann við að hann hlakkaði til að leggja gríðarlegan árangur ríkisstjórnarinnar undir kjósendur í kosningum í haust. 28. apríl Framíkall Þorsteins n Þorsteinn Sæmundsson (Alþingi) Þingmaður Framsóknarflokksins hvatti til þess í framíkalli á þingfundi að næstu þingkosningar yrðu haldnar í apríl 2017. Skömmu áður hafði Bjarni Benediktsson ítrekað „planið“ með kosningar í haust. Ummæli Þorsteins vöktu hneykslan og benti Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, á að Þorsteinn væri fulltrúi Framsóknar í forsætisnefnd. 22. maí Enn mótfallinn n Gunnar Bragi Sveins- son og Brynjar Níelsson (Hringbraut) Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra sagði á Hringbraut að hann hafi verið og sé enn mót- fallinn því að kjósa í haust. Kjósa eigi næsta vor. Undir það tók Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. Hann segist raunar ekki vera einn þeirrar skoðunar innan flokksins. 23. maí Planið n Bjarni Benediktsson (Alþingi) Í„Hér er stefnt að kosn- ingum í haust,“ segir Bjarni Benediktsson í pontu, spurður um ummæli Sigmundar Davíðs frá því deg- inum áður. Bjarni segir ekkert hafa breyst í þeim efnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.