Fréttablaðið - 20.06.2017, Side 30

Fréttablaðið - 20.06.2017, Side 30
 Notaðu stutt þvottakerfi í þvotta- vélinni til að vernda umhverfið, spara orku og peninga. Það er minna mál að hvíla einkabíl- inn og nota hjólið en margir halda. Á vef Umhverfisstofnunar kemur fram að stór hluti þeirra ferða sem farnar eru á einkabíl innan höfuð- borgarsvæðisins eru innan við þrír kílómetrar. Því eru miklar vega- lengdir alls engin fyrirstaða til að taka fram hjólið. Á vefnum eru gefin nokkur gagnleg ráð til þeirra sem vilja kjósa bíllausan lífsstíl og nota hjólið. Bent er á að gott sé að skoða leiðina vel áður en lagt er af stað. Göngu- og hjólastígakerfi á höfuðborgarsvæð- inu má finna á www.borgarvefsja. is og þar er hægt að nota stiku til að mæla vegalengdir milli staða. Einn- ig er bent á að gott sé að setja sér markmið, til dæmis að hjóla tvisvar í viku í vinnuna til að byrja með og auka síðan smátt og smátt. Á vef Hjólafærni (www.hjolafa- erni.is) má finna fjölda svokallaðra korterskorta og sex mínútna korta af nokkrum sveitarfélögum lands- ins. Kortin sýna þann radíus sem má hjóla út frá á sex eða fimmtán mínútum á hverjum stað. Vefurinn hjolreidar.is inniheldur líka hafsjó af fróðleik um flest sem tengist hjól- reiðum. Heimild: www.ust.is. Notaðu hjólið Ný rannsókn bandarískra vísinda- manna bendir til þess að hand- þvottur upp úr köldu vatni drepi jafn margar bakteríur og ef notað er heitt vatn. Frá rannsókninni var greint í tímaritinu Journal of Food Protection. Vísindamenn við Rutgers háskól- ann í New Brunswick vildu kanna hvort þær leiðbeiningar sem eru í gangi í matvælageira Bandaríkj- anna um að nota þurfi heitt vatn við handþvott stæðist skoðun. Rannsóknin var gerð á 20 manns. Hendur þeirra voru þaktar bakt- eríum. Kom í ljós að þvottur upp úr 15 gráðu heitu vatni skilaði jafn hreinum höndum og þegar notað var 38 gráðu heitt vatn. Einnig kom í ljós að magn sápu hafði lítið að segja. Rannsakendur telja að þessar niðurstöður geti leitt til sparnaðar í matvælageiranum enda ódýrara að nota kalt vatn en heitt. Kaldur þvottur jafn góður Vatn er ekki óendanleg uppspretta á jörðu vorri en þeim mun dýr- mætara. Til að verða græn í vatns- notkun er gott að hafa eftirfarandi til hliðsjónar: l Notaðu stutt þvottakerfi í þvottavélinni til að vernda umhverfið, spara orku og peninga. l Láttu laga hvers kyns leka á heimilinu, hvort sem það er í pípulögnum, krönum eða í salerninu. l Farðu í stutt steypibað í stað langra sturtuferða. l Skrúfaðu fyrir vatnið þegar þú burstar tennurnar. Þeir eru fljótir að renna lítrarnir. l Skiptu yfir í minni sturtuhaus í stað stórs sem er með miklum vatnsþrýstingi. l Sjóddu bara það vatn sem þig vantar í te- eða kakóbollann. Verum græn í vatnsnotkun VELJUM MEÐ HJARTANU svanurinn.is @svanurinn Veljum Svansmerkta þjónustu og vörur sem eru framleiddar í sátt við umhverfið. Það er það minnsta sem við getum gert. 12 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . j ú n í 2 0 1 7 ÞRIÐJUDAGUR 2 0 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 F -B E D C 1 D 1 F -B D A 0 1 D 1 F -B C 6 4 1 D 1 F -B B 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.