Fréttablaðið - 20.06.2017, Síða 27

Fréttablaðið - 20.06.2017, Síða 27
Boguslaw og Ólafur, starfsmenn gróðrarstöðvarinnar Lambhaga, sjá um að framleiða og sá í yfir átta milljón potta á ári. myndir/EyþÓr Lambhagi hefur tekið í notkun vél sem framleiðir potta úr pappír og leysast upp á 1 – 2 mánuðum. „þetta er stórt skref í átt að umhverfisvænni framleiðslu.“ davíð og Hung, starfsmenn Lambhaga, við uppskeru af færibandinu. Allt salat og krydd í Lambhaga er ræktað í hvítmosa. Eingöngu er notaður áburður sem grafinn er úr jörðu og er algerlega hreinn. Starfsfólk hefur störf klukkan 7 á morgnana og er hluti afurða kominn í verslanir fyrir hádegi. myndir/EyþÓr Ég var heppinn að fá þetta landsvæði í Grafarholtinu í Reykjavík. Nálægðin við neyt- endur tryggir ferskleika en við erum ekki nema fimm mínútur að keyra afurðirnar niður í bæ. Við hefjum störf klukkan sjö á morgnana og er hluti framleiðslunnar kominn í verslanir fyrir hádegið,“ segir Haf- berg Þórisson, garðyrkjubóndi í Lambhaga. Hafberg segir fyrirtækið ávallt til- einka sér bestu mögulegu tækni við ræktunina og hefur frá upphafi lagt Vistvæn ræktun innan borgarmarkanna Gróðrarstöðin Lambhagi er einn af fáum bónda- bæjum höfuð- borgarsvæðisins. Lambhagi er stærsti fram- leiðandi á fersku salati og krydd- jurtum á landinu. Nálægðin við verslanir tryggir ferskleika. áherslu á vöruþróun og nýjungar. „Við settum Lambhaga á lagg- irnar árið 1979 og hófum strax ræktun á ýmsum tegundum sem ekki voru í ræktun fyrir. Ég hef allt- af haft mikinn áhuga á matvæla- framleiðslu og var þá nýkominn úr námi í Noregi. Við lögðum okkur fram við að koma með nýjungar og finna út hluti sem ekki var verið að gera,“ segir Hafberg. „Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki sem hefur þó stækkað upp í það að hafa 25 manns í vinnu. Í farvatninu er enn frekari stækkun Lambhaga og höfum við hafið flutning á hluta framleiðslunnar upp í Mosfells- dal.“ Lífrænar varnir „Áður fyrr voru notuð eiturefni en nú notumst við við lífrænar varnir. Við kaupum vikulega, litlar ránflugur sem leita uppi önnur skorkvikindi og farga þeim. Það er dýrt en við gerum það samt. Nú má segja að lífrænar varnir séu notaðar í öllum landbúnaði. Þá erum við eingöngu með ógena- breyttar afurðir og ræktum 400 tonn af salati og kryddjurtum á ári. Við höfum leitað uppi nýjungar um allan heim til að betrum- bæta framleiðsluna og gera hana auðveldari, öruggari og ódýrari. Með því að leita betri aðferða sem gefa betur af sér, betri afbrigða af plöntum og úthugsa aðra hag- ræðingu, höfum við getað haldið sama verði hjá okkur allt frá árinu 2011.“ notkun plastpotta hætt Ein hagræðingin sem Hafberg nefnir stuðlar einnig að umhverfis- vænni framleiðslu, en Lambhagi hefur hætt notkun á plastpottum. „Við höfum tekið í notkun dansk smíðaða vél sem framleiðir potta úr pappír eða trjákvoðu sem límd er saman með harpix. Pottarnir leysast upp á 1 – 2 mánuðum. Þetta er stórt skref í átt að umhverfis- vænni framleiðslu en við notum átta milljón potta á ári. Þá erum við að taka í notkun vél sem gefur möguleika á því að auka það magn þrefalt,“ segir Hafberg. „Eftir að samstarf okkar hófst við dönsku verksmiðjuna hefur hún farið á flug og býr nú til vélar sem fram- leiða potta fyrir salatræktun og skógrækt og margt fleira. Þessu hefur verið afar vel tekið af garð- yrkjumönnum um allan heim, enda bylting, þar sem milljarðar af pottum eru notaðir á ári.“ Hrein afurð „Við ræktum allt okkar salat og krydd í hvítmosa sem kallast sphagnum á latínu og er notaður víðar í heiminum. Eingöngu er notaður áburður sem grafinn er úr jörðu og er algerlega hreinn. Við höfum ekki viljað nota lífrænan áburð því ef hann er ekki alveg rétt meðhöndlaður eru í honum lífræn efni sem geta verið skaðleg fólki. Lífræn ræktun er hættumeiri en sú ræktunaraðferð sem við notum. Erum þar af leiðandi með mikið hreinni afurðir en nokkur annar og sem ekki þarf að þvo eftir ræktun heldur geta farið beint á disk.“ KynninGArBLAÐ 9 þ r i ÐJ U dAG U r 2 0 . j ú N í 2 0 1 7 2 0 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 F -A 6 2 C 1 D 1 F -A 4 F 0 1 D 1 F -A 3 B 4 1 D 1 F -A 2 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.