Fréttablaðið - 06.07.2017, Page 14

Fréttablaðið - 06.07.2017, Page 14
Frá degi til dags Halldór Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is SKOÐUN 6 . j ú l í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R Aðgerðir innan Reykjavíkur undanfarinna ára hafa miðað að því að þróa borgina þannig að hún sé betri borg hvað almenningssamgöngur varðar. Umræður um samgöngumálin hafa dregist í hægri vinstri dilka með þeim afleiðingum að sumir, einkum hægra megin, telja sig þurfa að vera í harðri vörn fyrir einkabílinn. En að vera talsmaður öflugri almenningssamgangna er ekki hægri eða vinstri né þýðir það að maður sé á móti einkabílnum, þó vissu- lega telji ég rétt að draga úr notkun hans. ferðumst meira saman Staðreyndir málsins eru að fólksfjölgun er ör í Reykjavík og þó að allir villtustu draumar talsmanna malbiksframkvæmda myndu ganga eftir myndi það ekki draga úr umferðartöfum að neinu ráði. Tveir plús tveir verði fjórir og viti menn, lausnin er ekki að setja allt í stokka og fjölga akreinum. Ef spár um fjölgun íbúa ganga eftir verðum við að fara að ferðast meira saman ef samgöngukerfið á að ganga upp. Markmiðið er að Reykjavík verði borg með betri almenningssamgöngur. Sú sýn felur í sér skemmti- legri borgarbrag og fer saman við markmið um þéttingu byggðar. Aðgerðum í þá áttina verður því haldið áfram. Allir sem nota almenningssamgöngur vita að þær eru ekki á pari við það sem víða gerist erlendis en þær hafa batnað. Það er betra að nota hjól hér en áður og það er betra að nota strætó. aukin fjölbreytni Borgarlínan færir okkur hins vegar inn í nútímann og með henni verður til hágæðakerfi almennings- samgangna. Það þýðir að ferðatíminn í strætó getur orðið á pari við einkabílinn. Breyttar ferðavenjur eru líka betri fyrir umhverfið, efnahaginn og heilsuna. Að sama skapi ættu talsmenn einkabílsins að fagna því ef fleiri fara að nota almenningssamgöngur, það þýðir meira pláss á vegum fyrir þá. Það er ekki verið að vega mikið að einokun einkabílsins, t.d. fara nú miklir fjármunir í vegaframkvæmdir. Markmiðið er fyrst og fremst að auka fjölbreytni í samgöngum. Einokun einkabílsins Eva H. Baldursdóttir varaborgarfulltrúi og lögfræðingur Breyttar ferðavenjur eru líka betri fyrir um- hverfið, efna- haginn og heilsuna. Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Hin sann- gjarna, gagnsæja og heiðarlega leið við sölu á eignum ríkisins er að gera það í gegnum kauphöll. www.nordanfiskur.is | 430-1700 | pantanir@nordanfiskur.is Yfir 300 vörutegundir fyrir veitingastaði, mötuneyti og fyrir þig ! Samstaða gegn lúpínu Sú var tíðin að ráðherrarnir fyrr- verandi Hjörleifur Guttormsson og Björn Bjarnason tókust á í þinginu, enda pólitískt ættaðir úr gagnstæðum áttum. Á síðustu árum hafa þeir þó talað í sömu áttina í ýmsum efnum, til dæmis um Evrópusambandið. Í vikunni steig svo Hjörleifur fram á rit- völlinn og deildi hugleiðingum sínum um lúpínuna. Af skrifum Björns Bjarnasonar sem fylgdu í kjölfarið er ekki annað að skilja en að hann sé sammála Hjörleifi um að það þurfi að varast að lúpínan dreifi sér of víða. Það er víða vargur í véum og gott að sjá að ráðherrarnir fyrrverandi eru sammála um eitt og annað sem þarf að varast. Staða rektors Menntamálaráðuneytið sætir gagnrýni fyrir að hafa ekki ennþá auglýst starf rektors MR. Langþreyttir nemendur skólans ákváðu að taka málin í sínar hendur og auglýsa starfið fyrir ráðherrann í gær. Áhugasömum var bent á að senda umsóknir á netfang Kristjáns Þórs Júlíus- sonar ráðherra. Fréttablaðið hefur ekki vitneskju um hvort einhverjir hafi látið blekkjast og sent inn umsókn. Hitt er þó jafn ljóst að þrýstingurinn sem skapaðist á ráðuneytið með auglýsingunni varð ekki meiri en svo að þaðan heyrist enn ekki bofs. jonhakon@frettabladid.is R íkisstjórnin vill minnka eignarhlut ríkisins í bönkunum en í stefnuyfirlýs-ingu hennar segir að til langs tíma litið sé ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkunum.Ríkið er alltumlykjandi á fjármála- markaði en ríkissjóður á nær allt hlutafé í Landsbank- anum, á Íslandsbanka að fullu og 13 prósenta hlut í Arion banka. Í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármála- fyrirtæki sem birt var á þriðjudag koma fram þau áform stjórnvalda að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion banka en að ríkissjóður haldi eftir 35-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Það væri æskilegt ef stjórnvöld myndu nota tæki- færið áður en bankarnir verða einkavæddir til að ráðast í kerfisbreytingar á fjármálamarkaði. Hinn 1. janúar 2019 taka gildi nýjar reglur á fjármála- markaði í Bretlandi sem byggjast á tillögum nefndar Sir Johns Vickers. Reglurnar fela í sér að settar verða upp girðingar (e. ring fencing) utan um innlán spari- fjáreigenda í bönkunum. Þetta er meiriháttar breyting á bankamarkaði í Bretlandi sem mun gera hann öruggari og draga úr áhættusækni. Þetta felur í reynd í sér óbeinan aðskilnað á viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi því þarlendir bankar munu ekki getað notað innlán sparifjáreigenda í áhættusækinni starfsemi. Þetta á að tryggja að ef bankakerfið verður fyrir áföllum munu þau ekki hafa áhrif á hefðbundna viðskiptabankastarfsemi. Einhverra hluta vegna virðist það ganga illa að inn- leiða sambærilegar breytingar hér á landi. Þeir stjórn- málamenn sem vilja breyta kerfinu tala fyrir daufum eyrum. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra skilaði í síðasta mánuði skýrslu um aðskilnað fjár- festingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Hópurinn telur þrjár leiðir færar í þessum efnum en tekur ekki afstöðu til þess hver þeirra sé heppilegust. Samþjöppun á bankamarkaði hefur aukist verulega frá árinu 2008 með fækkun fjármálafyrirtækja og yfirtöku banka á innlánum sparisjóða. Samkeppnis- eftirlitið hefur þegar lýst því yfir að alvarlegar sam- keppnishindranir geti fylgt samruna bankanna. Að þessu virtu verður að telja nær útilokað að samruni einhverra þeirra yrði samþykktur af stofnuninni enda myndi það ganga í berhögg við hagsmuni neytenda. Hin sanngjarna, gagnsæja og heiðarlega leið við sölu á eignum ríkisins er að gera það í gegnum kauphöll. Mistökin sem gerð voru við einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans eftir síðustu aldamót fólust meðal annars í því að handvelja kjöl- festufjárfesta að bönkunum í stað þess að selja hluta- bréf í þeim í gegnum Kauphöll Íslands. Æskilegt væri að erlendum aðilum yrði falið að annast skráningar- ferli og verðmat á hlutabréfum ríkisins í bönkunum að þessu sinni og að eignarhlutir ríkisins yrðu seldir í nokkrum skrefum. Einkavæðing bankanna eftir síðustu aldamót olli langvinnum deilum og markaði djúp spor í þjóð- félagsumræðuna hér á landi. Það er mikilvægt að stjórnvöld dragi lærdóma af mistökum fortíðar og vandi til verka við næstu einkavæðingu. Sala bankanna 0 6 -0 7 -2 0 1 7 0 3 :5 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 3 -A 7 4 0 1 D 4 3 -A 6 0 4 1 D 4 3 -A 4 C 8 1 D 4 3 -A 3 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 5 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.