Fréttablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 8
Þau telja að við- byggingin rýri höfundareinkenni Guð- mundar Þórs. Einar Páll Tamimi, lögmaður dómsmál Erfingjar arkitektsins Guð- mundar Þórs Pálssonar hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna byggingar sem tengir Breiðholtssundlaug við húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Guðmundur Þór Páls- son teiknaði bæði Breiðholtslaug og íþróttahúsið við Austurberg. Líkams- ræktarstöðin var hins vegar hönnuð af Úti og Inni arkitektum og Ara Má Lúðvíkssyni arkitekt. „Þau telja að viðbyggingin rýri höf- undareinkenni Guðmundar Þórs, sem séu mjög einkennandi fyrir bygginguna að öðru leyti. Þess vegna hafi ekki verið heimilt að fara af stað með bygginguna án samþykkis en þess hafi ekki einu sinni verið leitað,“ segir Einar Páll Tamimi, lögmaður erfingjanna. Hann segir að búið sé að stefna og reiknar með að málið fari á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í haust. Erfingjar Guðmundar Þórs stefndu Reykjavíkurborg einnig vegna upp- setningar myndar eftir listamanninn Erró á súlu sem tengir saman hús- Borgin mátti setja upp verk eftir Erró Afkastamikill arkitekt Guðmundur Þór Pálsson var af- kastamikill arkitekt. Hann lést í lok árs 2001. Á meðal verka hans eru Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Fjöl- brautaskólinn í Breiðholti, þvotta- stöð, verkstæði og skrifstofu- bygging SVR, sjúkrahús Akraness, eldhús Landspítalans, sundlaug og íþróttahús við Austurberg í Breið- holti, Seljaskóli, Selásskóli, Hjalla- skóli, Laugagerðisskóli, íþróttahús Seljaskóla, íþróttahús í Grindavík, íþróttahús í Laugagerði, Foldaskóli, Hamarsskóli í Vestmannaeyjum, Íþróttamiðstöðin í Grafarvogi og Grandaskóli. næði sundlaugarinnar og íþrótta- hússins. Þau töldu að teikningin færi í bága við höfundarrétt Guðmundar Þórs. Íþróttahúsið og sundlaugin eru tengd saman með stigahúsi sem er á bogadregnum vegg. Árið 2015 setti Reykjavíkurborg upp listaverk á bogadregna vegginn. Listaverkið, sem nefnt er Frumskógardrottningin, er eftir Erró og er gert úr sérhönn- uðum keramikflísum. Áður var stiga- húsið málað í steypulit. Uppsetning verksins er hluti af átaki borgarráðs til að fjölga listaverkum í opnum rýmum í Breiðholti. Erfingjar Guðmundar Þórs segja að Reykjavíkurborg hafi ekki leitað eftir samþykki fyrir uppsetningu verksins og sendu þeir borginni bréf þar sem fram kemur það mat þeirra að upp- setning verksins sé ekki heimil. Reykjavíkurborg hafnaði því að upp- setning verksins gæti verið breyting á höfundarréttarvarinni hönnun mannvirkisins og tilkynnti erfingj- unum þá afstöðu sína. Við það sættu erfingjarnir sig ekki og höfðuðu mál. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem nýlega var kveðinn upp að erfingjarnir hafi ekki getað sýnt fram á hvaða höfundarsér- kenni byggingin eða einstakir hlutar hennar hafi sem uppsetning lista- verksins brjóti gegn. „Staðhæfing stefnenda um að brotið hafi verið gegn sæmdarrétti höfundar bygging- arinnar með því að skerða höfundar- sérkenni verksins er því ósönnuð og bera stefnendur hallann af þeim sönnunarskorti,“ segir í niðurstöðu dómsins. jonhakon@frettabladid.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæwww.volkswagen.is Nú er gaman að vera til. Volkswagen Golf GTE gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni. Raforkan dugar allt að 50 kílómetra og bensínvélin kemur sterk inn í lengri ferðum. Hann er umhverfisvænn með frábæra aksturseiginleika og fer á 7,6 sek. í 100 km/klst. Golf GTE státar af kraftmikilli hönnun og viðbótarrafdrifi sem gerir hann að afar sparneytnum tengiltvinnbíl. Komdu í reynsluakstur ef þú vilt hafa gaman af lífinu. Nýr Golf GTE. Rafmagn og bensín hafa sjaldan verið eins góð saman. Volkswagen Golf GTE verð aðeins 3.990.000 kr. Erfingjar arkitektsins sem teiknaði Breiðholts- laug hafa höfðað mál vegna tengibyggingar milli laugarinnar og húss World Class. Telja vegið að höfundarrétti föður síns. Erfingjarnir stefndu borginni einnig vegna verks eftir Erró. Verk Errós, Frumskógardrottningin, er úr keramikflísum. Áður var stigahúsið málað í steypulit. Erfingjar Guðmundar höfðuðu mál gegn borginni sem tapaðist. Nú hafa þeir aftur höfðað mál vegna viðbyggingar. Fréttablaðið/Eyþór 6 . j ú l í 2 0 1 7 F I m m T U d A G U R8 F R é T T I R ∙ F R é T T A B l A ð I ð 0 6 -0 7 -2 0 1 7 0 3 :5 2 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 3 -D 3 B 0 1 D 4 3 -D 2 7 4 1 D 4 3 -D 1 3 8 1 D 4 3 -C F F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 5 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.