Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 38
Helgarblað 16.–19. desember 201630 Menning Traust fasteignaviðskipti og persónuleg þjónusta - þinn lykill að nýju heimili 414 6600 | nyttheimili.is FRÍTT SÖLUMAT Reynir Eringsson 820 2145 Skúli Sigurðarsson 898 7209 Guðjón Guðmundsson 899 2694 Fasteignasala Leigumiðlun A ð heiman er fyrsta skáld­ saga Arngunnar Árna­ dóttur og jafnframt fyrsta skáldsagan sem kemur út hjá bókaforlaginu Partus Press, sem hefur áður getið sér gott orð í útgáfu ljóða og smásagna. Arngunnur, sem er 29 ára og starfar dagsdaglega sem fyrsti klarínettuleik­ ari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hef­ ur áður sent frá sér ljóðabókina Ung­ lingar, árið 2013. Hún byrjaði að vinna að skáldsögunni skömmu áður en hún flutti aftur til Íslands eftir nokk­ ur ár að heiman, þegar hún stundaði tónlistarnám í Berlín. Að heiman fjallar einmitt um unga konu, Unni, sem kemur heim frá þessari menningarhöfuðborg Evrópu eftir skiptinám og upplifir sig í lausu lofti á Íslandi – eftir frelsi og nafnleysi stórborgarinnar er hún komin aftur í þrúgandi smábæjar­ stemningu þar sem maður á allt eins von á því að hitta tvær fyrrverandi tengdamæður og eina kviðmágkonu í stuttri kjörbúðarferð. Bókin gerist í einhvers konar millibilsástandi, sí­ felldri en óræðri löngun bæði eft­ ir ást og samastað í tilverunni. Að sama skapi er bókin ferðasaga þar sem Unnur flýr Reykjavík og ferðast í kringum landið ásamt vinum. „Bókin er innblásin af einhverju sem ég fann fyrir sjálf þegar ég flutti heim – en svo byrjuðu karakterarnir bara að verða til. Það er þessi til­ finning að vera á milli heima, að vera í lausu lofti. Að einhverju leyti felst þetta bara í því að fullorðnast og átta sig á því að lífið er hverfult, en svo er þetta líka það að vera Íslendingur úti í stóra heiminum, koma aftur heim og upplifa sig utan gátta, milli heima, hvorki hér né þar.“ Náttúrufegurðin orðin að klisju Að heiman er stutt bók og textinn tálgaður. Arngunnur segir að lýsing­ um sé haldið í lágmarki að yfirlögðu ráði: „Samtíminn er svo hlaðinn upp­ lýsingum, þær eru alltaf innan seil­ ingar. Það er algjört ofhlæði af myndum og myndskreytingum í heiminum og maður er orðinn hálf­ ónæmur. Þetta kveikti hjá mér þorsta eftir einhverju minna bókstaflegu í lýsingum, meira plássi til að fylla í eyðurnar. Smáatriðin sem ég lýsi eru því mjög sérvalin.“ Þannig að bókin er skrifuð í and- stöðu við samtímann? „Ja, þessi bók er að vissu leyti sprottin úr óþoli gagnvart samtím­ anum … en ég held að það sé ein leið til að fjalla um hann,“ segir Arn­ gunnur og hlær. Það má taka undir þetta því þó að bókin sé ekki uppfull af tilvísunum eru það nútímalegar tilfinningar sem drífa söguna áfram: þráin eftir milli­ liðalausum tengslum við umhverfið á tímum gegndarlausrar ímyndar­ sköpunar og þráin eftir því að vera einstakur í æ einsleitari heimi. „Aðalpersónan er að gera sér grein fyrir ákveðinni einsleitni upp­ lifunar. Heimurinn skreppur auð­ vitað saman með hnattvæðingu, öllu er deilt í gegnum samfélagsmiðla og trend breiðast svo hratt út. Einstök reynsla er því ekki auðfinnanleg. Unnur kemur heim frá Berlín með einhverja reynslu í farteskinu. En þegar hún hittir gamlar vinkonur í partíi eru þær eru allar að fara þang­ að líka, þekkja vinsælustu barina og svo framvegis,“ segir Arngunnur. Þegar þú talar um að einstök reynsla sé ekki auðfinnanleg dettur mér í hug hugtakið hipster – sem kemur nokkrum sinnum fyrir í bók- inni. Unnur bölvar þeim sem henni finnst falla í þá skilgreiningu en er svo sjálf sett í sama flokk. En mér finnst þessi barátta einmitt vera það sem einkennir hið hipsteríska ástand sem við lifum svo mörg við, okkur finnst við þurfa að vera einstök, stöðugt að reyna að vera það en endum öll á því að gera eitthvað mjög svipað. Utan frá verður þetta mjög hjákátlegt, allir eins að reyna að vera einstakir. „Algjörlega, og svo vill enginn gangast við því að vera hipster!“ Náttúran tapar sakleysi sínu Þó að bókin sé ferðasaga og nátt- úra Íslands leiki nokkuð hlutverk í henni virðist þjóðernisrómantík og náttúrudýrkun fortíðar algjörlega úrelt, hinir ungu ferðalangar upp- lifa landið í gegnum markaðsátök undanfarins áratugar: Jökulsárlón er orðið vörumerki og „Ísland er klisja.“ Ég velti fyrir mér hvort það sé nán- ast óhjákvæmilegt að taka þetta inn í myndina þegar maður skrifar um ís- lenska náttúru í dag, hvað finnst þér? „Já, þetta er kannski fáránlegt lúx­ usvandamál þegar maður býr í landi með aðgang að nánast ósnertum víð­ ernum en ég held að ímyndasköpun­ in geti mengað samband okkar við náttúruna. Þessar myndir eru komn­ Ísland er klisja n Að heiman er fyrsta skáld- saga klarinettuleikarans Arngunnar Árnadóttur n Heimkoma, tónlist og klisjukennd náttúra Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Metsölulisti Eymundsson 8.– 14. desember 2016 Allar bækur 1 PetsamoArnaldur Indriðason 2 AflausnYrsa Sigurðardóttir 3 Stjörnuskoðun Sævar Helgi Bragason 4 Pabbi prófessor Gunnar Helgason 5 Þín eigin hrollvekjaÆvar Þór Benediktsson 6 HeiðaSteinunn Sigurðardóttir 7 Vögguvísurnar okkarÝmsir 8 Ör Auður Ava Ólafsdóttir 9 DrungiRagnar Jónasson 10 Svartalogn Kristín Marja Baldursdóttir Arnaldur Indriðason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.