Fréttablaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 44
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 8 2 5 1 9 R e n a u lt K a n g o o a lm e n n 5 x 2 0 j ú n í RENAULT KANGOO TIL AFGREIÐSLU STRAX Renault atvinnubílar hafa slegið í gegn með hagstæðu verði, ríkulegum búnaði og úrvali sparneytinna bensín- og dísilvéla. Komdu og reynsluaktu nýjum Kangoo og láttu sölumenn okkar gera þér tilboð í nýjan Renault atvinnubíl. www.renault.is *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m lei ða nd a um e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tri RENAULT KANGOO, DÍSIL 1,5 L. VÉL, 90 HESTÖFL Verð: 2.088.000 kr. án vsk. 2.590.000 kr. m. vsk. Eyðsla 4,3 l/100 km* Hæðir og lægðir Solstice hátíðarinnar Fréttablaðið fékk til sín nokkra viðmælendur til að meta Secret Solstice hátíðina sem fram fór um helgina og segja okkur frá hápunktunum sem og lágpunktunum. Flestir voru sammála um að hátíðin hafi verið afar vel heppnuð. Hildur söngkona Það besta var að dansa við eitthvað random teknó á Asks-sviðinu. Þar voru eiginlega bara útlendingar í skrítn- um búningum að dansa mjög mikið allan daginn þannig að manni leið eins og maður væri á útlenskum klúbbi um miðja nótt þótt klukkan væri svona 3 um dag. Það versta var að ég missti af Prin- cess Nokia af því að ég var í viðtali (bransinn sko). Sem betur fer fæ ég að sjá hana í Serbíu í júlí í staðinn. Salka Sól söng- og leikkona Það besta var fjölbreytnin í tón- listaratriðunum en þar fannst mér Rhye og Anderson Paak standa upp úr. Svo fannst mér svo gaman að sjá allt vel skreytta og fína fólkið – það býr til svo góða stemningu. Kannski var það versta að hringsóla um og finna stæði sem kannski kennir manni að taka bara strætó næst. Emmsjé Gauti rappari Það sem mér fannst standa upp úr á há- tíðinni var Big Sean. Ég er svo mikill fanboy að ég var alveg fremst hjá girðingunni og á einum tímapunkti táraðist ég smá. Ég ímynda mér að það sé svipað og þegar útlendingar mæta á Sigurrós í svona náttúrugigg. En ég var þarna að horfa á einhvern gaur segja „ass ass ass ass …“ Ég held að ég hafi tárast síðast á tónleikum árið 2007 þegar Chromeo var að spila á Gauknum. Það versta við hátíðina er að bíllinn minn er einhvers staðar í Laugar- dalnum enn þá – en það er algjört sjálfs- skaparvíti. Hátíðin var alveg frábær í ár og verður bara betri með hverju árinu. Daði Freyr tónlistarmaður Mér fannst best hvað fólkið sem kom á tón- leikana mína var yndislegt. Söng með, dansaði og var bara almennt í góðu skapi. Það var gaman. Svo var Anderson Paak líka flottur. Verst fannst mér að ég gat ekki verið alla há- tíðina, svo margt sem ég hefði viljað sjá. Steinunn Jónsdóttir rappari Mér fannst þetta best heppnaða Secret Solstice hátíðin hingað til. Ég held að það sé út af því að hátíðarsvæðið var sjúklega næs. Ég fór á færri tón- leika en ég ætlaði mér en fannst gaman að spila. Ég er þakklát fyrir að hafa rambað á Cymande því það voru bara einir bestu tónleikar sem ég hef farið á. 2 0 . j ú n í 2 0 1 7 Þ R I Ð j U D A G U R24 Lífið 2 0 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 F -B 0 0 C 1 D 1 F -A E D 0 1 D 1 F -A D 9 4 1 D 1 F -A C 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.