Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Síða 11
Vikublað 3.–4. ágúst 2016 Fréttir 11 Vinnum fyrir öll tryggingafélög Skútuvogi 12h, Reykjavík S: 568-9620 - bilaretting.is Útvegum bifreið meðan á viðgerð stendur Ný námskeið Hringsjá Náms- og starfsendurhæfing Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9380 eða á hringsja.is Námskeið í ágúst og september 2016 • STYRKLEIKAR - hefst 15. ágúst • TÖLVUR I - hefst 15. ágúst • STYRKLEIKAR OG NÚVITUND - hefst 30. ágúst • ÚFF! ÚR FRESTUN Í FRAMKVÆMD - hefst 30. ágúst • MARKÞJÁLFUN - hefst 5. sept • SJÁLFSUMHYGGJA lærðu að þykja vænt um sjálfan þig - hefst 12. sept MINNISTÆKNI - hefst 19. sept Er ekki kominn tími til að gera eitthvað Milljónagreiðslu Thorsil seinkað í sjöunda sinn 100 milljóna króna greiðsla sem eig- andi lóðarinnar undir kísilmálmverk- smiðju United Silicon í Helguvík átti að borga í lok nóvember 2014. Stjórn- endum hafnarinnar og eigendum einkahlutafélagsins Geysis Capital greinir á um ákvæði lóðarsamnings þeirra og eru vanskilin í innheimtu. Víkurfréttir fjölluðu í síðustu viku um ákvörðun forsvarsmanna kísilvers United Silicon, sem stendur nú nán- ast fullklárað skammt frá lóð Thorsil, um að þeir ætli ekki að gera sérkjara- samninga við starfsfólk fyrirtækisins. Verksmiðjan verði keyrð á almennum kjarasamningum og gagnrýnir Krist- ján Gunnarsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, ákvörðunina harðlega í samtali við fjölmiðilinn. Fullyrðir hann að United Silicon komi til með að reka einu stóriðju landsins án sér- kjarasamninga. „Okkar áform hafa alltaf verið þau að við myndum gera sérkjara- samninga sem tækju þá mið af sam- bærilegum samningum sem eru í sambærilegri starfsemi,“ segir Há- kon Björnsson, forstjóri Thorsil, að- spurður hvort verksmiðja fyrirtækis- ins verði rekin samkvæmt almennum kjarasamningum. n Hafnarstjórinn Halldór Karl Hermannsson. Ánægja með Ólaf Ragnar 62,4 prósent ánægð með fyrrverandi forseta A lmenn ánægja ríkir með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, sam- kvæmt nýrri könnun MMR. Helstu niðurstöður: Könnunin var framkvæmd dagana 15. til 22. júlí 2016 og var heildarfjöldi svarenda 907 manns, 18 ára og eldri. Í henni kemur fram að 62,4 prósent þátttak- enda kváðust vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar sem for- seta Íslands. Í síðustu könnun þar á undan (sem lauk 4. júlí), sögðust 64,7% vera ánægð með störf forset- ans. Tölur MMR gefa til kynna að ekki hafi jafn margir kvaðst ánægðir með störf forsetans síðan í byrjun árs 2013. Þá eru þeir sem styðja núver- andi ríkisstjórn mun ánægðari með störf forsetans fráfarandi en aðr- ir. Sögðust 87,9% þeirra sem studdu Framsóknarflokkinn og 81,4% þeirra sem studdu Sjálfstæðisflokkinn vera ánægð með störf Ólafs. Sömu ánægju var ekki að merkja hjá liðsmönnum Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna, en sögðust 38,4% þeirra sem studdu Samfylkinguna, 43,7% þeirra sem studdu Viðreisn og 48,3% þeirra sem studdu Vinstri græn vera ánægð með störf Ólafs. n Hættur Ólafur lét af störfum þann 31.júlí síðastliðinn. Mynd Sigtryggur Ari Rannsaka kynferðisbrot Hinn grunaði handtekinn skömmu eftir tilkynningu E itt kynferðisbrot er nú til rann- sóknar hjá lögreglunni í Vest- mannaeyjum eftir helgina. Það var kært aðfaranótt mánudags og átti sér stað skömmu eftir miðnætti. Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum kemur fram að um tengda aðila hafi verið að ræða. Fékk þolandi viðeigandi að- stoð. Sakborningur var handtekinn skömmu eftir að tilkynning barst lögreglu. Málið telst upplýst og rannsókn vel á veg komin. Þá kemur einnig fram að í tilefni af fréttaumfjöllun um kynferðis- brot á hátíðinni upplýsist að ekki var um kynferðisbrot að ræða í því tilviki þar sem maður var sleginn illa í andlit og höfuð heldur ótta við mögulegt brot. Tíu líkamsárásir komu inn á borð lögreglu og þar af fimm alvar- legar þar sem um beinbrot í andliti er að ræða. Tvö heimilisofbeldismál komu upp og eitt brot gegn vald- stjórn þar sem slegið var til lögreglu- manna. Málin eru öll í rannsókn. Eitt mál kom upp er varðar eignaspjöll á bifreið og fjögur þjófnaðarbrot er tengdust þjófnuðum á gsm-símum. Heildarfjöldi fíkniefnamála var 30 að þessu sinni sem er svipað og undanfarin ár að árinu 2015 undan- skildu þegar upp komu 72 mál. Grunur er um sölu- og dreifingu í um fimm þessara mála. Þá kemur einnig fram að lög- regla hafi sinnt fjölmörgum verkefn- um yfir hátíðina og leyst vel úr öll- um verk efnum sem komu inn á borð hennar. Í kringum 15 þúsund manns sóttu Þjóðhátíð Vestmannaeyja í ár og er hátíðin með þeim allra stærstu sem haldin hefur verið. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.