Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Side 14
Vikublað 3.–4. ágúst 201614 Skrýtið S amkennd er tilfinning sem við mennirnir eignum okkar tegund og erum furðulostnir þegar dýr sýna merki um slíkar tilfinningar. Þrátt fyrir það eru þess mýmörg dæmi meðal annarra spendýra að slíkar tilfinn- ingar bærist innra með þeim. Yfir- leitt beinist þessi samkennd þó að einstaklingum af sömu tegund en árið 2009 varð sjávarlíffræðingurinn Robert Pitman vitni að stórkostlegu atviki. Weddel-selur barðist fyrir lífi sínu við Suðurskautslandið. Vaða af háhyrningum hafði gert árás og tekist að velta selnum af öruggum ísnum og í hafið þar sem dauðinn blasti við. Allt í einu kom hnúfubak- ur einn askvaðandi og ruddist inn í hóp háhyrninganna. Hann synti undir selinn, sneri sér yfir á bakið og synti upp þannig að selurinn hvíldi í öryggi á kviði hvalsins. Því næst synti hnúfubakurinn að næstu ís- rönd og leyfði selnum að príla yfir í öruggt skjól. Pitman og samstarfsmenn urðu forviða yfir þessu athæfi hnúfubaks- ins. Ekkert nema fórnfýsi virtist vaka fyrir spendýrinu ógnarstóra. Full- orðnum hnúfubökum stafar ekki, svo vitað sé, hætta af háhyrninga- vöðu en oft má finna sár og áverka á dýrunum sem greinilega eru eftir hina grimmu ættingja Keikós. Ekki fylgir sögunni hvort hetjan sem Pit- man fylgdist með hafi orðið fyrir barðinu á svekktum drápshvölum. Annt um líf annarra tegunda Eftir að hafa fylgst með þessu ótrúlega athæfi hvalsins fóru Pitman og sam- starfsmenn hans að safna gögnum um samskipti hnúfubaka og háhyrn- inga. Fimmtíu og fjórir sjónarvottar höfðu orðið varir við slík samskipti á árunum 1951 til 2012. Alls voru 115 tilvik skráð en greint var frá niðurstöð- um Pitmans og félaga í nýjasta hefti Marine Mammal Science. Af þessum 115 tilvikum áttu 57 prósent sér stað að frumkvæði hnúfubakanna sem bendir til þess að þeir leiti sérstak- lega uppi aðstæður þar sem þeir geta tekist á við háhyrningana. Í yfirgnæf- andi fjölda þessari tilvika voru há- hyrningarnir að veiða sér til matar og yfirleitt var um að ræða aðra tegund en hnúfubaka. Það bendir til þess að hnúfubökum sé annt um líf annarra tegunda en sína eigin. Hvalirnir hafa sést bjarga sæljónum, tunglfiskum, selum og gráhvölum. Þá hafa hnúfu- bakarnir sést beita fjölbreyttum að- ferðum við að berjast gegn háhyrn- ingunum. Fyrir utan björgunina sem Pitman varð vitni að hafa hnúfubakar sést berja háhyrningana með bægsl- um sínum, elta þá uppi á ógnandi hátt og fæla þá í burtu með hávaða. Niðurstaða vísindamannanna er sú að hnúfubakar séu varir um sig í kringum háhyrninga vegna þess að rándýrin ráðast gjarnan á kálfa hnúfubaka. Því sé það í eðli þeirra að ráðast til atlögu þegar háhyrningar gera sig líklega til þess að veiða sér til matar. Hvað rekur þá áfram þegar þeir átta sig á því að um sé að ræða aðra tegund en þeirra eigin er enn ráðgáta. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Tilboð á Lappset útileiktækjum 2016 Leitið til sölumanna í síma 565 1048 HEILDARLAUSNIR FYRIR LEIKSVÆÐI - Leiðandi á leiksvæðum jh@johannhelgi.is • johannhelgi.is Uppsetningar, viðhald og þjónusta • Útileiktæki • Girðingar • Gervigras • Hjólabrettarampar • Gúmmíhellur • Fallvarnarefni Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Opnunartími: Virka daga 8.30-18 Laugardaga 10.00-14.00 Fórnfýsi hnúfubakanna Sjónarvottar hafa séð hvalina bjarga selum frá háhyrningum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.