Fréttablaðið - 03.07.2017, Blaðsíða 4
Næsta vika verður
helguð því að fá öll
74 sveitarfélög landsins til að
sýna vináttu í
verki.
Hrafn Jökulsson,
upphafsmaður
Vináttu í verki
Þú getur treyst á TUDOR
Samfélag „Þetta verður eitt lang-
stærsta skátamót á Íslandi til
þessa,“ segir Hermann Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri Bandalags
íslenskra skáta, en undirbúningur
fyrir World Scout Moot, sem haldið
verður í lok júlí, er nú í fullum gangi.
Um fimm þúsund manns munu taka
þátt í mótinu, fjögur þúsund skátar
og yfir þúsund sjálfboðaliðar, þar
af 650 erlendir. Mótið er haldið í
fimmtánda sinn og hefur aldrei
verið stærra en það er fyrir 18-25
ára skáta um allan heim. Alls koma
þátttakendur frá 106 löndum.
„Heildargjaldeyristekjur fyrir
þjóðarbúið vegna mótsins eru áætl-
aðar um tveir og hálfur milljarður
króna. Einstaklingar með ævin-
týraþrá sem vilja kynnast ólíkum
menningarheimum sækja svona
mót,“ segir hann.
Hermann segir að krónan hafi
leikið mótið grátt en vonast er til
að það komi út á sléttu þrátt fyrir
styrkingu krónunnar. „Við settum
upp áætlun árið 2015. Þá var gengið
130. Þetta hefur vissulega gert okkur
erfitt fyrir eins og öllum öðrum
sem eru í ferðaþjónustu. Við eigum
marga góða samstarfsaðila sem hafa
lagt okkur lið og hefur það verið
ómetanlegt fyrir skátahreyfinguna.“
Áætlað er að skátarnir leggi fram
um 20 þúsund sjálfboðaliðavinnu-
stundir á stöðum sem þeim verður
dreift á og segir Hermann að þeir
muni meðal annars laga stíginn í
Reykjadal við Hveragerði, búa til
nestislund í Öskjuhlíð, hreinsa mýr-
lendi á Akranesi og fleira og fleira.
Íslenska ríkið hefur stutt verk-
efnið um ríflega 100 milljónir sem
hefur gert það mögulegt að stækka
mótið frá því að vera 2.000 manna
mót í Kanada árið árið 2013 í það að
vera yfir 5.000 manna mót.
„Á mótinu mætast ólíkir menn-
ingarheimar, fólk með ólík trúar-
brögð, umgengnisvenjur, matar-
venjur og fleira. Þetta er heillandi
áskorun sem íslensku skátarnir
hlakka til að mæta í ljósi þeirra
atburða sem hafa átt sér stað að
undanförnu í heiminum.“
benediktboas@365.is
Erlendir skátar koma með tvo
og hálfan milljarð til landsins
Fjölmargir koma að skipulagningu mótsins enda í mörg horn að líta og var líf og fjör þegar Fréttablaðið leit við. Tryggt
er að 36 skátar sem ekki hefðu annars efni á því geti komist með aðstoð Aurora-styrktarsjóðsins. FréTTAblAðið/Eyþór
Eitt stærsta skátamót
heims verður haldið hér
á landi eftir mánuð og
stendur undirbúningur
nú sem hæst. Um 4.000
skátar frá 106 löndum
koma hingað til lands
ásamt 650 erlendum
sjálfboðaliðum.
450 skátar
og sjálfboðaliðar
koma frá Ástralíu
360 skátar
og sjálfboðaliðar
koma frá Sviss
15 skátar og
sjálfboðaliðar koma
frá Suður-Afríku
106 þjóðir munu
senda skáta til Íslands
10 skólar verða lagðir
undir gistingu
120 rútur þarf til að
ferja skátana
60 rútur eru tryggðar
15 tonn af mjólkur-
vörum þarf
1 tonn af salati
20.000 súkkulaði-
stykki
20 mannhæðarhá
bretti af eplum og
appelsínum
230 tjöld
460 potta og pönnur
120 eldavélar
Tölur um mótið
Samfélag Stjórn Landssambands
eldri borgara hefur sent frá sér álykt-
un í kjölfar ákvörðunar kjararáðs
og kjaradóms til æðstu embættis-
manna og stjórnmálamanna. Segir
þar að Landssambandið telji að
mælirinn sé fullur. Ekki sé hægt að
sætta sig við það óréttlæti sem við-
gengst í þjóðfélaginu og mun sam-
bandið taka upp harða baráttu til
að stjórnvöld hlusti á kröfur þeirra
sem eldri eru í samfélaginu. Frá 2009
hafa eldri borgarar beðið eftir leið-
réttingu vegna sinna kjaraskerðinga
sem námu um 17 milljörðum króna.
„Það er ekki nóg með að launa-
hækkanir séu miklar, heldur eru
þær afturvirkar allt að 19 mánuðum.
Stjórnmálamenn horfa aðgerðalaus-
ir á, að með þessum ákvörðunum er
verið að mismuna fólki. Við slíkt
verður ekki unað.
Landssamband eldri borgara
bendir á að leiðréttingar og aftur-
virkni eru orð sem stjórnvöld hafa
gjörsamlega hafnað þegar eldri
borgarar eiga í hlut þrátt fyrir loforð
um að allar skerðingar frá 2009 yrðu
leiðréttar.
Landssamband eldri borgara mót-
mælir því harðlega að félögum okkar
sé refsað vinni þeir sér inn tekjur
umfram 25 þúsund krónur á mánuði.
Eftir það eru aðeins 27% af tekjunum
sem fara í veski þeirra,“ segir orðrétt
í ályktuninni. – bb
Eldri borgarar boða aðgerðir
Eldri borgarar eru ekki sáttir eftir ákvörðun kjararáðs. NordicPhoToS/GETTy
lögreglumál Mikill erill var hjá
lögreglu um helgina og voru fanga-
geymslur við Hverfisgötu fullar.
Þurfti að vista fjórtán í Hafnarfirði
aðfaranótt laugardags. Ökumenn
undir áhrifum fíkniefna voru áber-
andi í dagbók lögreglunnar. Þann-
ig var einn 17 ára stoppaður sem
reyndist einnig með fíkniefni í bíln-
um. Þurftu foreldrar hans að koma á
stöðina og sækja drenginn.
Einn velti bíl sínum við Krísu-
víkurveg en slapp með minniháttar
hrufl eins og segir í dagbókinni. Þá
ók einn á gangstéttum við Ægisíðu
og skemmdi bifreiðina áður en hann
var stöðvaður. Þá má rekja umferð-
aróhapp á Skólavörðustíg til fíkni-
efnaaksturs.
Eini allsgáði ökumaður helgarinnar
sem kemur fyrir í dagbók lögreglu er
ungur maður á bifhjóli við Hlemm.
Eftirför lögreglu endaði við Elliðaár
þar sem ökumaðurinn datt af hjólinu.
Hann slapp þó ómeiddur en hann ók
á móti einstefnu, á móti rauðu ljósi, á
gangstígum og fleira. – bb
Fíklar óku um
og ollu tjóni
14
þurfti að vista í fangageymsl-
um í Hafnarfirði.
Samfélag Orri Vigfússon, athafna-
maður og umhverfissinni, lést á
Landspítalanum á laugardag, á 75.
aldursári. Orri gegndi fjölmörgum
ábyrgðarstöðum og var áberandi í
íslensku viðskiptalífi.
Orri beitti sér fyrir uppbyggingu
Norður-Atlantshafs laxastofnsins
og var stofnandi NASF, Verndar-
sjóðs villtra laxastofna, þar sem hann
gegndi enn fremur formennsku.
Hann naut virðingar náttúru- og
umhverfissinna víða um heim og
hlaut fjölda verðlauna og viðurkenn-
inga fyrir störf sín. – hks
Orri Vigfússon
fallinn frá
Samfélag Rúmlega þrjátíu millj-
ónir króna hafa nú safnast í átakinu
Vinátta í verki en söfnunin hefur
nú staðið yfir í tólf daga. Safnað
er til styrktar íbúum í grænlenska
þorpinuu Nuugaatsiaq en flóð-
bylgja, orsökuð af berghruni, skall
á bænum 18. júní síðastliðinn.
Fjórir týndu lífi í flóðbylgjunni
og gríðarlegt eignatjón varð í Nuug-
aats iaq vegna hennar.
Forsætisráðherra Grænlands, Kim
Nielsen, hefur lýst því yfir að þorpið
verði mannlaust í ár hið minnsta
vegna hamfaranna.
„Í gær söfnuðust 600 þúsund
krónur á Flateyri en íbúar þar vildu
þakka stuðninginn sem Grænlend-
ingar sýndu í kjölfar snjóflóðanna
árið 1995,“ segir Hrafn Jökulsson,
upphafsmaður Vináttu í verki. Vika
er síðan Hrafn hóf að safna.
„Næsta vika verður helguð því að
fá öll 74 sveitarfélög landsins til að
sýna vináttu í verki,“ segir hann.
Hrafn segir að það liggi ekki fyrir
hvenær söfnuninni ljúki. Hún muni
halda áfram út þessa viku og lengur,
ef þörf krefur, til að ná 50 milljóna
króna markinu sem sett var í upp-
hafi. „Peningarnir eru samt auka-
atriði. Vináttan er það sem mestu
máli skiptir,“ segir Hrafn.
Hann segir einnig óvíst hvernig
fénu verði komið til Grænlands
enda óvissa um til hvaða aðgerða
stjórnvöld ytra ætli að grípa.
„En það er alveg ljóst að hver
króna sem safnast mun renna til
fórnarlambanna. Það verður gert í
samráði við fólkið sjálft og hjálpar-
samtök á svæðinu,“ segir Hrafn. – jóe
Reikningsnúmer landssöfnunarinnar
0334-26-056200, kennitala 450670-0499
Yfir 30 milljónir króna safnast til styrktar Nuugaatsiaq
3 . j ú l í 2 0 1 7 m á N u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
0
3
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:1
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
3
C
-B
0
D
0
1
D
3
C
-A
F
9
4
1
D
3
C
-A
E
5
8
1
D
3
C
-A
D
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
2
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K