Fréttablaðið - 03.07.2017, Blaðsíða 2
Ég hugsaði pínu um
það hvernig yrði
tekið í það að kona væri að
opna veiði-
verslun en ég
hef ekki
fundið fyrir
neinu.
Valgerður Árnadóttir
UP!LAGÐUR
Við látum framtíðina rætast.
Nýr up! frá aðeins
1.790.000 kr.
Veður
Suðvestlæg átt á landinu á morgun
og yfirleitt fremur hægur vindur.
Víða skúrir en rigning með köflum
sjá síðu 16
Svifu um á kústum í adna Harry Potter
Reglulega hittast félagsmenn í quidditch-félaginu Reykjavík Ragnarök til að leika hina rammgöldróttu íþrótt. Einn slíkur leikur fór fram á Klambra-
túni í gær en í síðustu viku voru liðin tuttugu ár frá útgáfu fyrstu bókarinnar um einn besti leitara sem þekkist, galdrastrákinn Harry Potter. Engum
sögum fer af því hver gómaði gullnu eldinguna, hvort einhver hafi orðið fyrir rotara eða fallið af Nimbusnum sínum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
ORKuMáL Sérstakur auðlindarentu-
skattur að norskri fyrirmynd gæti
skilað ríkissjóði um sjö milljörðum
króna, að því er fram kemur í svari
Benedikts Jóhannessonar, fjármála-
og efnahagsráðherra, við fyrirspurn
Oddnýjar G. Harðardóttur, þing-
manns Samfylkingarinnar.
Skatturinn, sem leggst á virkjanir
raforkufyrirtækja, er 34,3 prósent
af sérstökum skattstofni sem reikn-
aður er fyrir hverja virkjun fyrir sig.
Er skatturinn aðeins lagður á þær
virkjanir sem eru með uppsett afl
meira en 8 megavött.
Tekið er fram að matið á tekjum
ríkissjóðs af umræddum skatti sé
aðeins gróf nálgun. Afla þurfi mun
ítarlegri gagna.
Oddný segir að Íslendingar ættu
að læra af Norðmönnum í auðlinda-
málum. – kij
Rentuskattur
gæti skilað sjö
milljörðum
ReyKjavíK Leikskólagjöld í Reykjavík
lækkuðu frá og með mánaðamótum.
Lækkunin nemur um 150 milljónum
króna á ársgrundvelli og mun því
verða um 75 milljónir króna á þessu
ári. Tæplega 17 prósenta lækkun
verður á dvalargjaldi.
Fram kemur í fundargerð borgar-
ráðs að tillagan um lækkunina
hafi verið samþykkt með fjórum
atkvæðum gegn tveimur. Borgar-
ráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknar og flugvallavina greiddu
atkvæði gegn lækkun.
„Við teljum að þetta sé ekki til bóta
fyrir leikskólana eða þjónustuna.
Leikskólastarfsfólk hefur verið að
kvarta undan vanbúnaði og lélegum
mat og öðru. Við teljum það ekki til
hagsbóta fyrir fjölskyldur í borginni,“
segir Áslaug María Friðriksdóttir,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hún telur að það hafi verið krafa
Vinstri grænna við meirihlutamynd-
un að lækka gjöldin.
„Þetta er síðasti punkturinn í að
mótmæla þessu, við komumst ekki
lengra með það. Við viljum bara
benda á: Af hverju að lækka gjöldin
og gera nauðsynlegt kerfi fyrir for-
eldra og Reykvíkinga ennþá meira
vanbúið en það er? Af hverju telja
vinstriflokkarnir í Reykjavík að það
sé nauðsynlegt?
Nú eru laun að hækka og sam-
félagið kallar ekki á það að leikskóla-
gjöld séu lækkuð. Mér finnst þetta
líka vitlaust miðað við aðstæður,“
segir Áslaug. – sg
Vitlaust að lækka gjöld
veRsLun Lítil krúttleg veiðibúð varð
skyndilega örlítið stærri en hug-
myndin var upphaflega. Stofnandi
verslunarinnar segir að planið hafi
verið að koma í veg fyrir leiðinlega
upplifun veiðimanna hér á landi.
„Það koma oft veiðimenn hingað
til lands með flugur sem þeir hafa
kannski notað í Kanada og Skot-
landi en þær virka ekki hérna. Þeir
hafa kannski ekki hugsað út í hvað
gengur hérna,“ segir Valgerður
Árnadóttir, stofnandi verslunar-
innar LittleFishBoutique.net.
Til að bregðast við þessu hefur
Valgerður sett saman flugupakka
sem henta vel fyrir vinsælar veiðiár
hér á landi. Þeir eru samsettir með
það í huga að til séu pakkar sem
henta hvenær sem er. Það getur til
dæmis verið mismunandi hvað fisk-
urinn tekur eftir tíma sumars, veðr-
áttu og svo framvegis. Þá getur ein
fluga hentað í einni á meðan hún
reynist næsta gagnslaus í næstu.
Tillögurnar að samsetningu
pakkanna hefur hún fengið frá fólki
sem er sérfræðingar í hverri á fyrir
sig.
„Ég hef séð það gerast of oft að
menn koma hingað, hafa hlakkað
lengi til, og lenda síðan í því að
hlutur sem þessi skemmir fyrir
þeim ferðina. Hugmyndin var að
sporna við því að slíkar aðstæður
komi upp, að ferðin verði vonbrigði
út af hlut sem þessum,“ segir hún.
Verslunin hefur farið vel af stað
en þar eru í boði pakkar fyrir
margar af helstu veiðiám landsins.
Auk þess er þar að finna pakka sem
settir hafa verið saman fyrir ár í
Rússlandi, Noregi og á Grænlandi.
„Verslunin er á netinu. Við höfum
sent í veiðihús eða á hótelið sem
menn gista á. Það hentar mönnum
oft betur að þurfa ekki að spá í það
hvort það sé opið eður ei.“
Valgerður hefur lifað og hrærst
í veiðiheiminum lengi. Fyrir um
þremur áratugum stofnuðu for-
eldrar hennar veiðiferðaskrifstofu
og hefur hún verið með veiðidellu
frá því hún var barn að aldri. Veiði
hefur haft þann stimpil á sér í gegn-
um tíðina að vera karlasport.
„Ég hugsaði pínu um það hvern-
ig yrði tekið í það að kona væri að
opna veiðiverslun en ég hef ekki
fundið fyrir neinu. Kannski myndu
menn setja út á það ef ég væri að
fylla fluguboxin þeirra af bleikum
og fjólubláum flugum,“ segir hún og
hlær. johannoli@frettabladid.is
Sérstakir flugupakkar
fyrir hverja á fyrir sig
Hugmyndin með Litlu veiðibúðinni var að reyna að koma í veg fyrir að notkun
á vitlausum flugum eyðilegði veiðiferðir hingað til lands. Stofnandinn segist of
oft hafa orðið vitni að því að rangt val skemmi ferðir í laxveiðiár hér á landi.
Valgerður Árnadóttir með lax í vel lukkaðri veiðiferð. Hún segir að það gerist
of oft að vitlaust val á veiðiflugum eyðileggi fyrir fólki utan úr heimi.
Nú eru laun að
hækka og sam-
félagið kallar ekki á það að
leikskólagjöld séu lækkuð.
Mér finnst þetta líka vitlaust
miðað við aðstæður.
Áslaug María Friðriksdóttir,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
3 . j ú L í 2 0 1 7 M á n u D a G u R2 f R é t t i R ∙ f R é t t a B L a ð i ð
0
3
-0
7
-2
0
1
7
0
4
:1
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
3
C
-9
D
1
0
1
D
3
C
-9
B
D
4
1
D
3
C
-9
A
9
8
1
D
3
C
-9
9
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
2
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K