Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 30
Helgarblað 16.–19. desember 201622 Fólk Viðtal 5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0 Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21 er flokkunum öllum til hróss. Það er ekki verið að tala um hver fær hvaða stóla heldur hvernig menn geta nálgast hver annan. Það er búið að hrauna yfir Óttar, það er búið að hrauna yfir Benedikt og núna síðast Kötu og mér finnst það satt best að segja ómaklegt. Öll hafa þau lagt sitt fram í hugmyndafræðilega umræðu, menn hafa lagt sitt fram og nálgast miklu meira en umræðan í dag gefur til kynna. Það sama gildir um Pírata sem eru dýrmæt viðbót við flóruna á Alþingi. Mér hefur fundist sárt að sjá hvernig lamið er á þessu fólki í umræðunni því það hefur staðið í þessu af heilindum. Menn þurfa ekki að fara í einhverja pissukeppni um hver sé bestur í hverju, það er bara verið að ræða um og takast á um málefni. Við erum öll að tala fyrir heilbrigðis- og menntamál- um. Það voru allir á sama máli þar, í þessum fimm flokka viðræðum, og þó að einhver vilji setja meiri út- gjöld í eitthvað gerir það ekki aðra að verra fólki. Það þarf ekki alltaf að fara í manninn.“ Voru tilbúin að skoða hátekjuskatt En kemur nokkuð á óvart að það reyndist erfitt að brúa bilið milli t.d. Vinstri grænna og Viðreisnar í ríkis- fjármálum? Þetta eru flokkar hvor sínum megin á pólitíska litrófinu, þar sem annar flokkurinn vill beita skatt- kerfinu sem jöfnunartæki en hinn flokkurinn vill minni afskipti ríkisins og meðal annars í skattheimtu? „Ég held nú samt að þessir flokkar geti alveg nálgast hvor annan í skattamálum til að mynda. Við í Viðreisn ætlum ekki að lækka skatta bara til þess eins að geta sagt að við höfum gert það. Í kosningabarátt- unni og eftir kosningar höfum við verið skýr með að við teljum ekki rétt að lækka skatta núna þegar blasir við að það þarf að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og menntamála og á meðan verið er að greiða niður skuldir ríkisins. Þetta á ekki síst við núna þegar við erum að detta inn í þenslutímabil, þá er ekki skynsam- legt að lækka skatta og erum við al- veg ófeimin við að segja það. Við viljum hins vegar ekki hækka skatta á almenning, við viljum þess í stað setja ákveðin gjöld á atvinnugreinar eins og sjávarútveginn og ferðaþjón- ustuna og við viljum leggja á græna skatta. Þetta er eitthvað sem á alveg að vera hægt að brúa. Við vorum til- búin til að skoða álagningu hátekju- skatts en gegn því að við fengjum einhverjar breytingar í landbúnaði og sjávarútvegi. Okkur hugnaðist hins vegar ekki hugmyndir um auð- legðarskatt eða eignaskatt.“ Vantaði meira frjálslyndi Voru vonbrigði að ekki skyldi nást samkomulag um fimm flokka stjórn? „Það var mjög áhugavert og lær- dómsríkt að taka þátt í þeirri tilraun og mér fannst það Pírötum til hróss hvernig þau stýrðu þessum viðræð- um. Það má líka segja að þetta hefði verið áhugaverð lýðræðisleg tilraun, ef saman hefði gengið. Á endanum var það bara svo að við vorum búin að tala okkur niður á það að við náð- um ekki saman, að þessu sinni.“ Hefði þér hugnast betur að ná saman þessari fimm flokka stjórn en stjórn með Sjálfstæðisflokknum, eins og einnig hefur verið reynt? „Það sem ég vil sjá er frjálslyndi. Mér fannst á endanum ekki ríkja nógu mikið frjálslyndi í sjávarút- vegs- og landbúnaðarmálum í við- ræðunum. Með þessu er ég ekki að segja að það eigi að kollvarpa þess- um atvinnugreinum. Við viljum leggja okkur fram um að ná meiri sátt en útvegurinn verður að greiða hærra gjald til þjóðarinnar en nú er. Við sjáum það fyrir okkur gert í gegnum markaðinn. Það hefði verið margt frjálslynt í þessari fimm flokka stjórn en það er líka hægt að ná því fram öðru vísi. Það var margt mjög álitlegt farið af stað í viðræðum milli Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar fram- tíðar og okkar en Sjálfstæðisflokk- urinn sleit því á endanum og þá er það bara þannig.“ Hvað gerist núna? „Það á ekki að vanmeta að þær viðræður sem hafa farið fram hafa skipt máli. Nú þekkist fólk betur persónulega og það er jákvætt. Línur ættu að vera orðnar skýrari um hvaða möguleikar standa nú til boða. Er það einhver meirihlutastjórn eða minnihlutastjórn sem ýmsir tala um? Það er erfitt að segja hvað verð- ur. Ég er allavega búin að komast að því að ég get unnið með öllum hér á þingi. Framsóknarflokkurinn hefur ekkert verið með í þessum viðræðum og að hluta til finnst mér það synd því þar eru margir góðir einstaklingar innanborðs sem vel er hægt að vinna með.“ Jólin koma samt Jólin nálgast og Þorgerður seg- ir að hún sé mikið jólabarn. Verk- efni síðustu vikna hafi hins vegar tekið mikinn tíma og nú sé hún með seinni skipunum í undirbúningi jól- anna. „Ég ákvað að senda ekki jóla- kort í fyrsta sinn í þrjátíu og eitthvað ár og einbeita mér frekar að því að byrja að kaupa jólagjafir. Það er smá hnútur í maganum á kvöldin, það á eftir að gera ísinn, rauðkálið, ham- fletta rjúpurnar og ég veit ekki hvað. En jólin koma nú samt.“ n Voru tilbúin að skoða hátekjuskatt Þorgerður segir að þing- menn Viðreisnar hafi verið tilbúnir til að skoða álagningu hátekju- skatts í fimm flokka viðræðunum. Þau hafi hins vegar ekki getað fallist á hugmyndir Vinstri grænna um auðlegðarskatt. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.