Fréttablaðið - 20.06.2017, Side 28
Það sem haldið hefur aftur af fólki hingað til að kaupa raf-bíla er drægnin en á þessu ári
og því næsta gjörbreytist það og ég
tel að rafbílavæðingin sé að bresta
á,“ segir Óskar Gústavsson, sölu-
stjóri hjá Johann Rönning. Hann
hefur kynnt sér vel málefni sem
tengjast rafbílum en fyrirtækið
selur allt frá heimahleðslustöðvum
og upp í hraðhleðslustöðvar fyrir
rafbíla. „Okkar nýjasta verkefni
er samstarf við ON, Orku nátt-
úrunnar, um að setja upp hrað-
hleðslustöðvar hringinn í kringum
landið,“ upplýsir Óskar.
Enn sem komið er eru rafbílar
fremur fáir á Íslandi, um 1.400 á
móti 250 þúsund bíla flota. „En
bílar knúnir jarðefnaeldsneyti
hafa haft síðastliðin hundrað ár
til að þróast og rafbílar eru í því
samhengi fremur nýir af nálinni.“
Óskar segir mikinn áhuga vera
á rafbílum samfara aukinni
umhverfisvitund. „Þá er Ísland
kjörinn vettvangur til að byggja
upp innviði og taka þátt í þessari
rafbílavæðingu með okkar hreinu
orku,“ segir hann.
Hlaðið við fjölbýli
Óskar segist finna fyrir auknum
áhuga hjá forsvarsmönnum hús-
félaga í fjölbýlishúsum að setja
upp hleðslustöðvar. Sama segir
Jón Sigurðsson hjá Orku náttúr-
unnar. „Fjölbýlishús eru mjög
mismunandi, allt frá tvíbýlishús-
um upp í fjölda íbúða með stóra
heimtaug. Ýmislegt þarf að skoða
áður en hafist er handa, til dæmis
stærð heimtaugar og fjölda íbúða,
hleðsluþörf, staðsetningu hleðslu-
stöðva og orkumælingu,“ upplýsir
Jón en afar misjafnt er hve heim-
taugar fjölbýlishúsa eru mikið
nýttar. „Í ákveðnum tilfellum er
lítið afl eftir fyrir rafbílahleðslu
samhliða öðru hámarks álagi.
Til að auka aðgengilegt afl getur
þurft að stækka núverandi heim-
taug eða í einhverjum tilfellum
að fá aðra heimtaug sérstaklega
fyrir rafbílahleðslu,“ segir Jón en
bendir á að fresta megi slíkum
aðgerðum með hleðslu- og álags-
stýringu og til séu ýmsar lausnir
fyrir húsfélög og íbúa fjölbýlis-
húsa.
„Heimtaugar að fjölbýlishúsum
eru yfirleitt það stórar að ekkert
mál er að gera ráð fyrir hleðslu
fyrir tvo til þrjá bíla í einu. Hins
vegar er mjög mikilvægt að
gera alltaf ráð fyrir því í upphafi
verksins að allir geti að lokum
nýtt sér þann kost að vera með
rafbíl,“ segir Óskar og telur því að
nauðsynlegt sé fyrir húsfélög að fá
aðila í samstarf sem geti leiðbeint
þannig að rétt verði farið af stað.
„Þegar fyrsti einstaklingurinn fær
sér hleðslutæki er mikilvægt að
það geti talað við það næsta sem
kemur og svo framvegis. Þannig að
þó ekki sé farið í kostnaðarsamar
aðgerðir til að byrja með er gott að
geta byggt ofan á það sem þegar
er búið að fjárfesta í,“ útskýrir
Óskar og bendir á að löggiltir raf-
verktakar og verkfræðistofur taki
að sér að hanna og skipuleggja
með eigendum staðsetningu og
útfærslu á hleðslustöðvum. „Við
höfum síðan búnaðinn sem þarf
og bjóðum upp á tæki sem geta
talað sín á milli þannig að þau taki
ekki of mikið rafmagn. Tækin geta
því stýrt álaginu þannig að þau
taka bara þá orku sem er í boði í
húsinu hverju sinni.“
Ekki nota fjöltengi
Enn eru hleðslustöðvar afar
fágætar við fjölbýli og raunar
þekkir Óskar ekki til neins slíks
dæmis, þó áhuginn sé vissulega
fyrir hendi.
En hvað gera eigendur raf-
bíla sem búa í fjölbýli þá til að
hlaða bílinn sinn? „Það er allur
gangur á því. Sumir eru jafnvel
með framlengingarsnúru út um
eldhúsgluggann,“ segir Óskar. Jón
hjá ON varar hins vegar mjög við
slíkri hegðun. „Við hjá ON tökum
við mörgum fyrirspurnum um
hvort hægt sé að hlaða rafbílinn
heima við og mælum við með að
rafvirki hússins skoði og sam-
þykki þá innstungu sem á að nota
til að hlaða rafbílinn. Gæta þarf
þess vel að tengill fyrir hleðslu eða
hleðslustöð hafi trygga jarðteng-
ingu. Mælt er með að setja upp
sérstakan tengil sem þolir hleðslu
rafbíla og að hafa bílinn stakan
á grein, það er að hafa ekki aðra
hluti í sambandi á sömu rafmagns-
greininni. Ekki skal nota fjöltengi
eða framlengingarsnúrur. Tengill-
inn þarf að vera jarðtengdur og
greinin þarf að hafa útsláttaröryggi
og lekaliða. Sérhæfðir 16-32A
tenglar eru gerðir fyrir stöðugt
álag,“ upplýsir hann.
Borgað með korti
Óskar segir vinnustaði og fyrirtæki
lengra á veg komin en flest fjölbýli
í að koma upp hleðslustöðvum.
„Enda er mikilvægt að fyrirtæki
hugi að uppsetningu á tenglum
fyrir starfsfólk, hvort sem orkan er
gefin eða starfsmenn greiða fyrir,“
segir Óskar en ýmsar lausnir á
greiðslufyrirkomulagi eru í boði
sem einnig má nýta við fjölbýli.
„Þá virkar þetta svipað og þegar
farið er á sjálfsafgreiðslubensín-
stöðvar. Viðkomandi er með lykil
eða kort að stöðinni og húsfélagið,
fyrirtækið eða þjónustuaðilinn
getur selt rafmagnið.“
Ný byggingareglugerð
mikilvæg
Hvað með nýbyggingar, er hugað
að þessum málum þar?
„Í einbýlishúsum, raðhúsum
og slíku er þetta ekki vandamál
því heimtaugin inn í húsin er það
öflug. En í fjölbýli er þetta enn
ekki komið inn í byggingareglu-
gerð og menn þurfa aðeins að
fara að girða sig í brók þar,“ segir
Óskar en hann telur að málið sé til
skoðunar hjá mannvirkja stofnun.
Enn fremur segir hann að mikil-
vægt sé að hraða þessari vinnu.
„Enda er rafbíllinn það sem koma
skal.“
Sólveig
Gísladóttir
solveig@365.is
365ASKRIFT.is
ÁSKRIFTIN
FYLGIR ÞÉR
Með sjónvarpsáskrift hjá 365 getur þú horft á
uppáhaldssjónvarpsefnið þitt, hvar og hvenær
sem er – því áskriftin fylgir þér.
Kynntu þér málið á 365askrift.is
„Heimtaugar að fjölbýlishúsum eru yfirleitt það stórar að ekkert mál er að gera ráð fyrir hleðslu fyrir tvo til þrjá bíla
í einu. Hins vegar er mjög mikilvægt að gera alltaf ráð fyrir því í upphafi verksins að allir geti að lokum nýtt sér þann
kost að vera með rafbíl,“ segir Óskar og telur því að nauðsynlegt sé fyrir húsfélög að fá aðila í samstarf sem geti leið-
beint þannig að rétt verði farið af stað. NordicpHotos/gEtty
Óskar gústavs-
son, sölustjóri
hjá Johann
rönning. MyNd/
stEfáN
töluverður áhugi fyrir
hleðslustöðvum við fjölbýli
Ein mikilvægasta forsenda þess að rafbílum fjölgi hér á landi er gott aðgengi að rafbílahleðslu,
ekki síst við fjölbýlishús og vinnustaði. Þó nokkur áhugi er hjá húsfélögum að finna lausnir þó fá
hafi látið verða af því að setja upp stöðvar enn sem komið er. Að ýmsu þarf að huga.
10 KyNNiNgArBLAÐ 2 0 . j ú n í 2 0 1 7 Þ r i ÐJ U dAg U r
2
0
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
1
F
-A
B
1
C
1
D
1
F
-A
9
E
0
1
D
1
F
-A
8
A
4
1
D
1
F
-A
7
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K