Fréttablaðið - 03.07.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.07.2017, Blaðsíða 12
Þór/KA fer í EM-fríið í Pepsi-deild kvenna með sex stiga forskot 0-1 Sandra Mayor hefur verið óstöðvandi í sumar og skoraði bæði mörkin gegn Blikum. Hér er hún komin fram hjá Sonný Láru í marki Blika og gerir sig klára í að setja boltann í tómt markið og koma norðanstúlkum yfir í leiknum. Fréttablaðið/eyþór ÍbV - Valur 3-1 0-1 Sóley Guðmundsdóttir, sjm (14.), 1-1 Laufey Björnsdóttir, sjm (20.), 2-1 Cloé Lacasse (57.), 3-1 Cloé Lacasse (59.). Haukar - Grindavík 1-2 1-0 Marjani Hing-Glover (13.), 1-1 Rilany Da Silva (43.), 1-2 Berglind Ósk Kristjánsdóttir (58.). breiðablik - þór/Ka 1-2 0-1 Sandra Stephany Mayor (37.), 1-1 Rakel Hönnudóttir (51.), 1-2 Sandra Mayor (86.). Pepsi-deild kvenna Nýjast FélaG l U J t MÖrK S þór/Ka 11 10 1 0 25-5 31 Stjarnan 11 8 1 2 30-10 25 ÍbV 11 8 1 2 23-9 25 breiðablik 11 8 0 3 27-6 24 Valur 11 6 1 4 27-13 19 FH 10 4 0 6 11-17 12 Grindavík 11 4 0 7 10-30 12 Kr 11 2 0 9 7-27 6 Fylkir 10 1 1 8 5-22 4 Haukar 11 0 1 10 6-32 1 Víkingur r. - ÍbV 1-2 1-0 Ivica Jovanovic (24.), 1-1 Alvaro Montejo Calleja (36.), 1-2 Arnór Gauti Ragnarsson (87.). Stjarnan - Kr 3-2 1-0 Hilmar Árni Halldórsson (1.), 1-1 Óskar Örn Hauksson (20.), 2-1 Hilmar Árni Hall- dórsson (39.), 2-2 Tobias Thomsen (74.), 3-2 Guðjón Baldvinsson (90.+4). borgunarbikar karla Í dag Sjónvarp: 19.45 breiðablik - FH Sport 22.00 borgunarmörkin Sport leikir: 19.15 leiknir r. - Ía Borgunarbikar 19.15 þróttur - Fylkir Inkasso-deild 20.00 breiðablik - FH Pepsi karla dagný í byrjunarliðinu dagný brynjarsdóttir var í byrjun- arliði Portland Thorns sem tapaði 2-0 fyrir Seattle reign í bandarísku kvennadeildinni um helgina. Þetta var þriðja tap Portland í síðustu fjórum leikjum. liðið er í 5. sæti deildarinnar með 18 stig, sex stigum á eftir toppliði north Carolina Courage. dagný hefur verið í byrjunar- liðinu í síðustu tveimur leikjum Portland. Hún er sem kunnugt er að komast aftur á ferðina eftir erfið meiðsli. dagný, sem er á sínu öðru tíma- bili hjá Portland, hefur komið við sögu í fjórum leikjum á tímabilinu. leikurinn í nótt var sá fyrsti í sumar þar sem hún spilar allar 90 mínúturnar. dröfn í STað HafdíSar dröfn Haraldsdóttir handbolta- markvörður er gengin í raðir Stjörnunnar frá Val. dröfn, sem er 26 ára, hefur einn- ig leikið með íbV, fH, HK og ír. dröfn hefur leikið níu a-lands- leiki og var í íslenska hópnum sem fór á EM 2012 í Serbíu. dröfn kemur til með að fylla skarð Hafdísar renötudóttur sem er farin til SönderjyskE í dan- mörku. Þá hefur Solveig lára Kjærne- sted framlengt samning sinn við Stjörnuna um eitt ár. golf „Mér fannst ég spila mjög vel og höndla allar aðstæðurnar nokkuð vel. Völlurinn var auðvitað mjög erfiður þar sem þetta var risamót,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir en hún var enn í Chicago í gær og búin að jafna sig eftir vonbrigðin yfir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurðinn á Pga-meistara- mótinu. fyrsta risamót sem íslenskur kylfingur tekur þátt í og okkar kona var grátlega nálægt því að komast áfram. Hún nældi í þrjá fugla í röð og var í góðri stöðu er aðeins sjö holur voru eftir. Þá fór allt að ganga á afturfótunum hjá henni. Hún fékk fjóra skolla í röð og spilaði sig með því út úr mótinu. ekki nógu dugleg að borða „Það var mjög svekkjandi. Ég var ekki nógu dugleg að borða og fatt- aði ekki hversu svöng ég var. Það féll svolítið blóðsykurinn hjá mér og það hefur áhrif á allt. Þetta voru alger byrjendamistök,“ segir Ólafía sem er alltaf að læra og bæta sig. „Maður er búinn að eyða allri orkunni í að berjast og berjast. Eðli- lega er það því svekkjandi að ná ekki að komast áfram. Þegar blóð- sykurinn fellur svona fer maður úr flæðinu sínu og þarf að þvinga hluti. Ég er alltaf með ákveðið kerfi hvern- ig ég slæ og ég fer að sleppa skrefum þar og annað í þeim dúr. Þetta eru hlutir sem skipta máli og einbeiting verður ekki nógu góð.“ Mótið var svolítið upp og niður hjá Ólafíu en hún sá það að á góðum degi getur hún svo sannarlega staðið í þeim allra bestu. Vantaði smá heppni „Ef ég hefði verið smá heppin þá hefði ég verið með um helgina. Þetta var samt mjög gaman. frábær umgjörð hérna og virkilega gaman að vera á stórmóti,“ segir Ólafía en hún þurfti að sinna meiri fjölmiðla- vinnu og mæta á viðburði í aðdrag- anda mótsins. Miklu meira umstang en venjulega. Hvernig gekk henni að glíma við það? „Það er minni tími til að hvílast þegar staðan er svona. Ég fékk dagskrána frá umboðsmanninum mínum viku fyrir mótið og ég vissi hvað ég væri að fara út í. Ég var því ekkert að láta þetta pirra mig neitt og fannst þetta bara gaman.“ Ólafía Þórunn tekur öllu sem hún er að upplifa með stóískri ró. Hún endurskrifar íslenska golfsögu hvað eftir annað og virðist njóta sín í þessu nýja umhverfi sínu. Gafst aldrei upp „Ég er mjög stolt af sjálfri mér. Ég gafst aldrei upp þó svo það gæfi á bátinn. Ég var stundum reið á hringnum en komst svo alltaf yfir reiðina og hélt áfram. Þetta er ekki síðasta risamótið mitt. Þetta er bara byrjunin. Maður er alltaf að læra mikið og í erfiðu aðstæðunum læri ég mest. Ég lít á hlutina þannig að ég geti bara bætt mig.“ að taka þátt í lPga-mótaröð- inni er mikið ferðatöskulíf. Það er flakkað á milli móta og næsta mót hjá Ólafíu hefst næsta fimmtudag. Hún ætlar að slaka aðeins á áður en hún keyrir yfir á það mót. alltaf sömu fötin „Við ætlum aðeins að túristast í Chi- cago og svo er fjögurra tíma keyrsla á næsta stað. í gær fórum við í þvotta- hús að þrífa og maður er alltaf með sömu fötin. Það verður flott að kom- ast heim og geta skipt þessum fötum út. Ég kemst kannski heim í júlí en í síðasta lagi í ágúst. Það verður gott,“ segir Ólafía Þórunn. henry@frettabladid.is Er mjög stolt af sjálfri mér Ólafía Þórunn Kristinsdóttir braut enn og aftur blað í íslenskri golfsögu er hún varð fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt í risamóti. Hún var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn. ólafía þórunn leyfði sér að brosa á hringnum er vel gekk. Sérstaklega er hún fékk þrjá fugla í röð en þá var hún í frábærri stöðu. NordicPHotoS/Getty Ég gafst aldrei upp þó svo það gæfi á bátinn. Ég var stundum reið á hringnum en komst svo alltaf yfir reiðina og hélt áfram. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 3 . j ú l í 2 0 1 7 M Á N U D A g U R12 S p o R t ∙ f R É t t A B l A ð i ð sport 0 3 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :1 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 3 C -A 6 F 0 1 D 3 C -A 5 B 4 1 D 3 C -A 4 7 8 1 D 3 C -A 3 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 2 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.