Norðurslóð - 12.12.2013, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 12.12.2013, Blaðsíða 3
Norðurslóð - 3 Villi á Karlsá og hljómsveitir á Dalvík í den Brynjar Friðleifs tók þessa mynd á grímudansleik. Hljómsveitin Armenn frá vinstri Jóltann Antons, Atli Rafn, GunnarJónsson, Heiðar Arna og Kári Gestsson viðpíanóið. Villi á Karsá er á bakvið Heiðar og sést ekki. Ahorfendur eru upp á senunni í Ungó og er hœgt að þekkja ýmis andlit þar. HaukurA ntons tók þessa mynd sumarið 1963 og kallast hún Sjaddaramyndin. Uppstillingin er eins og á nynd sem til var af The Shadows. Frá vinstri Kári Gestsson, Jóhann Antonsson, Gunnar Jónsson, Atli Rafn Kristinsson og Friðrik Danielsson. Heimir Kristinsson tók þessa mynd 1963 afVHla á Karlsá með nikkuna. r nóvemberblaði Norðurslóðar 2013 skrifar Atli Rafn Kristinsson minningargrein um Vilhelm Guðmundsson frá Karlsá og rifjar upp samskipti þeirra meðal annars í hljómsveitarbransanum hér á árum áður. Vilhelm eða Villi á Karlsá, en það var nafnið sem menn þekktu hér á þeim tíma, var aðalmaður í starfi hljómsveita hér á Dalvík á sjötta og sjöunda áratugunum. I jólablaði Norðurslóðar 1991 rifjaði ég upp sögu hljómsveita hér undir fyrirsögninni „Þau létu dansinn duna“. 1 upphafi er sagt frá ýmsum sem spiluðu á harmonikku fyrri hluta 20. aldar. Þegar Villi er nefndur til sögunnar um miðjan sjötta áratuginn hafði verið sagt frá tríói sem starfaði og hét IRA það eru upphafsstafir í nöfnum þeirra sem skipuðu tríóið Ingólfur Jónsson, Reynald Jónsson og Amar Sigtýsson. Grípum hér niður í frásögnina frá 1991: „ Vilhehn Guðmundsson (Villi á Karlsá) sem lengi var viðloða hljómsveitir spilaði einn á nikku á þessum árum, en 1957 er hann farinn að spila með tríóinu (IRA) sem fjórði maður en Arnar hœtti þá fljótlega og til varð nýtt tríó, Tónatríóið. Það skipuðu í fyrstu Villi með harmonikku, sem fyrr var Ingólfur á píanó og Reinald á trommur. “ Blásið í horn Fljótlega eftir að Tónatríóið varð til útbjó Haraldur Guðmundsson rafvirki fýrir þá magnara til að hægt væri að gera söngkerfi. Villi var söngvarinn. Árið 1959 hætti Reinald og Siggi bróðir hans tók við trommunum. Það ár keypti Villi saxafón. Hann fékk gripinn um miðja viku og var farinn að spila nokkur lög á hann á balli helgina eftir. Ymsum þótti skondið að dansa eftir tónist frá blásturshljóðfæri. Á fyrsta ballinu kom einn af gömlu kynslóðinni, Halldór Sigfússon (Dóri Sikk) og bað Villa „að spila meira á homið þama“. Yngri kynslóðin kunni þessu vel og lagaval hljómsveitarinnar breyttist með fjölbreyttari möguleikum. Fyrsta lagið sem Villi spilaði á saxafóninn var Red river rock, en vafalítið er Bona sera eftirminnilegasta lagið sem Villi söng og spilaði jafnframt að hluta til á saxafóninn. Stundum klappað upp Um 1960 em rafmagnsgítarar að ryðja sér til rúms. Jóhann Tryggvason í Þórshamri átti ágætan gítar og spilaði a.m.k. einu sinni á hann með Tónatríóinu. Líklega er Never on Sunday fyrsta lagið sem spilað er á gítar í hljómsveit hér, en það gerði Jóhann um 1960. Jóhann Daníelsson var einnig með gítar um tíma og söng með þeim og hætti þá hljómsveitin að vera eða heita tríó heldur var nafnið Tónar notað. Jóhann Dan. notaði gítarinn eins og bassa með því að slá á neðsta strenginn. Minnisstæðasta lagið á þessum tíma er án efa Nótt í Moskvu sem Jóhann Dan. söng við mikinn fögnuð. Þegar söngur fór að þróast olli stundum erfiðleikum að textar voru illfáanlegir. Ingólfúr Jónsson samdi hins vegar söngtexta þegar mikið lá við svo slík vandræði háðu starfi hljómsveitarinnar lítið. Tónar störfúðu hér allt til ársins 1964. Undir það síðasta var Gunnar Friðriksson farinn að slá gítar með þeim.“ Þrátt fyrir nokkra leit hefur ekki hafst upp á mynd af Tónatríóinu. Eg auglýsti eftir myndum í blaðinu 1991 og geri það aftur nú. Það er ekki gott að segja til um það af hverju Tónatríóið eða Tónar hættu starfsemi á þessum tíma en einhverjir af þeim sem tóku þátt þar voru fluttir af staðnum eða í vinnu um lengri eða skemmri tíma utan byggðarlagsins. Af þeim sem voru i Tónum var eingöngu Villi sem hélt áfram í hljómsveit á næstu árum. Ingólfur var í hljómsveit allmörgum árum seinna. En áfram með það sem var að gerast á sjöunda áratugnum, um það segir í greininni frá 1991: „Enn urðu kynslóðaskipti í hljómsveitabransanum. Á skóla- skemmtunárið 1961 ákváðu nokkrir strákar á aldrinum 12 - 15 ára að rétt væri að stofna hljómsveit. Þá um veturinn voru þeir byrjaðir að spila á kvöldvökum í skólanum. í fyrstu var þetta sextett og hlaut nafnið AA sextettinn (eins og KK sextettinn). I hljómsveitinni voru Kári Gestsson á píanó, Atli Rafn Kristinsson og Friðrik Daníelsson á gítara, Gunnar Jónsson á saxafón, Jóhann Antonsson á trommur og Haukur Antonsson á harmonikku. Þó hannonikkan gegndi lykilhlutverki í fyrsta laginu sem hljómsveitin lék, sem var Michael rode datt hún fljótlega út. Á nokkrum kvöldvökum söng Gunnar Stefánsson með hljómsveitinni. Hljóðfærin voru nokkuð frumstæð. Gítarleikararnir notuðust við útvarp heimanað frá sér sem magnara og trommur voru að hluta til heimasmíðaðar. Þó var gamla bassatromman frá „negrakvartettinum" enn notuð, en það var skemmtiatriði sem gekk á milli 1930 og 40. Uppáskrifað af Kristjáni hreppstjóra Smátt og smátt eignuðust menn frambærileg hljóðfæri og hljómsveitinn tók á sig blæ miðað við tíðarandann. The Shadows urðu fyrirmyndin til að byrja með og þá var ekkert pláss fyrir harmonikkuna. Á fýrsta opinbera dansleiknum sem hljómsveitin spilaði á hafði hún hlotið nafnið Mánar. Hljóðfæraleikaramir voru það ungir að foreldrar þeirra þurftu að gefa skriflegt leyfi sem Kristján hreppstjóri skrifaði síðan uppá svo þeir gætu verið á böllunum. Kári sem var yngstur þurfti á slíkri undanþágu að halda allt til ársins 1965. Veturinn 1962 - 63 tók Guðlaugur Arason við trommunum en Jóhann byrjaði síðan aftur um vorið. Eftir að Tónar hættu á árinu 1964 kemur Villi á Karlsá til liðs við Mána en Friðrik Daníelsson hættir. Á þessum tíma var starfandi fræg hljómsveit á Selfossi sem hét Mánar. Það þótti ekki gott að vera með tvær hljómsveitir með sama nafni og varð úr að hljómsveitn hér tók upp nýtt nafn, nafnið Ármenn. Enginn söngvari var með hljómsveitinni þar til Villi kemur til liðs við hana. Síðar bættist Heiðar í Staðarhóli í hópinn og söng með hljómsveitinni um tveggja ára skeið. Líklega minnast flestir helst tilþrifa Heiðars í laginu House of the Rising Sun. Mannabreytingar - meiri söngur Hljómsveitin starfaði mest um sumarið og síðan um jól og áramót. Árin sem Ármenn störfuðu voru blómatími bítlatón 1 istar en hljóðfæraskipan og aðrar aðstæður gerðu það að verkum að Bítlamir sjálfir voru aldrei bein fyrirmynd. Síðast spiluðu Ármenn um jól og áramótin 1969-1970. Þrír meðlimir voru með allan tímann; Vilhelm Guðmundsson á saxafón, hljómborð og harmonikku, Kári Gestsson á hljómborð, bassa og píanó og Jóhann Antonsson á trommur. Tveir saxafónar voru í upphafi á meðan Gunnar Jónsson var í hljómsveitinni. Var oft góður „swingur" þegar Villi og Gunni blésu báðir. Atli Rafn Kristinsson var á gítar allt til 1967. Aðrir sem vom í hljómsveitinni um lengri eða skemmri tíma voru Júlíus Jónasson, Páll Gestsson og Rúnar Rósmundsson sem spiluðu á gítar. Um tíma sungu Sólveig Hjálmarsdóttir og Sigvaldi Júlíusson með Ármönnum. Eins og áður segir hættu Ármenn 1970.“ Villi flutti frá Karlsá til Reykjavíkur á svipuðum tíma og Ármenn hættu að spila. Þar tók hann þátt í að stofna hljomsveitir sem spiluðu fýrir dansi víða um land en ekki er aðstaða til að rekja þá sögu hér. Villi var án efa einn fremsti harmonikkuleikari landsins þegar hann var upp á sitt besta. Að mínu mati var hann í flokki með Gretti Bjömssyni og Reyni Jónassyni sem voru stærstu nöfnin í harmonikkudanstónlist á árum áður. Dalvíkingar nær og fjær! Lionsklúbburinn Sunna býður fallegar jólaskreytingar á leiði. Verð á skreytingu er 2000 kr. Fyrir brottflutta tökum við að okkur að setja skreytingarnar á leiðin gegn vægu gjaldi. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við undirritaðar sem taka pantanir og gefa allar upplýsingar fyrir 15. desem- ber. Rósa Þorgilsdóttir S: 895-7913 Hólmfríður Jónsdóttir S: 862-0140 Með jólakveðju Lionsklúbburinn Sunna Dalvík Starfsfólk Bóka- og skjala- safns Dalvíkurbyggðar sendir öllum íbúum sveitarfélagsins sínar bestu jóla- og nýárkveðjur og þakkar samskiptin á liðnu ári. Um leið viljum við minna á að bókasafnið er lokað á aðfangadag og gamlársdag.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.