Fréttablaðið - 20.06.2017, Page 2

Fréttablaðið - 20.06.2017, Page 2
Veður Stíf suðaustanátt með rigningu, einkum SV- og V-lands, en hægari og úrkomuminna A-til. Styttir víða upp í kvöld en hvessir heldur, einkum V-lands og mest á norðan- verðu Snæfellsnesi. sjá síðu 16 01 Smærri viðgerðir Hraðþjónusta HEKLU. Hringdu í 590 50 30 eða renndu við. Hekla.is TónlisT „Það má alltaf gera betur. Við erum fjögurra ára hátíð og við lifum og lærum,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, einn skipuleggjenda tón- listarhátíðarinnar Secret Solstice en síðasti tónninn var sleginn á sunnu- dagskvöld. Hátíðin þóttist takast afburðavel og var Sveinn aðeins búinn að heyra um fáar kvartanir. „Hátíðin gekk vel. Skipulagið á öllum stöðum var til fyrirmyndar, bæði hjá okkur svo ég segi sjálfur frá og samskipti við lögreglu, nágranna og fjölmiðla voru frábær.“ Nokkrar kvartanir hafa borist undan umgengni um dalinn. Sveinn segir að hátíðin hafi verið haldin á stærra svæði í ár en undanfarin ár, en að hátíðin ætli sér að skila Laugardalnum eins og þau komu að honum, innan þriggja daga. Hann segir himinn og haf milli fyrstu Secret Solstice og þeirrar sem var nú – í fjórða sinn sem slegið er til veislu í Laugardalnum. Um 20 þúsund manns skemmtu sér undir tónum Foo Fighters, The Prodigy, Chaka Khan og íslenskra tónlistar- manna. Þótt veðrið hafi oft verið betra þá blésu jákvæðir vindar um Laugar- dalinn og segir Sveinn að undirbún- ingur fyrir hátíðina á næsta ári sé þegar hafinn. „Miðasala gekk vel og við erum að fara í gegnum þau mál og gera upp hátíðina næstu vikur. Hátíðin verður aftur, við stefnum að því. Það er ekkert því til fyrir- stöðu að halda stóra og flotta hátíð á næsta ári.“ Erlendur gestafjöldi var svipaður í ár og á síðasta ári. Hann horfir þó bjartsýnum augum á næsta ár. „Við höfum verið að sækja í Breta og Bandaríkjamenn. Flugsamgöngur eru auðveldar til landsins og svo er WOW air að fara að fljúga til Asíu og Ísrael. Við erum mjög sátt hvernig þetta gekk og langar að bæta í hátíð- ina. Á meðan samstarfið er svona gott. En lögreglan ræður hvort við getum bætt í og við fylgjum hennar fyrirmælum en okkur langar það sannarlega,“ segir Sveinn og bætir við að stóri munurinn núna, þegar hátíðin er búin að festa sig í sessi, er að nú hafa umboðsskrifstofur sam- band við skipuleggjendur en ekki öfugt. „Við erum búin að vekja athygli um allan heim fyrir þessa hátíð. Núna eru umboðsskrifstofur að sækja í okkur frekar en að við séum að sækja í þær. Það er frábært að svona ungri hátíð sé að takast að fá fólk til að koma til okkar.“ benediktboas@365.is Gott hljóð í fólkinu á bakvið Secret Solstice Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice eru ánægðir með hvernig til tókst. Fáar kvartanir komu inn á borð til þeirra og samstarf við nágranna, lög- reglu og borgaryfirvöld gekk vel. Drög að næstu hátíð þegar á teikniborðinu. Rapparinn Aron Can skemmti sér vel á hátíðinni. FRéttAblAðið/AndRi MARinó Það er ekkert því til fyrirstöðu að halda stóra og flotta hátíð á næsta ári og erum við strax byrjuð að leggja drög að hátíðinni 2018.“ Sveinn Rúnar Einarsson, einn af skipu- leggjendum Secret Solstice. Dómsmál Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir Guðjón Ármannsson, lögfræðing lögmanns- stofunnar LEX, hafa verið valinn til að verja íslenska ríkið í Landsréttar- máli Ástráðs Haraldssonar vegna þess að hann gæti rekið málið á skömmum tíma. Í skriflegu svari til fréttastofu segir hún: „Í kjölfar þess að ríkislögmaður upplýsti um tengsl við stefnanda fól ríkislögmaður málið Guðjóni Ármannssyni hrl. Guðjón er fær lögmaður og reyndur á þessu sviði og í stakk búinn til að reka málið á þeim skamma tíma sem flýtimeð- ferðin, sem málið var fellt í fyrir dómi, kveður á um.“ Hún svarar því ekki hvers vegna lögmannsstofan LEX varð sérstak- lega fyrir valinu, einungis hvers vegna Guðjón var sérstaklega val- inn. Sigríður starfaði sjálf hjá lög- mannsstofunni LEX árin 2007 til 2015 er hún tók sæti á Alþingi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er hefð fyrir að ríkislögmaður reki mál sem þessi fyrir hönd ríkis- ins. Í þessu tilfelli er ríkislögmaður þó vanhæfur sökum tengsla við kærandann og þess að starfsmenn innan embættisins voru í hópi umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt. – sg Segir ríkislög- mann hafa falið Guðjóni málið Sigríður Á. Andersen dómsmálaráð- herra. FRéttAblAðið/SteFÁn Saknað í þrjár vikur Lögreglu- og björgunarsveitarmenn leituðu í gærkvöldi í Elliðaárdal að manni sem saknað hefur verið í þrjár vikur. Leit hófst um kvöldmatarleytið og var ráðgert að leitað yrði fram eftir kvöldi. Ekki hafði spurst til mannsins þegar Fréttablaðið fór í prentun. FRéttAblAðið/Jói K. TRYGGinGAR Bóndi í Berufirði fékk rúmlega 420 þúsund krónur úr ábyrgðartryggingu bifreiðar sem ekið var á tík í hans eigu. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum komst að þessari niðurstöðu í fyrra en úrskurðir síðasta árs voru birtir nýlega. Tryggingafélag bifreiðarinnar og bóndinn deildu um fjárhæð bótanna. Félagið taldi að fjár- hæðin ætti aðeins að nema verðinu sem hún var keypt á en bóndinn vildi bæta kostnaði við smalaþjálfun við. Nefndin leit til búsetu og starfa bóndans og taldi augljóst að tjón hans væri annað og meira en við kaup á hreinræktuðum skrauthundi. Tjónið væri meðal annars falið í því að koma sér upp hundi sem hefði sambærilega getu á við þann sem fórst. Tjónið var metið að minnsta kosti 423 þúsund krónur og þarf félagið að greiða honum þá upphæð. – jóe Tæp hálf milljón fyrir smalatíkina 2 0 . j ú n í 2 0 1 7 Þ R i ð j u D A G u R2 f R é T T i R ∙ f R é T T A B l A ð i ð 2 0 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 F -8 D 7 C 1 D 1 F -8 C 4 0 1 D 1 F -8 B 0 4 1 D 1 F -8 9 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.