Norðurslóð - 12.12.2013, Blaðsíða 10

Norðurslóð - 12.12.2013, Blaðsíða 10
10 - Norðurslóð Urtíningsferð til Olafsfjarðar 1. október 1946 Sveinn B. Ólafsson r kveðið var um leið og gangnaseðill var útbúinn, hversu mörg dagsverk hvert býli ætti að leggja til við haustsmöl un á landareign sinni og ti 1 viðbótar hvaða bæir ættu að leggja til dagsverk til að sækja sauðfé til Ólafsijarðar, sem farið hafði yfir ljallgarðinn yfir sumarið. Aldrei fóru færri en 3 menn í þessar ferðir og allt upp í 7 menn, ef færð var ekki góð og veður tvísýnt. Reykjaheiðin getur verið erfið yfirferðar. Þessar ferðir voru þannig skipulagðar, að farið var til Olafsfjarðar á réttardegi Ólafsfirðinga og var þá allt fé sem smalaðist komið til rétta. í þessa tilteknu úrtíningsferð var ákveðið að leggja af stað kl. 4 að morgni þriðjudaginn 1. október 1946 frá Syðra-Holti. Kvöldið áður var nesti komið fyrir í hnakktösku, sem fest var aftan á hnakkinn með ólum og þar ofan á einhver skjólföt, sem reyndar var ekki mikið til af. Helgafell, Syðra-Holt og Ytra- Holt áttu að leggja til 1 dagsverk (einn mann) hvert býli. Við sem fórum í þessa ferð voru: Sigurður Sigurðsson, bóndi frá Helgafelli, ég undirritaður frá Syðra-Holti og Valtýr Jóhannesson bóndi frá Ytra- Holti. Voru nú allir ferðbúnir, sest var á bak og hestamir brokkuðu niður brekkuna að brúnni yfir ána við Syðra-Holt. Við fórum ekki hratt þar sem löng og ströng leið var fyrir höndum. Fórum fetið heimtröðina að Böggvisstöðum þar sem stefnan var tekin til fjalls. Reykjaheiði var nokkuð fjölfarinn fjallvegur á milli Svarfaðardals og Ólafsfjarðar á fyrri tíð, en einnig voru og eru fleiri leiðir færar milli þessara landshluta. Eg var sendur í þessar ferðir ásamt fleirum þrisvar eða ljórum sinnum og fengum við ýmist góð og vond veður og man ég að eitt sinn var svo mikil ófærð og hríð, að við hringdum og báðum um mannskap á móti okkur. Götuslóðar liggja fram Böggvisstaðadalinn vinstra megin árinnar og um miðbik dalsins er farið yfir ána á vaði. Heitir þá dalurinn Upsadalur. Brattar brekkur eru á hægri hönd og dalverpi, sem Grímudalur heitir, en hlíðin niður að ánni Grímubrekkur. Eg kannaðist við mig á þessum slóðum þar sem ég og nokkrir fleiri strákar vorum þama í vinnu hjá Landssímanum með hesta við að draga símastaura upp brekkurnar og var einn hestur látinn draga hvem staur. Þessir staurar áttu svo eftir að bera uppi símalínuna úr Svarfaðardal til Ólafsfjarðar. Það verð ég að segja núna, að álagið á blessaða hestana var ekki boðlegt. Að þessu slepptu var haldið áfram inn dalinn, skáhalt upp brekkumar þar til að við tekur smá dalverpi, sem liggur í átt að skarðinu sjálfu, sem er í um 1000 metra hæð. Síðasti spölurinn var mjög slæmur, snarbrött hlíðin, gróðurlaus með lausagrjóti og í hana mörkuð mjó kindagata. Ekki þótti gerlegt annað en að teyma hestana þennan síðasta spöl yfir skarðið. Það er næsta víst að í gegnum þetta skarð blása vindar stríðir, ýmist úr norðri eða suðri, en þennan dag vorum við svo heppnir að upplifa logn og blíðu. Við settum okkur á steina og ég nældi mér í sviðakjamma í hádegismatinn. Hestarnir urðu bara að horfa á, þeir fengu ekki eitt strá, því það var hvergi að finna í grenndinni. En ferðin að heiman og hingað í Reykjaskarð hafði tekið okkur rúmar 5 klukkustundir. Saddir vel og sælir settumst við á bak og þræddum slóða um mel og móa, þar til að komið var að Reykjarétt þar sem fjöldi fólks og fjár var saman kominn. Næsta mál á dagskrá var að finna réttarstjórann, sem var líflegur eldri maður og var gott að fá kaffisopa, sem hann bauð okkur og sagði síðan að búið væri að draga okkar kindur í sérstakan dilk. Það sem væri hins vegar verra, að við ætturn einnig kindur inni í Stíflurétt í Fljótum í Skagafirði. Það voru ekki góðar fréttir og ekki máttum við skilja þær eftir. Akveðið var að tveir menn færu inn í Fljót og einn yrði eftir í Reykjarétt. Það kom í hlut okkar Valtýs að fara í Fljótin, sem var sjálfsagt þar sem Sigurður var lang elstur okkar. Á Lágheiðinni var töluverður snjór, sem tafði för. Bílvegur var ekki lagður yfir heiðina fyrr en 1948. Mestan hluta leiðarinnar urðum við að fara bara fetið. Þegar komið var að Stíflurétt var nokkuð liðið á daginn og liðnar 11 klukkustundir frá upphafi þessarar ferðar og ekki laust við að hestar og menn væru orðnir þreyttir. Hvorugur okkar var með tvo hesta til reiðar. Réttarstjórinn í Stíflurétt tjáði okkur, að búið væri að draga í dilk alls 165 kindur, sem væru úr Svarfaðardal og Dalvík og fannst okkur hópurinn (hjörðin) nokkuð stór. Skagfirðingar voru gestrisnir og gáfu okkur kaffi og kökur og saddir lögðum við af stað með úrtíningsféð sömu leið til Syðra-Holt á fimmta áratugmim baka. Féð rakst vel yfir heiðina og var það vegna slóðar okkar íyrr um daginn og að í hópnum(hjörðinni) var forystufé, sem fór fyrir hópnum. Þegar við höfðum kastað mæðinni í Reykjaréttinni settum við allt féð út á túnið á Reykjum til að bíta gras og seðja hungrið. Eftir góðan tima settum við það inn í stóran dilk, þar sem það gat legið og safnað kröftum fyrir morgundaginn. Okkur var svo raðað niður á bæina í kring og var minn hvíldarstaður bærinn Bakki. Þar var tekið á móti mér eins og að týndi sonurinn væri kominn heim. Föt og sokkar, allt tekið, þvegið og þurrkað og að sjálfsögðu beið mín uppbúið rúm. Hvíldinni var maður feginn eftir langan vinnudag þar sem 14 tímar voru liðnir frá upphafi ferðar þar til ég sté af baki á hlaðinu á Bakka. Gráni minn var tekinn og settur í hús með fúlla jötu af nýrri töðu, sem hann átti fyllilega skilið fyrir góða frammistöðu. Um kvöldið var setið í eldhúsi með kaffibolla og að mörgu var spurt og mörgu var svarað. Leið nú að morgni dags 2. október. Vakna ég við að bankað er á dymar og þar stendur heimasætan, sæt, fín og undirleit með fötin mín hrein og þurr. Færði ég henni bestu þakkir fyrir, en hún stoppaði allt of stutt. Eftir að hafa borðað morgunmat og drukkið kaffi og auk þess nestaður með smurðu brauði og kaffi í flösku, sem sett var í ullarsokk var ég ferðbúinn. Gráni kominn í hlaðið og tilbúinn fyrir átök dagsins. Þá var bara að kveðja með kossi, eins og þá var venja og koma sér af stað kl. 7:30 að morgni. Veður sæmilegt. Smá úði i byggð, en sennilega hríð til fjalla. Bóndinn á Bakka kom með mér í réttina og vora þá samferðamenn mínir komnir ásamt nokkum til viðbótar. Strangur dagur fram undan með 203 kindur. Allir kvaddir með virktum og þakkað fyrir allan velgjöming. Endumærðir lögðum við á fjallið. Á meðan grasið var grænt undir fótum var erfitt að halda fénu saman. Eftir því sem ofar dró minnkaði beitin og meiri ró færðist yfir hópinn og svo kom snjórinn. Fór þá einn á undan og gerði slóð, sem féð kunni að nýta sér. Eftir því sem nær dró skarðinu versnaði færðin og endaði með því að allt var stopp. Við urðum því að hvíla féð og notuðum tímann til að fá okkur smurða brauðið og kaffið, sem góðu konumar nestuðu okkur með, sem eðlilega var aðeins farið að kólna. Eftir góða stund var öllu fénu hóað af stað aftur og gekk nokkuð vel þar til eitt lamb gafst upp og settum við það á hnakknefið. Voru þá eftir um 2-300 metrar í skarðið, en þegar því var náð var hægt að brosa. Við höfðum sama háttinn á til að komast niður frá skarðinu Böggvisstaða megin. Einn gekk á undan og teymdi hest sinn niður hlíðina og mótaði aðeins fyrir götunni í snjónum. Það hafði tekið okkur 6 tíma að ná þessum áfanga. Löng lína af kindum myndaðist skáhallt niður hlíðina þar sem mest tvær gátu verið samsíða í slóðinni. Þegar þessi hindmn var að baki má segja að erfiðleikar ferðarinnar væru líka að baki. Snjórinn minnkaði ört og þegar við komum niður á Böggvisstaðadalinn var enginn snjór og það sem eftir lifði ferðar til Dalvíkur gekk vel. Þegar fjárreksturinn var loks rekinn inn í Dalvíkurrétt var dagsverkið komið í 10 Vi klukkustund í misgóðri færð vægast sagt og leiðangursmenn blautir og svangir. Eftir að hafa afhent féð réttum aðila var sest á bak Grána og skokkað heim á leið og þar með nánast lokið þessari eftirminnilegu úrtíningsferð. P.s. I dagbók sé ég að við þurftum að reka fé inn og taka ffá sláturlömb morguinn eftir og reka til Dalvíkur þar sem snemma þar næsta morgun yrðu þau tekin af lífí. Svona er lífið. Greinarhöfundur (til hœgri) ásamt Sigurði Ólafssyni bróður sínum, bónda í Syðra Holti um Ukt leyti og frásögnin greinir frá. Myndina tók Guðni Þórðarson sem þá var blaðamaður á Timanum en varó seinna ferðafrömuður og jafnan kenndur vió ferðaskrifstofuna Stinnu. Óskum viðskiptavinum okkar og íbúum Dalvíkurbyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Óskar íbúum Dalvíkurbyggðar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.