Fréttablaðið - 20.06.2017, Page 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is,
s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.
is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 |
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433
Sólveig
Gísladóttir
solveig@365.is
Íslenski hópurinn var vel stemmdur fyrir hlaupið sem fram fór í Badia í Toskanahéraði.
Íslensku hlaupararnir og aðstandendur kunnu vel við sig á Ítalíu. Guðni Páll var nokkuð sáttur við árangurinn þótt hitinn hafi aðeins dregið úr hraðanum.
Framhald af forsíðu ➛
Guðni Páll hefur verið áberandi í utanvegahlaupum síðustu ár en hann var
til dæmis fljótastur Íslendinga í
Laugavegshlaupinu í fyrra. Þó er
ekki langt síðan hann byrjaði að
æfa hlaup fyrir alvöru. „Það var
haustið 2012 þegar ég flutti heim
úr námi og fór að vinna hjá Eflu. Þá
vantaði mig eitthvað til að fylla upp
í rútínuna og fór að hlaupa,“ segir
Guðni Páll.
Áhuginn jókst með tímanum
enda var hann fljótur að komast í
betra form. „Kærastan dró mig með
sér í Poweraid vetrarhlaupin sem
eru haldin mánaðarlega. Í fyrsta
hlaupinu var ég í kringum fimmtug-
asta sæti, en strax í þriðja hlaupinu
var ég kominn í það tíunda.“
Áhuginn fyrir náttúruhlaupum
vaknaði strax um sumarið. „Sum-
arið 2013 fór ég Laugaveginn í
fyrsta skipti og heillaðist af þessari
hlaupategund. Enda hefur mér
alltaf þótt gaman að vera úti í
náttúrunni og verið mikið í fjall-
göngum.“
Forðast hlaupabretti
Guðni Páll segir ekki óalgengt að
hann hlaupi um hundrað kíló-
metra á viku, það sé þó breytilegt.
„Stundum fer það niður í núll og
alveg upp í 200 km á viku þegar
teknar eru æfingabúðir. Þessu fylgir
síðan slatti af hæðarmetrum, eða
frá 4.000 til 5.000 hæðarmetrar á
viku þegar mest er.“
Hann segir hlaupaæfingarnar
mjög margvíslegar en þó forðist
hann hlaupabrettið eins og hægt er.
„Aðallega af því að það er svo leiðin-
legt en ég læt mig hafa það ef veðrið
býður ekki upp á annað.“
Úr Landmannalaugum í Skóga
En hverjar eru skemmtilegustu
leiðirnar fyrir utanvegahlaup?
„Laugavegurinn er alltaf góður en
Fimmvörðuhálsinn er líka mjög
skemmtilegur. Við Örvar æfinga-
félagi minn höfum einu sinni tekið
báðar leiðirnar í einu. Byrjuðum þá
í Landmannalaugum og hlupum
niður í Skóga. Það var alger drauma-
dagur og tók í kringum níu, tíu tíma.
Við reyndar vanmátum aðeins hvað
þetta yrði erfitt og vorum orðnir
dálítið bugaðir þegar við fórum upp
Fimmvörðuhálsinn. En þetta var
mjög góð æfing enda vorum við að
fara taka þátt í 80 kílómetra utan-
vegahlaupi.“
Heitt á heimsmeistaramóti
Guðni Páll er nýlega kominn heim
af sínu þriðja heimsmeistaramóti
í utanvegahlaupi. Í þetta sinn fór
mótið fram í Badia, í Toskanahéraði
á Ítalíu. „Við fórum átta saman, fjórir
karlar og fjórar konur. Þetta gekk
ágætlega en hitinn var erfiður fyrir
okkur Íslendinga. Kári Steinn stóð
sig best af okkur, lenti í sextugasta
sæti en ég var í kringum hundrað-
asta sætið.“
Hlaupin var 50 km leið með
2.900 hæðarmetrum en þátttak-
endur voru um 300 frá nærri fjörutíu
löndum. „Sigurvegararnir fóru þetta
á 4,30 klukkutímum sem er nánast
ómennskt,“ segir Guðni Páll glett-
inn. Sjálfur fór hann hringinn á um
sex tímum og Kári Steinn á 5,20 klst.
Vaxandi áhugi
Guðni Páll segist finna fyrir auknum
áhuga fólks á náttúruhlaupi. „Það
sést kannski best á námskeiðunum
sem 66°Norður hafa verið með í
náttúruhlaupi, ég held að það séu
skráðir hundrað manns á hvert
námskeið.“
En stefnir hann á fleiri hlaup í
sumar? „Ég er skráður í Laugavegs-
hlaupið af því að ég var fyrstur
Íslendinga í fyrra,“ segir Guðni Páll
en ekki er hlaupið að því að fá að
skrá sig í hlaupið þar sem aðsóknin
er mikil. „Ég er þó ekki alveg viss
hvort ég muni nýta mér það enda
er ég kominn í fæðingarorlof. Svo
þarf ég að meta hvernig fjölskyldan
tekur þessu enda mikið álag á fjöl-
skylduna þegar maður er að æfa
mikið.“
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . j ú n Í 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R
2
0
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
F
-A
B
1
C
1
D
1
F
-A
9
E
0
1
D
1
F
-A
8
A
4
1
D
1
F
-A
7
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K