Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Side 10
Vikublað 3.–4. ágúst 201610 Fréttir
ÞITT BESTA VAL Í LITUM
HANNAH NOTAR
LIT 3-65
PALETTE DELUXE
NÚ MEÐ LÚXUS
OLEO-GOLD ELIXIR
GERÐU LIT
AÐ LÚXUS
FYRIR ALLT AÐ 30% MEIRI GLJÁ*
NR. 1 Í EVRÓPU
NÝTT
Sími: 562 5900
www.fotomax.is
Yfirfærum
yfir 30 gerðir
myndbanda,
slides og
fleira
Björgum
minningum
Persónulegar
gjafir við öll
tækifæri
Allt til að
merkja
vinnustaðinn
Milljónagreiðslu Thorsil
seinkað í sjöunda sinn
Aftur samið um frestun á 140 milljóna greiðslu vegna lóðar undir kísilver í Helguvík
S
tjórn Reykjaneshafnar sam-
þykkti nýverið að fresta í sjö-
unda sinn gjalddaga fyrstu
greiðslu Thorsil ehf. á gatna-
gerðargjöldum. Greiðslan
nemur 140 milljónum króna og var
á gjalddaga í lok júlí. Fyrirtækið, sem
vill byggja og reka kísilmálmverk-
smiðju í Helguvík á lóð sem það fékk
úthlutað í apríl 2014, átti upphaflega
að ganga frá greiðslunni í desem-
ber sama ár en hefur nú fengið fram-
lengdan frest til 30. september næst-
komandi.
„Fyrirtækið telur að fjármögnun
verkefnisins ljúki í ágúst en það hitt-
ist þannig á að þjóðfélagið er dautt
í júlí enda allir í sumarfríi. Því var
ákveðið að gefa lengri frest,“ segir
Halldór Karl Hermannsson, hafnar-
stjóri Reykjaneshafnar sem er í eigu
Reykjanesbæjar.
Tímafrekt
Reykjaneshöfn sendi Kauphöll Ís-
lands tilkynningu þann 22. júlí síð-
astliðinn þar sem kom fram að stjórn
hafnarinnar hefði deginum áður
komist að áðurnefndu samkomulagi
við Thorsil. Var þar vísað í samkomu-
lag fyrirtækjanna tveggja frá 15. mars
síðastliðnum en samkvæmt því átti
Thorsil að ganga frá fyrstu greiðsl-
unni fyrir 15. maí. Líkt og DV greindi
frá barst hún ekki og var fyrirtækinu
þá aftur gefinn frestur, í sjötta skiptið,
til 31. júlí.
Halldór Karl Hermannsson benti
í samtali við DV í maí á að seinkun
greiðslunnar hefði áhrif á tekjuhlið
hafnarinnar. Dagsetningar fyrir aðr-
ar greiðslur Thorsil vegna lóðarinnar
verði ekki ákveðnar fyrr en sú fyrsta
hafi verið greidd.
„Þetta er fyrst og fremst vegna þess
að við vorum í samskiptum við banka
þar sem margt fólk var farið í sumar-
frí og því voru þeir ekki til staðar sem
þurfti til að halda áfram þeirri vinnu
sem við vorum í með bönkunum. Það
var ákveðið að það yrði hlé þangað til
það kæmi til baka úr sumarfríi. Þetta
er tímafrekt og miklir pappírar,“ segir
Hákon Björnsson, forstjóri Thorsil.
Aðspurður segist Hákon gera ráð fyrir
að fjármögnun verksmiðjunnar ljúki
fyrir septemberlok.
Heildarkostnaður við kísilver
Thorsil er áætlaður um 275 millj-
ónir dollara eða tæpir 34 milljarðar
króna. Fyrirtækið sendi frá sér frétta-
tilkynningu í maí síðastliðnum, eftir
að Reykjaneshöfn hafði samþykkt
seinkunina til 31. júlí, þar sem sagði
að gatnagerðargjöldin yrðu ekki
greidd fyrr en allir fyrirvarar yrðu
uppfylltir. Var þar nefnt samþykkti
Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, fyrir
orkusamningi Thorsil og Landsvirkj-
unar sem fékkst svo um mánuði síðar.
Ætla að bjóða sérkjör
Líkt og DV greindi frá í febrúar þá hef-
ur Reykjaneshöfn ekki heldur borist
Seinkað sjö sinnum
Reykjaneshöfn samþykkti í desember 2014 beiðni Thorsil um að gjalddaga gatna-
gerðargjaldanna yrði seinkað til 28. maí 2015. Þann 25. júní sama ár sendi fyrirtækið
stjórninni bréf þar sem óskað var eftir frekari seinkun hans eða til 30. september 2015.
Í októberbyrjun samþykkti stjórnin svo að gefa Thorsil lengri frest í þriðja sinn og þá til
15. desember. Engin greiðsla barst fyrir þann dag og ákvað stjórnin þá að seinka fyrsta
gjalddaganum til 15. mars. Eftir það fékk fyrirtækið frest til 15. maí og svo til 31. júlí. Nú á
Thorsil að greiða fyrir 30. september næstkomandi.
Helguvík Thorsil gerði
lóðarleigusamning við
Reykjaneshöfn í apríl 2014.
Mynd SigTryggur Ari
Haraldur guðmundsson
haraldur@dv.is
Engin
draggkeppni
„En eins sárt og það er að segja
það þá höfum við ákveðið að
keppnin fái frí í ár. Við komum
sterk og fersk aftur til leiks á
næsta ári á 20 ára afmæli keppn-
innar,“ segja forsvarsmenn
Draggkeppni Íslands í tilkynn-
ingu, en keppnin verður ekki
haldin í ár. Hún var fyrst haldin
árið 1997. Síðan þá hefur það
verið fastur liður á Hinsegin dög-
um í Reykjavík að keppt sé um
titlana Draggkóngur og Dragg-
drottning Íslands.
Áætlað var að keppnin færi
fram miðvikudaginn 3. ágúst en
af því verður ekki.