Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 25
Helgarblað 16.–19. desember 2016 Kynningarblað - Flutningaþjónusta 5 GV ehf.: Jarðvegsvinna og jarðvegsflutningar G eir Þórir Valgeirsson stofn- aði fyrirtæki sitt, GV ehf., í byrjun árs 2015 og lengst af hefur hann sérhæft sig í jarðvegsflutningi á byggingarsvæðum og öðrum fram- kvæmdasvæðum þar sem graf- ið er upp. Hefur Geir unnið bæði fyrir stóra og smáa aðila og tekur að sér verkefni af hvaða stærð sem er. Starfsemin víkkaði síðan út fyrir rúmlega mánuði er Geir keypti sér hjólavél og vinnur hann nú jöfnum höndum að mokstri og jarðvegs- flutningum. Þrátt fyrir að GV sé ungt fyrirtæki á Geir sér langa sögu í starf- semi af þessu tagi: „Ég starfaði lengi hjá Nes- frakt NAV flutn- ingastöðinni við flutninga og þar áður í jarð- upptökuvinnu. Ég hef verið við- loðandi þessi tæki ansi lengi,“ segir Geir en tækjabúnaður hans samanstendur af flutningabíl, malarvagni og hjólavél. Bíllinn er Scania R580 frá Svíþjóð en Scania hefur áratugum saman verið rómað merki um allan heim. „Þetta er mitt uppáhalds- merki og margra annarra. Ég legg mikið upp úr því að halda bílnum hreinum og snyrtilegum. Honum fylgir síðan malarvagn fyrir jarð- veginn.“ Hjólavélin er heldur ekki af lak- ari endanum en hún er af gerðinni Liebherr og er frá Þýskalandi. Þetta er stór og öflug 18 tonna hjólavél. GV hefur komið að byggingar- framkvæmdum stórra aðila á borð við Íslenska aðalverktaka og Ístak. En fyrirtækið vinnur einnig mikið fyrir litla aðila, til dæmis einyrkja sem eru með gröfu en vantar flutn- ingabíl. GV hefur einnig mjög gott tengslanet og því er ávallt hægt að kalla til fleiri bíla og gröfur fyrir stærri verkefni. GV leggur ávallt mikla áherslu á persónulega og góða þjónustu. Engin yfirbygging er á fyrirtæk- inu og enginn milliliðakostnaður fylgir verkefnum og því getur GV boðið sanngjarnt verð: „Ég er ekki að gefa vinnuna mína en legg áherslu á að bjóða verð sem er sanngjarnt fyrir báða aðila.“ n Þeir sem hafa þörf fyrir jarðvegs- vinnu eða jarðvegsflutning ættu að hafa samband við GV ehf. í síma 788-1688. Einnig er fróðlegt að skoða Facebook-síðu fyrirtækisins, GV ehf á Facebook.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.