Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2016, Blaðsíða 23
Vikublað 24.–26. maí 2016 Menning 15 Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is IVECO Da ily 4x4 - tilbúinn í hvað se m er! Allt á einum stað: Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda-, striga- og segulprentun. Textaskraut, sandblástur, GSM hulstur og margt fleira... B orgarráð samþykkti á föstu- dag að selja RVK-studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, fjórar fasteign- ir gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, undir kvikmyndaver og kvikmyndatengda starfsemi. Eignirnar, sem kosta 301 milljón króna, verða afhentar í byrjun ágúst. Fyrirtækið mun einnig greiða tæp- ar tvær milljónir á ári vegna vilyrð- is um 19.200 fermetra svæði austan bygginganna, en markmið fyrirtæk- isins er að byggja menningar- og/ eða kvikmyndaþorp á svæðinu í framtíðinni. „Hugmyndin er að reisa kvikmyndaver og skrifstofur fyrir RVK- Studios í þessari risa- skemmu og verksmiðj- unni sem við vorum að kaupa. Svo er hugmyndin að byggju upp eins konar kvikmyndaþorp á svæðinu,“ seg- ir Baltasar Kormákur og bendir á svipuð kvikmyndaframleiðslusvæði sem hafa verið byggð upp til dæmis í Danmörku og Nýja-Sjálandi. Baltasar segist hafa átt þann draum að byggja kvikmynda- ver á höfuðborgarsvæðinu í um áratug en nú sé í fyrsta skipti nógu mikið um að vera í kvikmyndagerð á Ís- landi til að þetta geti talist raunhæfur kostur. Baltasar segist vonast til að hægt verði að koma stúdíóinu í gagnið í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta, en skipulagning kvikmyndaþorps- ins þurfi að bíða þar til deiliskipulag fyrir svæðið verður tilbúið. n Borgarráð samþykkir að selja RVK-Studios fasteignir undir kvikmyndaver Draumaverksmiðja rís í GufunesiPóetískur forsetaslagur bækur og þýðingar á Stephen King Davíð Oddsson þykir orðfimur og málhagur og hefur komið víða við á sviði menningarmála. Hann vakti athygli í gamanþættinum Útvarpi Matthildi í Ríkisútvarpinu í upphafi áttunda áratugarins, þýddi stutta bók um Eistland á námsárunum og starfaði sem útgáfustjóri Almenna bókafélagsins. Hann hefur gefið út smásagnasöfnin Stolið frá höfundi stafrófsins og Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar. Þá hafa ljóð eftir hann birst, leikrit hans verið sýnd á sviði og í sjónvarpi og textar og jólasálmar sungnir inn á plötur. Undanfarin ár hefur Davíð verið ritstjóri Morgunblaðsis. Ástþór Magnússon leyfir sköpunar- gáfunni að brjótast út í ljósmyndum og hefur til að mynda gefið út ljósmyndabókina Iceland inside: a journey into the volcano and more ... Í aðdraganda forsetakosninganna 1996 gáfu samtökin Friður 2000 út bók Ástþórs, Virkjum Bessastaði, þar sem hann kynnti sýn sína á emb- ætti forseta Íslands. Í þeirri bók fékk skáldagyðj- an einnig að njóta sín og birti Ástþór þar nokkur frumsamin ljóð. Hildur Þórðar- dóttir, þjóðfræðingur og heilari, hefur gefið út fjórar bækur, sjálfshjálparbækurnar Taumhald á tilfinningum: leið til betra lífs, Finndu styrkinn: til að gera það sem þú vilt og Heal yourself to happiness : minding your emotions og skáldsöguna Á leið stjarnanna og vindsins: skáldsaga um ást, sambönd og hugrekki. Paradís á jörð Úr bókinni Virkjum Bessastaði eftir Ástþór Magnússon Stóllinn færðist hægt í gegnum mannfjöldann framhjá pýramídanum mikla burðarmennirnir silkiklæddir fólkið var fyllt gleði loksins var dagur friðar þetta er árið 2025 loks var Hann hér skipið stórt sem borg lýsti upp himininn glitrandi sem perla í sólskini ekkert hljóð nema fagnaðarhróp mannkyns frjálst frá stríðsfjötrum nú var paradís á jörð Við Reykjavíkurtjörn eftir Davíð Oddsson (við lag Gunnars Þórðarsonar) Við Reykjavíkurtjörn á rölti eftir dansleik ég stúlku leit, og nú ég veit að þá fór lífið á stjá. Þá sælu sumarnótt sungu regnvot stræti um hamingjuna sem þar var rétt innan seilingar. Í bárujárnshús við Bergþórugötuna bar ég okkar skrifpúlt, stól og rúm. Gleði og trú, bjartsýni æsku og von borgarbarna vegarnesti var. Ennþá niðr' að tjörn ég einatt reika á kvöldin. Og margt ég sá, sem minnti á það allt sem lifði ég þá. Þá sælu sumarnótt sungu regnvot stræti um hamingjuna sem þar var rétt innan seilingar. Og bárujárnshús við Bergþórugötuna bíða þess að lifna eitt og eitt af gleði og trú, bjartsýni æsku og von barna sem að hefja lífið þar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.