Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Side 8
Vikublað 3.–4. ágúst 20168 Fréttir 515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is Allt fyrir raftækni Yfir 500.000 vörunúmer Miðbæjarradíó ehf. - Ármúla 17, Reykjavík - www.mbr.is - S: 552-8636 Þurfum að standa saman Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þ að var milt og gott veður á Austurvelli þegar Guðni Thorlacius Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands þann 1. ágúst. Ljósmyndari DV smellti af nokkrum myndum frá deginum. Viðstaddir voru meðal annarra handhafar forsetavalds, þeir Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, Einar Kr. Guðfinnsson, forseti Alþingis, og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra en Ólafur Ragnar Grímsson lét af embætti á miðnætti þann 31. júlí 2016. Guðni gekk til helgistundar í Dómkirkjunni ásamt eiginkonu sinni, Elizu Reid. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, stýrði athöfninni. Þaðan fóru þau, ásamt þingmönnum, ráðherrum, sendiherrum erlendra ríkja og öðrum gestum yfir í Alþingishúsið við Austur völl þar sem innsetningarathöfnin fór fram. Undirritaði Guðni þar drengskapareið og fór svo ásamt eiginkonu sinni á svalir hússins þar sem þau heilsuðu áhorfendum og hrópuðu ferfalt húrra fyrir landi og þjóð. Því næst hélt Guðni inn-setningarræðu þar sem hann ræddi meðal annars mikilvægi fjölmenningar og stjórnarskrármálin. „Ég end ur tek að lokum þá ósk mína að við stöndum saman um fjöl breytn i og frelsi, sam hjálp og jafn rétti, virð- ingu fyrir lögum og rétti. Stöndum saman um þessi grunn gildi góðs sam- félags, von góð og full sjálfs trausts. Megi sú verða gæfa okkar um alla framtíð,“ sagði Guðni. n Skemmtilegur dagur Mannfjöldi fylgdist með embættistökunni frá Austurvelli, en hægt var að horfa á hana á stórum skjá. Erlendir ferðamenn fylgdust einnig með athöfninni, voru áhugasamir og tóku myndir. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Vinkuðu börnunum Börn þeirra hjóna fylgd­ ust með frá Austurvelli og brostu forsetahjónin blíðlega til þeirra, sem og allra þeirra sem komu til að hylla þau. Spenntur Guðni sendir kveðjur á áhorfendur á Austurvelli sem fylgdust með og biðu eftir að hylla nýkjörinn forseta. Drengskapareiður Guðni Th. Jóhannes­ son undirritaði drengskapar eið á mánudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.