Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Page 4
Vikublað 3.–4. ágúst 20164 Fréttir 5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0 Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21 Verum þjóðleg til hátíðabrigða Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is Skarta munkaklippingu eftir frækinn sigur Magna n Þrír feður hétu á syni sína og liðsfélaga þeirra á Landsmóti UMFÍ n Enduðu sköllóttir Þ etta var skemmtilegt meðan á þessu stóð en síðan þegar maður stóð á brókinni fyr- ir framan spegil um kvöldið þá runnu á mann tvær grímur,“ segir Gísli Gunnar Odd- geirsson frá Grenivík. Hann end- aði, ásamt tveimur öðrum feðrum, með klippingu sem hvaða munk- ur á miðöldum hefði verið stoltur af eftir að synir þeirra höfðu ásamt fé- lögum sínum staðið uppi sem sigur- vegar í sínum flokki í knattspyrnu á Landsmóti UMFÍ um helgina. Ætluðu að hvetja drengina áfram „Þetta eru 15–16 ára drengir sem ólust saman upp á Grenivík. Einn þeirra er fluttur suður og annar til Akureyrar en þeir æskuvinirnir tóku sig saman og ákváðu að senda lið til leiks undir merkjum FC Magna. Markmiðið var nú fyrst og fremst að vera með en svo unnu þeir fyrsta leikinn og þá var einn í liðinu búinn að lofa því að félagar hans mættu klippa hann eins og þeim sýndist,“ segir Gísli Gunnar kíminn. Ungi maðurinn, Frosti Brynjólfsson, var umsvifalaust færður á nærliggj- andi hárgreiðslustofu þar sem, eft- ir nokkra rekistefnu, var komist að þeirri niðurstöðu að munkaklipp- ing væri eina vitið. „Um kvöldið þá ákváðum við feðurnir sem fylgd- um liðinu að hvetja drengina áfram með því að lofa þeim að við mynd- um klippa okkur á sama hátt og Frosti ef liðið myndi vinna mótið.“ Klipptir með runnaklippum Veðmálið blés liðsmönnum FC Magna svo sannarlega baráttuanda í brjóst. „Þeir spiluðu einfald- lega fantavel og unnu sann- gjarnan sigur á mótinu,“ seg- ir Gísli Gunnar. Feðurnir, sem ásamt Gísla Gunnari voru þeir Þórarinn Ingi Pétursson og Ingvar Þór Ingvarsson, fengu ekki að upplifa þann lúxus að setjast í stól hjá lærðum hárgreiðslumeistara heldur var þeim skellt í stól á tjaldstæðinu þar sem notast var við það verkfæri sem hendi var næst. Reyndust það vera runnaklippur. „Við vorum fyrst klipptir með runnaklippunum en síðan var það sem eftir stóð rakað af með lítill vél,“ segir Gísli Gunnar. Að hans sögn hafa hárgreiðslurnar vakið nokkra athygli í bæjarfé- laginu. „Ég ber þessa klippingu áberandi best og hef verið kallað- ur Jack Nicholson frá því að þetta gerðist,“ segir hann hlæjandi. Að hans sögn hafa þremenningarn- ir fengið þá áskorun að viðhalda klippingunni fram yfir Grenivíkur- gleðina sem fram fer daganna 12– 14. ágúst en Gísli Gunnar vildi ekki gefa neitt upp um fyrirætlan- ir þeirra. „Þetta hefur verið sett í nefnd,“ segir hann og hlær. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Munkaklipping Frosti Brynjólfsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Gísli Gunnar Oddgeirsson og Ingvar Þór Ingvarsson. Rúinn inn að skinni Gísli Gunnar lokar augunum af hryllingi þegar klippurnar eru mundaðar. „Við vorum fyrst klipptir með runnaklippunum en síðan var það sem eftir stóð rakað af með lítilli vél.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.