Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Blaðsíða 12
Vikublað 24.–26. maí 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 12 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Þ að þykir venjulega til fyrir- myndar að gefast ekki upp þótt á móti blási heldur berj- ast og reyna að snúa stöðunni sér í hag. Þetta hefur fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson, ákveðið að gera. Hann hyggst sitja áfram sem formað- ur Framsóknarflokksins. Líklegt er að til þess njóti hann stuðnings þing- flokksins og flestra almennra flokks- manna, þó ekki allra. Sigmundur Davíð getur búist við einhverri and- stöðu frá eigin flokksmönnum, þótt langlíklegast sé að þar hafi hann sig- ur. Framsóknarmenn hafa löngum verið áberandi hollir foringjum sín- um. Viðhorf hinna almennu kjósenda gætu verið allt önnur. Það er engan veginn gefið að þeim þyki Sigmund- ur Davíð hafa gefið fullnægjandi skýringu á sínum málum. Fram- sóknarflokkurinn á því á hættu að missa fylgi í næstu kosningum leiði Sigmundur flokkinn og tapið gæti hugsanlega orðið umtalsvert. Sig- mundur Davíð verður að spila vel úr erfiðri stöðu og hvergi misstíga sig. Hann hefur hins vegar þegar stigið feilspor. Það verður að teljast óheppi- legt að Sigmundur Davíð stígi aftur á hið pólitíska svið, eftir langt leyfi, með því að gera lítið úr loforði fé- laga síns og núverandi forsætisráð- herra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, og fjármálaráðherrans, Bjarna Bene- diktssonar, um að kosningar verði haldnar í haust, þá líklega í október. Það loforð, ásamt afsögn Sigmund- ar Davíðs úr forsætisráðherraemb- ætti, varð til að róa afar reiða þjóð sem aftur var farin að skunda á Aust- urvöll þar sem einhverjir dunduðu sér við þá miður smekklegu iðju að henda eggjum í Alþingishúsið. Ef rík- isstjórnin heykist á því að efna loforð sitt um kosningar í haust er næsta víst að reiðin mun blossa upp að nýju og ólga skapast í samfélaginu. Reiði almennings mun þá bitna á stjórn- arflokkunum með tilheyrandi niður- lægingu í kosningum. Framsóknarflokkurinn er í erf- iðri stöðu, en þó ekki vonlausri. Sig- mundur Davíð þarf að vanda sig og það ætti hann að geta því hann er að mörgu leyti snjall stjórnmálamað- ur og getur virkað mjög sannfær- andi þegar hann talar um mál sem honum eru hugleikin. Það væri ekki klókt hjá honum að þrýsta á að lof- orð um kosningar verði dregið til baka. Miklu frekar ætti hann að sætta sig við að þjóðinni var gefið loforð sem verður að efna og beina kröft- um sínum að því að kynna mál sem hann telur varða þjóðarhag. Nýr liðs- maður í forystusveit Framsóknar- flokksins, utanríkisráðherrann Lilja Alfreðsdóttir, er mikill happafeng- ur fyrir flokkinn og hefur brillerað í starfi. Hún er efni í framtíðarleiðtoga. Flokkurinn myndi örugglega græða á því að hampa henni í kosningabar- áttu. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur síðan komið á óvart sem forsætisráð- herra, þvert á það sem margir ætluðu hefur hann staðið sig vel. Undanfarið hefur Framsóknar- flokkurinn ekki mælst hátt í skoðana- könnunum. Enginn skyldi þó afskrifa flokkinn. Framsóknarflokkurinn hef- ur nær alltaf kunnað að haga kosn- ingabaráttu á þann hátt að fylgið skilar sér, andstæðingum flokksins til mikillar hrellingar. Við vitum ekki hvernig Sigmund- ur Davíð mun spila úr erfiðri stöðu en sannarlega verður fróðlegt að sjá hvort honum muni takast að snúa henni sér í vil. Takist það er um tölu- vert afrek að ræða. n Endurkoma Sigmundar Davíðs Hugleikur Dagsson líkir forsetaframbjóðendunum við persónur í GoT. – DV Mér líður stundum eins og við séum stödd í Game of Thrones Kvennablaðið kastar grímunni Kvennablaðið birti á vef sínum í gær grein frá ritstjórn þar sem það er harmað að Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson sé snúinn úr fríi, af því að hann er svo vondur. Um leið biðlar miðillinn til almenn- ings um að veita upplýsingar um ferðir hans á árunum 2005 til 2009 þar sem upplýsingar um fer- il hans frá þessum tíma hafa ver- ið á reiki, að mati blaðsins. Það er vissulega virðingarvert þegar fjölmiðlar kasta grímunni og segi það hreint út hvar hjarta þeirra í pólitík á heima, en að sama skapi hljóta menn að frábiðja sér ásak- anir Kvennablaðsins í framtíðinni um að hinir eða þessir miðlar gangi pólitískra erinda. Slík köst verða ávallt úr glerhúsi. Jón Þórisson á ViðskiptaMoggann Jón Þórisson, fyrrverandi for- stjóri VBS fjárfestingabanka og aðstoðarforstjóri Íslandsbanka, hefur verið ráð- inn í sumarstarf á Morgunblað- inu. Þar mun hann bætast í hóp blaðamanna á viðskiptaritstjórn blaðsins. Morgun- blaðið missti spón úr aski sínum þegar Baldur Arnarson, einn öfl- ugast blaðamaður Moggans um árabil, lét af störfum fyrr í þessum mánuði en Baldur hafði undan- farna mánuði einkum skrifað við- skiptafréttir í blaðið. Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Þurrkur í augum? Thealoz augndropar Fæst í öllum helstu apótekum. Ég hef verið að glíma við augnþurrk. Ég nota Thealoz gervitár af því mér finnst þau smyrja augun vel, þau eru með langvarandi virkni, unnin úr náttúrulegum efnum og þau eru laus við öll aukaefni sem mér þykir kostur. Heiðdís Björk Helgadóttir Sigmundur Davíð er fráleitt hættur á Snapchat. – DV Hélduð þið að ég væri hættur? Hjörtur Smárason segir orðspor Íslands hafa beðið hnekki. – Fréttablaðið Afsögn forsætis- ráðherra var stórt skref „Framsóknar- flokkurinn er í erfiðri stöðu, en þó ekki vonlausri. MynD SiGtryGGur Ari Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Myndin Skipin komin Skemmtiferðaskip hófu komur sínar til Reykjavíkur í vikunni. Hér sést stefnið á Celebrity Eclipse, sem er 317 metra langt, vegur um 122 þúsund lestir og rúmar 2.852 farþega auk áhafnar. MynD SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.