Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2016, Side 20
Vikublað 3.–4. ágúst 201620 Menning Prufuþáttur (e. pilot) af banda-rískri útgáfu af sjónvarps-þáttaröðinni Heimsendir, eftir Ragnar Bragason, verður framleiddur fyrir bandarísku áskriftarstöðina TBS. Jonathan Ames, höfundur sjónvarpsþáttar- aðarinnar Bored to Death, mun skrifa þættina sem munu nefn- ast World's end, en Hamish Linklater og grínleikkon- an Wanda Sykes fara með aðal- hlutverkin. Í október verður haldinn nokk-uð sérstæður viðburður þegar þekktasti ljósmyndari landsins, Ragnar Axelsson, einnig þekkt- ur sem RAX, mun segja sögur af ljósmyndum sínum með hjálp tóna og mynda. Myndakonsert- inn sem fer fram í Kaldalóni í Hörpu er haldinn í tilefni af nýrri hátíðarútgáfu af Andlitum norð- ursins sem kemur út á vegum Crymogeu. Hljómsveitin Kaleo er enn á mikilli siglingu eftir að fyrsta breiðskífa blúsuðu Mos- fellsbæinganna sló í gegn fyrr í sumar. Hæst komst platan A/B í sextánda sæti á bandaríska vin- sældalistanum Billboard. Á dögunum tók sveitin svo við gull- plötu, fyrir 40 þúsund seldar plötur, í Kanada. Um þessar mundir eru tvö ís-lensk sviðsverk sýnd á al-þjóðlegu sviðslistahátíðinni í Tampere í Finnlandi, stærstu sviðslistahátíð Norðurlanda. Annars vegar er það Mávurinn sem settur var upp í Borgarleik- húsinu í fyrra og hins vegar er það einleikurinn Retrospective eftir listahópinn Rebel Rebel sem sýndur var á Reykjavík Dance Festival undir lok síðasta árs. Rit- höfundurinn og sviðlistamaður- inn Snæbjörn Brynjarsson sem flytur einleikinn er einmitt að taka þátt í prófkjöri Pírata sem fer fram á sama tíma og hátíðin. Laugavegur 24 Sími 555 7333 publichouse@publichouse.is publichouse.is BENTO BOX 11.30–14.00 virka daga / LUNCH 11.30–15.00 um helgar / BRUNCH 1.990 kr. Hommar og hinsegin tónverk n Spila verk eftir hinsegin tónskáld í Hörpu n Mikilvægt að samkynhneigðir Þ angað til fyrir svona 20 árum var þessi hlið á lífi tónskáld- anna bara þögguð niður. Það þótti í lagi að tala um ásta- líf Schumanns eða Mozarts af því að þeir voru gagnkynhneigðir og áttu konur en það mátti ekki tala um ástarlíf hinsegin tónskálda,“ segir Árni Heimir Ingólfsson, píanóleikari og doktor í tónlistarfræðum, sem stendur fyrir tónleikunum Á hinsegin nótum á miðvikudagskvöld í Hörpu. Þar verða leikin verk hinsegin tónskálda, allt frá 17. aldar frönsk- um barokkhöfundi til bandarískra söngleikjaskálda. Á efnisskránni verða meðal annars verk eftir Pjotr Tsjajkov- skíj, Benjamin Britten, Leonard Bern- stein, Stephen Sondheim, Reynaldo Hahn, Jean-Baptiste Lully og Henry Cowell. Á milli verka mun Árni Heimir kynna verkin, tónskáldin og „kannski slúðra svolítið líka.“ Valdefling og innblástur „Á Hinsegin dögum árið 2011 héldum við tónleika með svipað „konsept,“ tónleika fyrir klassísk hinsegin tón- skáld. Það gekk svo vel að ég hef varla lent í öðru eins – það var hrikalega skemmtilegt. Síðan hef ég eiginlega árlega verið beðinn um að endurtaka þetta, en aldrei fundist það rétti tím- inn – þar til núna,“ segir Árni Heim- ir sem mun leika á píanóið og kynna tónskáldin á milli verka. Auk hans leika Ari Þór Vilhjálmsson á fiðlu og Júlía Mogensen á selló á tónleikun- um, en Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Hallveig Rúnarsdóttir sópran syngja. „Fyrir utan það að halda góða tón- leika er tilgangurinn að sýna hinseg- in samfélaginu að slíkt fólk var til og hefur afrekað ýmislegt í listum – þetta er í raun valdefling fyrir ákveðið sam- félag sem hefur verið þaggað nið- ur. Mér finnst mikilvægast fyrir unga krakka sem eru að koma út úr skápn- um í dag að þeir sjái að þeir geti sótt sér fyrirmyndir og innblástur svo víða, það er ekki bara í poppmenninguna – með fullri virðingu fyrir diskóstjörn- unum og öllu því,“ segir hann. Var Schubert hommi? „Fram undir 1980 var ekkert af þessum tónskáldum opinberlega samkynhneigt. En við vitum núna að þau voru annað hvort sam- eða tvíkynhneigð – það er alveg á hreinu. Það eru líka nokkur mjög fræg tón- skáld í viðbót sem er hægt að setja mjög stórt spurningarmerki við. Það er til dæmis ennþá rifist mikið um „Það þótti í lagi að tala um ástalíf Schumanns eða Mozarts af því að þeir voru gagnkynhneigðir og áttu konur en það mátti ekki tala um ástarlíf hinsegin tónskálda. Jean-Baptiste Lully (1632–1687) Eitt helsta tónskáld barokktímans og talinn upphafsmaður franskrar óperu. Hann vann mestan hluta ævi sinnar við hirð Loðvíks 14. Frakkakon- ungs. Hann datt hins vegar úr náðinni eftir að hafa verið tekinn í bólinu með ungum karlkyns nemanda sínum. Leonard Bernstein (1918–1990) Tónskáld og hljómsveitarstjóri sem er goðsögn í bandarískri tónlistarsögu, samdi til að mynda tónlistina við söngleikinn West Side Story. Hann var kvæntur en eiginkona hans vissi um samkynhneigð hans. Á hinsegin nótum Árni Heim- ir Ingólfsson mun segja frá hinsegin tónskáldum og slúðra um ævi þeirra á milli verka á tónleikunum. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon Kristján guðjónsson kristjan@dv.is Enn meira stjörnustríð Á ður en leikstjórinn J.J. Abrams tók við Star Wars gerði hann sitt besta til að breyta Star Trek í Star Wars. Og sú arfleifð heldur áfram án hans. Til- vistarvangavelturnar eru horfnar út í geiminn og í staðinn fáum við geisla- byssuhasar. Góðu fréttirnar eru þær að þetta er nokkuð góður hasar. Myndin byrjar á atriði sem á að sýna þau leiðindi sem fylgja löngum geimferðum og er nokkuð frumlegt, en geimferðunum fylgir líka drama þar sem allir starfsmenn eru ungir og fallegir. Síðan fer hasarinn í gang og Valur gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Star Trek Beyond iMdb 7,5 rottenTomatoes 83% Metacritic 68 Leikstjóri: Justin Lin Handrit: Simon Pegg og Doug Jung aðalhlutverk: Chris Pine, Zachary Quinto og Karl Urban 122 mínútur Úr listheiminum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.