Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.07.2017, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 06.07.2017, Qupperneq 52
Skammur tími og mikil keyrsla með því erfiðasta Margir fagurkerar fylgjast nú spenntir með þættinum Blokk 925 sem snýst um tvö vinapör að taka íbúð á Ásbrú í gegn frá a til ö á afar skömmum tíma. Lífið í Fréttablaðinu fékk að yfirheyra þátt- takendurna svo lesendur geti kynnst þeim aðeins betur. Lárus Freyr Lárusson Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Það sem heillar mig mest er þegar hrár efniviður fær að njóta sín eins og steypa, stál og timbur í bland við hlýja hluti heim- ilisins. Ég hef einnig mikið dálæti á litlum hlutum sem gefa heimili svo mikið, en þá er mikilvægt að þeim sé fallega raðað upp. Hvernig er draumaheimilið þitt? Það er opið og bjart með miklu flæði þar sem alrými (eldhús, borðstofa og stofa) er hjarta hússins. Náttúruleg birta verður að spila stórt hlutverk. Hvað var það skemmtilegasta við að taka þátt í Blokk 925? Að taka allar ákvarðanirnar, hvort sem það var hönnun grunnmyndar eða val á eldhúsinnréttingu eða sturtuhaus. Glíma við og leysa vandamálin sem komu upp og sjá okkar hönnun verða að veruleika á svona stuttum tíma. En það erfiðasta? Það var ekkert eitthvað eitt sem var erfiðast, en Óli Geir Kristjánsson Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Ég myndi segja að hann væri frekar skandinavískur eins og er mjög algengt í dag hér heima, en mér finnst samt líka gaman að gera eitthvað allt öðruvísi og blanda því saman. Hvernig er draumaheimilið þitt? Draumaheimilið í dag væri lítil íbúð, svona 40-60 fermetrar, sem væri skipulögð. Hvað var það skemmtilegasta við að taka þátt í Blokk 925? Ætli það hafi ekki aðallega verið reynslan en svo kynntist maður líka helling af frábæru fólki. En það erfiðasta? Erfiðasta … ég held ég verði að segja tíminn. Hann var frekar stuttur. Hvað kom helst á óvart eftir að þið byrjuðuð að taka íbúðina í gegn? Ég held að það hafi komið mest á óvart hversu mikið er hægt að gera á stuttum tíma. Ýtti þátttakan í Blokk 925 undir framkvæmdagleðina, eða ertu kominn með nóg í bili? Já, ég held hún hafi nú bara ýtt undir framkvæmdagleðina. Ertu með eitthvert skothelt ráð fyrir það fólk sem er að fara út í framkvæmdir? Búast við því að þetta taki lengri tíma en það heldur. Hvað er fram undan hjá þér? Fram undan er starfsnám á arki- tektastofu í Danmörku. Alexandra Hlíf Jóelsdóttir Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Ég myndi segja að ég sé með mjög skandinavískan stíl en hef líka gaman af því að blanda sterkum litum við og lúmskt „furðulegum“ hlutum. Hvernig er draumaheimilið þitt? Mig dreymir um að búa einn daginn í fallegu gömlu einbýli með rósettum, stiga, svölum úr hjóna- herberginu og fallegum garði. Hvað var það skemmtilegasta við að taka þátt í Blokk 925? Að fá að takast á við eitthvað af þessari stærðargráðu og fá að gera það með bestu vinkonu minni. En það erfiðasta? Mér fannst erf- iðast hvað seinustu tvær vikurnar voru rosaleg keyrsla, datt alveg í daga þar sem ég vann stanslaust í tuttugu og eina klukkustund. Hvað kom helst á óvart eftir að þið byrjuðuð að taka íbúðina í gegn? Það var ekki margt sem kom á óvart beint en það var oft á tíðum sem manni þótti hlutirnir ekki ganga eins vel og maður hefði viljað. Ýtti þátttakan í Blokk 925 undir framkvæmdagleðina, eða ertu komin með nóg í bili? Ég myndi segja hvorugt, ég hef nokkurn veginn haldið mínu striki en hef byrjað á einu verkefni fyrir sjálfa mig frá því að þættirnir kláruðust. Ertu með eitthvert skothelt ráð fyrir það fólk sem er að fara út í framkvæmdir? Fá góða hvíld inn á milli og hafa góða mynd af því hvað þú ert að fara að gera. Hvað er fram undan hjá þér? Ég er eins og er að vinna hjá HBH sem húsgagna- smíðanemi, klára svo mjög líklega innanhússhönnunina seint á þessu ári og svo er flutningur til London snemma næsta árs til að vinna sem innanhússhönnuður og nemi í hús- gagnasmíði, svo veit ég ekkert hvað tekur við. Draumaheimilið í Dag væri lítil íbúð, Svona 40-60 fer- metrar, Sem væri Skipu- lögð. ég hef nokkurn veginn halDið mínu Striki en hef byrjað á einu verkefni fyrir Sjálfa mig frá því að þættirnir klár- uðuSt. ég hef einnig mikið Dálæti á litlum hlutum Sem gefa heimili Svo mikið, en þá er mikilvægt að þeim Sé fallega raðað upp. Guðrún Bjarnadóttir Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Ég heillast aðallega af skand- inavískum stíl. Annars finnst mér skipta miklu máli að heimilið sé notalegt, persónulegt og heillandi. Hvernig er draumaheimilið þitt? Hátt til lofts, opið og hlýlegt rými. Stór og flottur pallur þar sem maður gæti notið sín á góðum sumardögum. Hvað var það skemmtilegasta við að taka þátt í Blokk 925? Það skemmtilegasta við þáttinn var að fá að innrétta íbúð, við vinkon- urnar saman. Svo var lokadagurinn frábær þar sem öll vinnan varð að veruleika. En það erfiðasta? Mér fannst erfiðast í lokavikunni þegar það var svo mikið að gera að við vorum að fara yfir um. Við Alexandra vorum báðar í annarri vinnu á morgnana og það var erfitt að vera ekki á staðnum og þurfa að segja allt sem vantaði í gegnum síma og redda svo öllu eftir klukkan fimm. Hvað kom helst á óvart eftir að þið byrjuðuð að taka íbúðina í gegn? Það þurfti að redda ýmsum hlutum rétt í lokin, það tók smá á. Maður hélt að allt hefði gengið 100% upp en svo var ekki en það reddaðist allt með smá stressi og maður lærir af þessari reynslu. Ýtti þátttakan í Blokk 925 undir framkvæmdagleðina, eða ertu komin með nóg í bili? Ég fékk alls ekki nóg. Mér þætti gaman að hanna og gera upp íbúð aftur en í allt öðruvísi aðstæðum. Ég get til dæmis ekki beðið eftir að innrétta mína eigin íbúð. Ertu með eitthvert skothelt ráð fyrir það fólk sem er að fara út í framkvæmdir? Ekki gera neitt í flýti. Gefðu þér góðan tíma í að hugsa hvað þú vilt og hafðu nægan tíma til að framkvæma. Hvað er fram undan hjá þér? Ég er að vinna 100% vinnu og í innanhúss- hönnunarnámi. Ætla að sinna því og svo sé ég til hvað gerist eftir það. ég viðurkenni að val á húsgögnum tók alveg vel á, enda hefur IKEA endalaust vöruúrval. Hvað kom helst á óvart eftir að þið byrjuðuð að taka íbúðina í gegn? Hverfið á Ásbrú kom mér mest á óvart, hvað það hefur mikla mögu- leika til að verða flott íbúðarhverfi. Ýtti þátttakan í Blokk 925 undir fram- kvæmdagleðina, eða ertu kominn með nóg í bili? Framkvæmdir af einhverjum toga hafa alltaf verið partur af mér. Svo ef eitthvað er þá ýtti þetta ennþá meira undir þá gleði. Ertu með eitthvert skothelt ráð fyrir það fólk sem er að fara út í framkvæmdir? Átta sig á því hvað það vill fá út úr framkvæmdinni. Vanda hvar skal spara og hvar ekki. Láta ekki lítil vandamál slá sig út af laginu og hafa metnað fyrir því sem þú ert að gera. Hvað er fram undan hjá þér? Sumrinu mun ég eyða í fæðingar- orlofi með syni mínum og í vetur verð ég að vinna á arkitektastofu. 6 . j ú l í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R40 l í F I ð ∙ F R É T T A B l A ð I ð Lífið 0 6 -0 7 -2 0 1 7 0 3 :5 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 4 3 -B B 0 0 1 D 4 3 -B 9 C 4 1 D 4 3 -B 8 8 8 1 D 4 3 -B 7 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 5 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.