Fréttablaðið - 03.07.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.07.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 5 4 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 3 . j ú l Í 2 0 1 7 FrÍtt VERTU LAUS VIÐ LIÐVERKI www.artasan.is Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 Fréttablaðið í dag skoðun Guðmundur Andri skrifar um uppreist æru. 9 sport Ólafía Þórunn var grát- lega nærri því að komast í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamóti sínu. 12 tÍMaMót Bandaríski geimfarinn Charlie Duke heldur skemmti- og fræðsluviðburð fyrir börn og unglinga í salarkynnum Háskólans í Reykjavík. 14 lÍFið Páll Óskar gefur út nýja plötu í september og ætlar að skutla henni heim til aðdáenda sem panta hana fyrir miðjan júlí, hvert á land sem er. 22 plús 2 sérblöð l Fólk l  Fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Viðskipti Gríðarleg aukning hefur orðið í nýskráðum hjólhýsum hér á landi á árinu. Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu voru 430 hjólhýsi nýskráð frá janúar til júní 2017. Á sama tímabili í fyrra voru 253 hjól- hýsi nýskráð og því er um 70 pró- senta aukningu að ræða milli ára. Þegar hjólhýsaskráning náði miklum hæðum fyrir hrun voru 263 nýskráð í janúar til júní 2008, en nú voru 63 prósentum fleiri hjólhýsi skráð á tímabilinu. Dregið hefur verulega úr sölu fellihýsa síðastliðin ár. Einungis eitt var nýskráð á fyrstu sex mánuðum ársins og svipaða sögu er að segja um síðustu tvö árin. Í aðdraganda hrunsins voru fellihýsi þó verulega vinsæl og voru 411 nýskráð á fyrstu sex mánuðum ársins 2008 og 168 á síðari hluta sama árs. Þrjátíu tjaldvagnar voru nýskráðir á fyrstu sex mánuðum ársins, fjór- um fleiri en á sama tímabili í fyrra. Töluvert færri tjaldvagnar hafa verið nýskráðir síðustu ár en á tímabilinu 2008 til 2010. Arnar Barðdal, framkvæmda- stjóri Víkurverks, segist finna fyrir miklum kipp í sölu hjólhýsa. Hann skýrir dræma fellihýsasölu með því að hjólhýsin hafi einfaldlega leyst þau af hólmi. „Fellihýsasalan byrj- aði um 1994 til 1995 og það kom allt frá Ameríku. Þau urðu mjög vinsæl hérna þegar gengið var lægra. Svo þegar það hækkaði mikið hrundi þessi sala niður og hefur ekki náð að fara af stað aftur út af því að hjól- hýsin eru tekin við. Þau henta okkur miklu betur, það eru meiri þægindi og lúxus að vera í hjólhýsi en felli- hýsi.“ Hjólhýsi eru dýrari en að sögn Arnars er samt ekki mikill verð- munur á ódýrustu hjólhýsum og fellihýsum. „Hjólhýsi er hægt að fá frá 2,5 til 3 milljónum og alveg upp úr. Það er allur gangur á því hvaða verðbili hjólhýsin eru á sem seljast.“ Íslandsmet í sölu hjólhýsa Sala hjólhýsa hefur aukist um 70 prósent milli ára. Fleiri hjólhýsi voru skráð á fyrri helmingi ársins en á sama tímabili árið 2008. Fellihýsasala er nær engin. Viðskipti Jörðin Neðri-Dalur í Bisk- upstungum er komin í söluferli hjá fasteignasölunni Stakfelli og er ásett verð 1,2 milljarðar króna. Jörðin er 1.200 hektarar að stærð og er næsta jörð við Geysissvæðið í Haukadal. „Söluferlið er að hefjast af fullum þunga núna. Það er verið að kynna jörðina til útlendinga meðal ann- ars en íslenskir aðilar hafa líka sýnt henni áhuga,“ segir Böðvar Sigur- björnsson, fasteignasali hjá Stak- felli. Búið er að útbúa myndarlega sölukynningu á jörðinni á íslensku og ensku. „Það er ekkert launungar- mál að þegar svona jörð kemur í sölu við álíka náttúruundur og Geysir er þá vekur það athygli, burtséð frá landgæðum jarðarinnar sem eru gríðarleg. Hún er stór, þarna er heitt vatn, kaldavatnslind, á með silungi og laxi og Bjarnafell tilheyrir henni með sínu ótrúlega útsýni. Fyrir utan það þá liggur hún við einn fjölfarn- asta ferðamannastað landsins,“ segir Böðvar. Átta bræður eiga jörðina og munu þeir taka skika fyrir sumarbústaði sína. „Það eru þreifingar frá ýmsum aðilum. Miðað við þann fjölda fyrir- spurna myndi ekki koma á óvart ef það fæst gott verð fyrir hana. Ég myndi halda að þetta væri fyrsta milljarða jörðin. Hún er ein- stök hvað verðið varðar en hún stendur undir því,“ segir Böðvar. – bb Milljarða jörð til sölu 780 milljónir var ásett verð á Grímsstöðum á Fjöllum. Arnar segir brjálað að gera hjá Víkurverki vegna aukinnar eftir- spurnar. Fullt sé á verkstæði og mikið að gera við afhendingar. Þrátt fyrir aukna sölu virðast ekki fleiri hjólhýsi birtast á tjaldstæðum landsins. „Hjá okkur get ég ekki sagt að hafi orðið mikil aukning á slíku. En þeir sem hafa komið eru á miklu stærri hjólhýsum en áður, það er aðalbreytingin,“ segir Guðmundur Rúnar Svavarsson, sem rekur tjald- svæðið við Hraunborgir í Grímsnesi. „Það hefur verið svipað af hjól- hýsum enn sem komið er en það getur vel verið að við sjáum meira í júlí,“ segir Hrefna Sigmarsdóttir, sem rekur tjaldsvæðið í Húsafelli. saeunn@frettabladid.is 167 253 430 500 250 0 ✿ nýskráningar nýrra og notaðra hjólhýsa 2015 2016 2017 Janúar - júní hvers árs Þeir sem hafa komið eru á miklu stærri hjólhýsum en áður. Guðmundur Rúnar Svavarsson, rekstraraðili tjaldsvæðisins við Hraun- borgir í Grímsnesi Einni stærstu ferðahelgi landsins lauk hjá mörgum í bílaröð í átt til Reykjavíkur. Í röðinni mátti sjá fjölmarga bíla með ný hjólhýsi í eftirdragi, stór og smá, en þau seljast nú eins og heitar lummur. Fréttablaðið/Eyþór 0 3 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 1 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 3 C -9 8 2 0 1 D 3 C -9 6 E 4 1 D 3 C -9 5 A 8 1 D 3 C -9 4 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 2 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.