Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Blaðsíða 10
Vikublað 24.–26. maí 201610 Fréttir
Næsti forseti þarf
facebook og fjármagN
n Verðmiðinn á forsetastólnum um 20 milljónir n Samskiptamiðlar aldrei mikilvægari
F
acebook og fjármagn munu
hafa mikið að segja í kom-
andi kosningabaráttu fram-
bjóðenda til forseta Íslands.
Samskiptamiðillinn er að
mati sérfræðinga og aðstandenda
framboða í mörgum tilfellum lykilat-
riði fyrir frambjóðendur til að koma
sjálfum sér og skilaboðum sínum
á framfæri enda sækja Íslendingar
fréttir sínar þangað í stórum stíl.
Þeir sérfræðingar og álitsgjafar sem
DV hefur rætt við eru flestir sam-
mála um að startkostnaður við for-
setaframboð sé ekki undir 10 millj-
ónum króna. Þeir sem DV hefur rætt
við áætla að kostnaður vegna stærstu
og helstu framboðanna til forseta nú
muni nema á bilinu 15 til 20 milljóna
króna. Líklega nær síðarnefndu upp-
hæðinni. 20 milljónir kunni því að
reynast verðmiðinn á forsetastóln-
um að þessu sinni.
Sú upphæð er raunar töluvert
undir því þaki sem sett var á kostn-
að vegna forsetaframboðs árið 2010
og miðast við tiltekna fjárhæð á
hvern íbúa á kjörskrá fyrir landið allt.
Þetta þak er í dag rúmar 37 milljón-
ir króna. Þá á það sama við um fjár-
framlög einstaklinga og lögaðila og
í öðrum kosningum, þær mega vera
400 þúsund krónur að hámarki á
hvern og einn.
Til samanburðar þá var ekkert
slíkt þak til staðar fyrir forsetakosn-
ingarnar 1996, þegar Ólafur Ragnar
Grímsson bauð sig fyrst fram. Mark-
aðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, birti
í vikunni uppreiknaðan kostnað við
framboðin fjögur þá á verðlagi apríl
2016. Miðað við það nam kostnaður
Ólafs Ragnars 102 milljónum og allra
til samans alls 329 milljónum.
Í síðustu forsetakosningum árið
2012 var framboð Þóru Arnórsdóttur
það dýrasta. Kostnaðurinn við það
nam 17,3 milljónum að núvirði mið-
að við útreikninga Markaðarins.
Þóra hlaut rúm 33 prósent atkvæða.
Þeir sem til þekkja og DV ræddi við
áætla að kostnaður þeirra sem helst
ætla að gera atlögu að forsetaemb-
ættinu í kosningunum nú muni eyða
svipaðri fjárhæð.
DV tók stöðuna hjá fjórum fram-
boðum sem mælst hafa með mest
fylgi í þeim könnunum sem birst
hafa að undanförnu og spurði fólk-
ið í fremstu víglínu út í fjármálin og
hvort framboðin verði hefðbundin
í auglýsingataktík sinni eða meira á
hinni nýju línu Facebook og nets-
ins. n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
V
ið erum með fjárhagsá-
ætlun sem gerir ráð fyr-
ir að við leyfum okkur
ákveðna hluti, eftir því
sem peningarnir koma inn,“ seg-
ir almannatengillinn Friðjón
Friðjónsson, sem er einn
talsmanna framboðs
Guðna Th. Jóhann-
essonar. Friðjón
bendir á að fram-
boð Guðna hafi
borið brátt að
og því ekki gef-
ist langur tími
til undirbúnings
eða skipulags.
En þar sem söfn-
un standi enn yfir
sé ekki hægt að segja
hversu miklu áætlað sé að
eyða. „Við erum bara að safna.“
Og sú söfnun gengur vel. Frið-
jón segir að það hafi verið eins
með fjáröflun og sjálfboðaliða,
stuðning og allt annað varðandi
framboð Guðna. „Viðtökur eru
mjög góðar, en við erum ennþá
langt frá okkar æðstu markmið-
um. Vefsíðan kom upp í síðustu
viku með þeim möguleika að taka
á móti framlögum og við vorum
að vekja athygli á því í liðinni viku.
Þetta er allt í mótun.“
Aðspurður um auglýsinga-
taktík segir Friðjón að framboð
Guðna hafi verið að nota Face-
book mjög markvisst. Fylgi Guðna
á Facebook er í samræmi við
það fylgi sem hann mælist með
í könnunum, hann á langflesta
fylgjendur af Facebook-síðum
frambjóðenda.
„Við notum Facebook mjög
markvisst í auglýsingar og til að
vekja athygli á viðburðum og öðru
slíku. Við munum nota „target-
aðar“ auglýsingar þar út frá svæð-
um og öðru slíku þegar það á við.
Ég á síður von á því að við verðum
mikið í þessum hefðbundnu aug-
lýsingamiðlum.“
Þ
að er auðvitað þak en við
erum ekkert að fara að rek-
ast í það. Við erum að stóla
á framlög frá fólki sem hef-
ur gengið mjög vel. Margt smátt
gerir eitt stórt er okkar mottó.
Hingað til hefur kosningabaráttan
ekki verið dýr hjá okkur, en þetta
telur allt,“ segir Katrín Bessadóttir,
fjölmiðlafulltrúi framboðs Andra
Snæs Magnasonar. Hún segir að
engar áætlanir hafi verið gerð-
ar um hversu miklum peningum
verði varið í kosningabaráttuna,
enda muni kostnaður fram-
boðsins ráðast af þeim fjárfram-
lögum sem berist.
„Við erum enn að þiggja fram-
lög og verðum mjög glöð þegar þau
berast, sem hefur verið að gerast
jafnt og þétt. Það kostar allt og það
er ekki hægt að gera þetta án fram-
laga sem við treystum á. Þetta hafa
meira verið lítil framlög frá mörg-
um. Hámarkið sem hver og einn
getur gefið er 400 þúsund og það
hafa einhverjir gefið það.“
Sömuleiðis mun gangur mála í
fjáröflun ráða því hvernig auglýs-
ingamálum verði háttað. Katrín
á von á því að það verði samspil
hefðbundinna auglýsinga og síðan
máttar Facebook og netsins.
„Við ætlum að nýta okkur netið
í miklu meira mæli en gert hefur
verið hingað til í kosningabaráttu.
Netið er risastór miðill sem hægt er
að nýta skynsamlega og við erum
með samfélagsmiðlateymi sem er
að finna út úr því hvernig best sé
að nýta samfélagsmiðlana. Það eru
ákveðin fræði á bak við það sem við
ætlum að nýta okkur. Ekki bara í
okkar þágu heldur líka í þágu kjós-
enda svo þeir geti verið upplýstir
um framboð Andra. Við erum um
þessar mundir að fara yfir þessa
taktík og þessi auglýsingamál.“
Guðni Th. Jóhannesson
Andri Snær Magnason
20 milljónir k
r.
Fylgjendur á Facebook:
16.567
Fylgi skv.
nýjustu
könnun:
67,1%
Fylgjendur
á Facebook:
8.527
Fylgi skv.
nýjustu
könnun:
7,8%