Fréttablaðið - 03.07.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.07.2017, Blaðsíða 6
Rauðagerði 25 - 108 Reykjavík Sími: 517 0900 / 777 1901 www.kaelivirkni.is VIÐHALD OG VIÐGERÐIR Á KÆLI- OG FRYSTIKERFUM VIÐ SJÁUM UM Þjónustumiðstöð tónlistarfólks ALLT FYRIR HEIMILIÐ Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri trúfélög Oddur Einarsson, fram- kvæmdastjóri kirkjuráðs, segir Stórólfshvolssókn ekki hafa fengið áður ákveðin framlög til að byggja nýja kirkju vegna þess að skilyrðum fyrir því hafi ekki verið mætt. Stórólfshvolssókn hefur stefnt þjóðkirkjunni vegna samtals 90 milljóna króna fjárframlaga, sem kirkjuráð samþykkti á árinu 2011 að veita til byggingar nýrrar kirkju í sókninni,  sem ekki skiluðu sér nema að mjög litlu leyti eins og fram kom í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag. Oddur segir málið í grunninn vera afskaplega einfalt. Jöfnunarsjóði sókna sé óheimilt að styrkja kirkju- byggingar nema þremur skilyrðum sé fullnægt. „Stórólfshvolssókn hefur ekki tekist að uppfylla þessi skilyrði og þar með er kirkjuráði ekki heimilt að styrkja bygginguna. Þetta hefur sóknarnefndinni og byggingar- nefndinni verið tilkynnt árlega af starfsmanni Jöfnunarsjóðs en hún neitar að horfast í augu við þessar staðreyndir,“ segir Oddur. Séra Halldór Gunnarsson, fyrrver- andi sóknarprestur í Holti og nú for- maður byggingarnefndar Stórólfs- hvolssóknar, gagnrýndi framgöngu þjóðkirkjunnar í málinu harðlega í áðurnefndri frétt Fréttablaðsins. „Það er algerlega með ólíkindum hvernig kirkjuráð hefur hagað sér í þessu máli,“ sagði Halldór meðal annars. „Það hlálegasta við málið er að formaður byggingarnefndarinnar, Halldór Gunnarsson, sat í kirkju- ráði þegar þessar reglur um skilyrði úthlutana styrkja úr Jöfnunarsjóði sókna voru samdar,“ segir Oddur Einarsson. Þau þrjú skilyrði, sem Oddur segir að uppfylla þurfi til að fá styrki til kirkjubygginga úr Jöfnunarsjóði, eru eftirfarandi: Að fyrir liggi þarfagreining sókn- arinnar, þarfir þar hæfilega metnar og kirkjuráð samþykki hana. Að fyrir liggi fjármögnunaráætlun þar sem heildarfjármögnun sé tryggð með skuldbindandi yfirlýsingum allra sem að verkefninu koma. Að fyrir liggi rekstraráætlun þar sem sýnt sé fram á getu safnaðarins til að standa undir rekstri mannvirkis- ins.  gar@frettabladid.is Segja sér óheimilt að styrkja kirkjubyggingu Framkvæmdastjóri kirkjuráðs segir forsvarsmenn Stórólfshvolssóknar ekki horfast í augu við að skilyrði til að fá fé úr jöfnunarsjóði sókna vegna kirkju- byggingar séu ekki uppfyllt. Málið sé í grunninn afskaplega einfalt. Kaka handa leiðtoga Tíbeskur munkur sker fyrstu sneiðina úr afmælisköku Dalai Lama en hinn andlegi leiðtogi Tíbeta varð 82 ára gamall í gær. Veislan sjálf var haldin í Taípei, höfuðborg Taívan, en Dalai Lama hefur búið í útlegð frá árinu 1959. Þá réðust kínversk stjórnvöld gegn íbúum Tíbet sem vildu sjálfstæði frá landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Oddur Einarsson, framkvæmda- stjóri Kirkjuráðs 3 . j ú l í 2 0 1 7 M Á N U D A g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð 0 3 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 C -C 4 9 0 1 D 3 C -C 3 5 4 1 D 3 C -C 2 1 8 1 D 3 C -C 0 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.