Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2017, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 20.06.2017, Qupperneq 22
Engin ein leið er best þegar kemur að því að setja upp flokkunarkerfi á heimilum. Aðalatriðið er að setja upp aðstöðu sem hentar hverju og einu heimili, segir Hólmfríður Þorsteins- dóttir, sérfræðingur hjá Umhverfis- stofnun. „Við eigum það til að flækja hlutina óþarflega mikið en það þarf yfirleitt ekki miklar breytingar á heimilum okkar til að rýma fyrir flokkun. Þetta þarf ekki að vera flóknara en að hengja poka á bak við hurð eða inn í skáp fyrir plastið og setja pappírinn í kassa sem við eigum eða margnota poka með botni. Sama á við um aðrar tegundir úrgangs.“ Aðspurð um auðveld fyrstu skref segir hún mikilvægt að vera ekki að velta þessum hlutum lengi fyrir sér og byrja bara að flokka. „Um leið og við tökum til dæmis pappírinn og plastið frá sjáum við strax mikinn mun á magni úrgangs sem fer í urðun. Þá líður okkur líka miklu betur þegar við vitum að við erum að leggja okkar af mörkum.“ Metnaðarfull markmið Einnig þarf að athuga hvaða þjónustu sveitarfélagið býður upp á til flokkunar á úrgangi en það sér um sorphirðuna og getur því veitt slíkar upplýsingar segir Hólm- fríður. „Hindrunin er oft sú að sveitarfélög bjóða upp á mismikla þjónustu til íbúa. Yfirleitt geta þó íbúar losað sig við flokkaðan úrgang á einhvers konar endur- vinnslu- eða grenndarstöðvum nálægt heimilum sínum eða fengið til þess sérstaka endurvinnslu- tunnu frá sveitarfélaginu. Grennd- arstöðvar eru t.d. um 80 talsins á höfuðborgarsvæðinu og því auðvelt að nýta sér þær. Í sumum tilfellum er síðan hægt að fá aukna þjónustu frá sorphirðufyrirtækjum ef sveitarfélagið býður ekki upp á slíkt. Sorphirða fyrir flokkaðan úrgang er yfirleitt ódýrari vegna þess að hann er söluvara og því dýrara að losa sig við óflokkaðan úrgang sem fer síðan í urðun með tilheyrandi umhverfisáhrifum.“ Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að fimmtíu pró- sent af úrgangi frá heimilum verði endurunnin fyrir árið 2020 en í dag er talan um þrjátíu prósent. „Við eigum að flokka úrgang því að við viljum draga úr auðlindanotkun og sóun. Úrgangurinn okkar er raunverulegt hráefni sem við getum endurunnið aftur og aftur. Þegar auðlindir eins og málmar, olía, matvæli eða annað er af skornum skammti í heiminum er ekki vænlegt að sóa þeim með því að grafa þau í jörðu. Margir spyrja sig hvort það borgi sig virkilega að senda endurvinnanlegan úrgang til útlanda en það gerir það svo sannarlega því þá erum við að draga úr auðlindanotkun og um leið að minnka losun gróðurhúsa- lofttegunda vegna urðunar.“ Færri plastpokar Í dag er unnið eftir aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr einnota burðarplastpokanotkun að sögn Hólmfríðar. „Markmiðið er að Íslendingar noti 90 poka á mann á ári í lok árs 2019 og 40 poka fyrir lok árs 2025. Ætlunin er ekki að útrýma einnota burðar- plastpokum heldur að fá lands- menn til að draga verulega úr óþarfa einnota notkun. „Einnota“ burðarplastpokar eru ekki einnota og við þurfum að reyna að nota þá oftar og endurnota til dæmis fyrir úrganginn okkar.“ Hún bendir á að landsmenn þurfi að vera duglegri við að afþakka poka þegar keypt er inn. „Það er til dæmis óþarfi að taka poka undir einn lítinn hlut eða að fá poka í hverri búð í sömu ferðinni. Við erum oft með töskur, bakpoka eða aðra poka á okkur sem við getum notað til að setja vörur í. Sama á við um þunnu grænmetis- og ávaxtapokana en þeir eru oft algjör óþarfi. Appels- ínur og sætar kartöflur þurfa t.d. ekki umbúðir en fyrir annað væri hægt að nota margnota poka.“ Hún segir flesta vafalaust kann- ast við það að eiga allt of mikið af pokum sem fara oft beint í ruslið eða í endurvinnslu en þannig séum við að viðhalda sóuninni og óþarfa notkun. „Áætlað er að hver ein- staklingur noti allt að 200 einnota burðarplastpoka á ári sem er miklu meira en við þurfum fyrir ruslið okkar, svo okkur er alveg óhætt að draga úr þessari notkun.“ Hún mælir með því að fólk margnoti þá poka sem það á til eða eignist nokkra margnota poka sem það getur tekið með sér í verslanir. „Þá er t.d. gott ráð að geyma poka í bílnum, hengja á útidyrahurðina, setja í jakkavasann eða töskuna. Þá er ekkert mál að venja sig við að nota þá. Hér þurfum við samt að muna að það er ekki umhverfis- vænt að safna upp miklum lager af margnota pokum og því upplagt að gefa umfram poka t.d. til ætt- ingja og vina sem ekki eru byrjaðir að draga úr pokanotkun.“ Rusl án poka Aðspurð hvað geti komið í stað plastpokanna segir hún að t.d. Reykjavíkurborg leyfi íbúum sínum að setja úrganginn beint í sorptunnuna án poka en það sé á ábyrgð íbúanna að þrífa tunn- urnar. „Þegar við flokkum sorpið okkar mikið þá verður lítið eftir til að setja í tunnuna svo einhverjir munu nýta sér þennan kost. Þeir sem vilja halda áfram að nota poka fyrir almennan úrgang ættu þá að halda því áfram en muna að rusla- pokarnir geta verið allskonar, t.d. pokar undan morgunkorni, brauði eða hvað annað sem kemur inn á heimilið. Þegar við flokkum vel, þá þurfum við minna af pokum og því vinnur þetta tvennt vel saman.“ Nánari upplýsingar og fróð- leik um þessi málefni má finna á vefjum sveitarfélaga og sorphirðu- fyrirtækja. „Þar má finna mikið af upplýsingum og leiðbeiningum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Einnig eru starfsmenn Umhverfis- stofnunar alltaf tilbúnir til að aðstoða og svara spurningum.“ Starri Freyr Jónsson starri@365.is „Ætlunin er ekki að útrýma einnota burðarplastpokum heldur að fá landsmenn til að draga verulega úr óþarfa einnota notkun,“ segir Hólmfríður Þorsteins- dóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Hún mælir með því að fólk margnoti þá einnota poka sem það á til eða eignist nokkra margnota. MYNDIR/STEFÁN Með margnota pokum drögum við úr sóun og því eru þeir um- hverfisvænasti kosturinn. Ekki flækja hlutina of mikið Það þarf ekki að vera flókið að setja upp flokkunarkerfi heima fyrir. Mikilvægt er að velta hlut- unum ekki lengi fyrir sér og byrja bara að flokka sem fyrst. Sveitarfélög bjóða upp á mismunandi þjónustu sem hægt er að kynna sér á vef viðkomandi sveitarfélags ásamt ýmsum upplýsingum. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . j ú n í 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 0 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 F -A 6 2 C 1 D 1 F -A 4 F 0 1 D 1 F -A 3 B 4 1 D 1 F -A 2 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.