Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 10
Helgarblað 16.–19. desember 201610 Fréttir Fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum Unnið hefur verið að þróun á smíði húsanna í mörg ár og er komin mikil reynsla af byggingu þeirra við ólíkar aðstæður. Gluggagerðin | Súðarvogi 3–5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is FALLEG ÍSLENSK SUMARHÚS Þjóðleg sumarhús sem falla einstaklega vel að íslensku landslagi Héðinsgata 2 . 105 Reykjavík . www.tolli.is Glæsilegir púðar Opið alla daga fram að jólum frá kl. 14-17 stærð 52x52 cmVerð kr. 19.300,- Útigangskona búsett í ráðhúsi Reykjavíkur í minnst hálft ár n Sefur með plast yfir sér n Mun eyða jólunum í kjallaranum Í bílastæðakjallaranum undir Ráð­ húsi Reykjavíkur er nokkur um­ ferð af fólki. Prúðbúinn maður á miðjum aldri klæddur í kjólföt heilsar og skóhljóðin bergmála í kjallaranum þegar hann gengur hjá með stóra hljóðfæratösku. Á eftir koma tvö pör vel til höfð og stíga upp í glæsikerrur og aka á brott. Blaða­ maður dregur eðlilega þá ályktun að í nágrenninu hafi verið jólatón­ leikar, líklega í ráðhúsinu sjálfu eða í Tjarnarbíói hinum megin við götuna. Viðmælandi blaðamanns kippir sér ekki upp við þessa traffík, hlátrasköll eða augngotur fólksins sem geng­ ur hjá. Viðmælandinn er kona á sjö­ tugsaldri sem nokkrum sinnum hef­ ur ratað í fréttir. Hún er klædd í þykka úlpu og snjóbuxur. Hár hennar mik­ ið, sítt og grátt, hún er góðleg í andliti með fallegt bros og augun djúpblá. Bílastæðakjallari Ráðhússins er nú heimili hennar. Í skoti þar sem eitt af hreinsunarökutækjum borg­ arinnar er geymt á hún afdrep. Þar sefur hún með plast yfir sér. Hagan­ lega raðað eru nokkrir plastpokar fullir af dagblöðum. Á daginn er hún á ferðinni, kíkir á bókasafnið og fær lánuð blöð sem hún svo skilar sam­ viskusamlega daginn eftir. Konan situr á móti blaðamanni á steyptum stólpa og gluggar í Frétta­ blaðið. Reglulega aka bílar hjá og far­ þegar geta ekki haldið aftur af sér og horfa forvitnir á þessa konu sem býr nú á götunni. Með söfnunaráráttu Konan hefur áður ratað í fréttir, síðast fyrir þremur árum þar sem greint var frá því að hún hefðist við í trjárjóðri við fjölfarna umferðargötu. Hún bjó þar í eitt til tvö ár þar til ákveðið var að höggva trén niður til að fæla hana í burtu. Í frétt DV sagði að konan væri haldin söfnunaráráttu sem lýsti sér í því að hún sankaði að sér heimilis­ sorpi. Í frétt DV sagði: „Konan er ekki fátæk en vegna söfnunaráráttu sinnar fær hún ekki íbúð leigða þar sem líklega fáir kæra sig um að láta safna heimilissorpi í íbúð sína. Flestir þeirra sem eru heimilislausir á Íslandi eru það vegna fíknivanda en konan stríðir ekki við slíkan vanda og hefur aldrei gert.“ Þá sagði að kerfið virtist ekki hafa neinar lausnir fyrir konuna og á þessum þremur árum virðist ekkert hafa breyst. Konan er enn án heim­ ilis. Og rétt eins og hún sagði í viðtali árið 2013 þá kveðst hún vera ánægð að lifa utan samfélagsins. Aðspurð hvort hún sé sátt við að sofa í kjall­ aranum, beint fyrir neðan fólkið sem tekur allar helstu ákvarðanir sem snerta borgarana svarar hún játandi. „Það er öruggast að vera þarna,“ segir hún og bendir á skotið. „Bílarnir keyra ekki þangað. Ég vil bara fá að vera í friði,“ segir konan og biðst síð­ an undan viðtali. Eyðir jólunum í bílastæðakjallaranum Konan var fyrst til umfjöllunar í DV árið 2000 þegar mikið magn af rusli var hreinsað út úr íbúð hennar á Hverfisgötu. Í DV var sagt að á þrjátíu árum hefði í nokkur skipti verið hreinsað úr íbúð hennar gegn hennar vilja. Árið 2000 hefðu 170 ruslapokar fullir af sorpi verið fjarlægðir. Kon­ unni var síðan úthlutað íbúð á veg­ um félagslega kerfisins í JL­hús­ inu í Vesturbænum. Þegar konan missti húsnæðið flutti hún í rjóðr­ ið og hélt til úti við í minnst eitt ár, jafnvel tvö. Þeir sem þekkja til kon­ unnar segja að hún vilji frekar vera heimilislaus en búa við það að fá starfsfólk félagslega kerfisins inn á gafl til sín. Hún sé frjáls og ekkert hægt að taka frá henni. Konan, sem hefur búið í bíla­ kjallaranum í allavega hálft ár, mun eyða jólunum í þar og borða sinn mat hjá Hjálpræðishernum sem mun þjóna til borðs í Ráðhúsinu sjálfu. Vita af henni DV reyndi að ná tali af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Ilmi Kristjánsdóttur, for­ manni velferðarráðs, án árangurs. Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi vissi ekki af konunni en Halldór Halldórsson og Líf Magneu­ dóttir hafa vitað af henni í bílastæðahúsinu. „Ég hef ekki orðið var við hana eða heyrt af henni. Þetta er mikið flæmi,“ segir Halldór Auðar sem telur að allt að 300 til 400 séu heimilislaus­ ir í Reykjavík þegar allt er talið. „Ég held að þurfi sem fjölbreyttust úrræði líkt og borgin er að feta sig í átt að samanber „houseing first“,“ bæt­ ir Halldór við en úrræðið gengur í stuttu máli út á að sveitarfélög útvegi fólki, með ýmis félagsleg vandamál eða áfengisvanda, húsnæði sem þeir greiða sanngjarna leigu fyrir. Ekki sé krafist bindindis en reynt sé að styðja við fólkið með ýmsum hætti. „Þau eru einstaklingsmiðuð og ekki gerð sú krafa að fólk hreinsi sig upp áður en það fær húsnæðið. Það má samt alltaf gera betur og vera með sem fjölbreyttust úrræði. Svo hefur verið talað um að finna fleiri lausnir fyrir konur.“ Halldór Halldórsson kveðst hafa vitað af konunni og hafa rætt henn­ ar mál við aðra í húsinu. Hann talar einnig fyrir „houseing first“­ úrræðinu sem byrjað er að vinna eftir. „Mér er sagt að það séu alltaf ákveðnir einstaklingar sem vilji ekki þiggja aðstoðina.“ n Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Svefnstaður konunnar Gluggar í blöð Konan styttir sér stundir með því að lesa blöð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.