Fréttablaðið - 20.06.2017, Síða 18

Fréttablaðið - 20.06.2017, Síða 18
Tæpur mánuður er í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á EM sem fer fram í Hollandi í næsta mánuði. Mikill spenningur er í hópnum en fyrsti leikur liðsins er gegn Frakklandi þann 18. júlí. Málfríður Erna Sigurðardóttir, leikmaður Vals, hefur leikið 33 landsleiki auk fjölda leikja með yngri lands- liðum. Hún segir stemninguna í hópnum vera frábæra og að allir séu staðráðnir í að leggja allt í sölurnar til að komast eins langt og hægt er. „Við erum með frábært þjálfarateymi sem skipuleggur liðið mjög vel fyrir hvert verkefni og með góða blöndu af ungum og eldri leikmönnum. Mín persónu- legu markmið fyrir mótið er að gera það sem þarf til að liðið nái sem bestum árangri.“ Málfríður Erna er menntaður snyrtifræðingur en starfar ekki við fagið sem stendur. Hún er í sambúð með Fjalari Þorgeirssyni íþróttafræðingi og eiga þau saman þrjú yndisleg og fjörug börn að hennar sögn. „Elstur er Fannar Dagur sem er sjö ára og Guðrún Dís er næst en hún er fjögurra ára gömul. Yngst er Sunna Líf sem er tveggja ára. Hjá okkur í fjöl- skyldunni kemst lítið annað að en fótboltinn en ég hins vegar stefni á að prófa golf eftir að knattspyrnu- ferlinum lýkur.“ Hvað færðu þér í morgunmat? AB jógúrt með múslí og bláberjum verður yfirleitt fyrir valinu. Hver er uppáhaldæfingin þín? Reitur og brassi á fótboltaæfingum standa upp úr. Einnig þykir mér rosalega gaman að fara í tímana hjá Danna í World Class í Kringl- unni. Hvað finnst þér gott að fá þér í kvöldmat? Mexíkóskur matur er í miklu uppáhaldi hjá mér og fjöl- skyldu minni en ég borða fisk 3-4 sinnum í viku. Hvað finnst þér gott að fá þér í millimál? Ég borða flatköku með eggi og avakadó á hverjum degi og verð aldrei leið á því. Hvernig finnst þér gott að slaka á milli æfinga og leikja? Þar sem ég á þrjú börn þá gefst lítill tími til að slaka á. Þegar tími gefst til þá reynum við að fara saman í sund og göngutúra. Hvað færðu þér þegar þú ætlar að gera vel við þig? Þá fæ ég mér bragðaref frá Vesturbæjarís. Lumar þú á góðum heilsuráðum? Helstu heilsuráð mín snúast um að hafa engar öfgar, hvorki í mataræði né í æfingum. Hvernig er dæmigerð helgi hjá þér? Fótboltinn kemur við sögu hjá mér nánast hverja helgi, annaðhvort með æfingum eða leikjum. Aðrir fjölskyldumeðlimir eru líka á svipuðum slóðum, sonur minn æfir fótbolta, líka með Val, og maðurinn minn, Fjalar Þor- geirsson, er markmannsþjálfari hjá Stjörnunni. Þess á milli reynum við finna eitthvað skemmtilegt til að gera hverja einustu helgi til dæmis fara í bíó, út að borða, í keilu og sund og ýmislegt fleira. Mexíkóskur matur í uppáhaldi Fótboltinn kemur við sögu flesta daga ársins hjá Málfríði Ernu Sigurðardóttur, landsliðskonu í fót- bolta. EM í fótbolta hefst í Hollandi í næsta mánuði og er mikill spenningur í íslenska hópnum. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Málfríður Erna með dætrum sínum eftir landsleikinn gegn Brasilíu. „Hjá okkur í fjölskyldunni kemst lítið annað að en fótboltinn en ég hins vegar stefni á að prófa golf eftir að knattspyrnuferlinum lýkur,“ segir landsliðs- konan Málfríður Erna Sigurðardóttir. MYND/EYÞÓR Sonur Málfríðar Ernu, hinn sjö ára Fannar Dagur, fékk að leiða mömmu sína inn á völlinn í landsleik á móti Makedóníu. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . j ú n í 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 0 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 F -B E D C 1 D 1 F -B D A 0 1 D 1 F -B C 6 4 1 D 1 F -B B 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.