Norðurslóð - 12.12.2013, Blaðsíða 16

Norðurslóð - 12.12.2013, Blaðsíða 16
16 - Norðurslóð Fyrir hundrað árum Jólaannir á prestssetrinu Dagbœkur séra Kristjáns Eldjárns I. hluti Þórarinn Hjartarson og Margrét Guðmunds- dóttir Varðveist hafa dagbækur séra Kristjáns Eldjáms á Tjöm frá árunum 1905-1915. Það er forvitnilegt að skyggnast inn í störf sóknarprestsins og jafnfram lífíð á prestssetrinu. Séra Kristján var prestur á Tjöm 1878-1917. Dagbækumar eru því skráðar undir lok prestsskapar hans sem var síðasti kaflinn í prestsseturssögu Tjamar. Þegar hér var komið tilheyrði ekki aðeins Urðasókn Tjamarprestakalli heldur einnig Upsasókn. Auk prestsskaparins bjó Kristján búi sínu á Tjöm, og gerði það til ársins 1913 þegar Þórarinn sonur hans tók við búi. Þetta vom miklir umbyltingatímar í Svarfaðardal á flestum sviðum. Þótt Kristján væri nokkuð gamall orðinn var hann ennþá starfandi sóknarprestur, auk búskaparins, og fylgdist því vel með sveitungum sínum. Ennfremur voru böm hans og sumt annað heimilisfólk á Tjöm virkir þátttakendur í gróandi félagsmálum sveitarinnar. Fyrir vikið eru dagbækumar góður gluggi inn í svarfdælskt líf og starf fyrir einni öld, 1905-15. Verslunin I jólamánuðinum var allt á ferð og flugi á prestssetrinu. Þá fór prestur að huga að undirbúningi fyrir jólahátíðina. Tjamarbærinn var þá byggður úr torfi og grjóti og fremur stór. Hugað var að því sem lagfæra þurfti og gengið var að verkefnum sem setið höfðu á hakanum í hversdagsönnum heimilismanna. Eitt árið er ákveðið að skipta um skápalamir og keyptur lampi í eldhúsið en nokkrum árum síðar er gert við olíulampa á heimilinu og kostað uppá gyllingu svo dæmi séu tekin. Fyrir jólin var alltaf hugað að gluggum á bænum og rúður endumýjaðar. Þær voru greinilega býsna lélegar því yfirleitt varð séra Kristján að leggja út fyrir rúðum á hverju ári. Dagbækumar greina allvel frá verslunaraðdráttum til jólanna. I desember var verslað miklu meira en á öðmm tímum ársins þegar sveitafólkið lét sér ennþá að miklu leyti nægja að framleiða og afla til eigin þarfa. Eins og síðan hefur verið fór verslunin á þessum árum einkum fram á tveimur stöðum. Annars vegar á Dalvík og var þá fyrst og fremst verslað við kaupmennina tvo, svilana Jóhann Jóhannsson í Sogni og Þorstein Jónsson niðri á Sandi. Af þeim keypti séra Kristján og Tjamarfólk algenga matvöru, ekki síst komvöm en einnig t.d. kol, steinolíu o.m.fl. Hins vegar fóru Tjamarmenn „í kaupstaðinn", til Akureyrar og versluðu þar. Jólaferðin hafði lengi verið helsta kaupstaðarferð hvers árs, farin fyrripartinn í desember. Gjaldmiðillinn sem keypt var fyrir var einkum smáband, hálfsokkar eða heilsokkar og vettlingar, stundum einnig skyr eða smjör. Það kom í hlut karlmanna að sjá um innkaupin fyrirTjarnarheimilið. Séra Kristján hefur þó eflaust haft Petrínu Soffíu, konu sína, með í ráðum þegar hann skrifaði innkaupalistann. Fyrir hátíðamar var alltaf keypt kaffi og svo kaffibætir til að drýgja það. Sykur, bæði eftir vigt í pokum og toppar, að ógleymdum púðursykri var jafnan sóttur í kaupstaðinn. Önnur sætindi leyndust jafnan í ferðakoffortum kaupstaðarfara eins og kandís, sveskjur, rúsínur og jafnvel sítron-gosdrykkur. Prestur vildi eiga dálitla brjóstbirtu fyrir sig, gesti og gangandi yfir hátíðamar og keypti auk þess fáeina vindla. Munntóbak (skro) notaði séra Kristján hversdagslega en hafði góð áform um að takmarka tóbaksneyslu. Ovæntur glaðningur barst með sendingu Kristjáns Amasonar kaupmanns á Akureyri (og frænda) til Tjamarmanna um miðjan desember árið 1914. Þá fengu bömin á bænum bæði epli og appelsínur að gjöf frá kaupmanninum en séra Kristján og sonur hans Þórarinn fengu 50 vindla. Gangandi, ríðandi, akandi og með „mótor“ A þessum ámm varð mikil umbylting í samgöngumálunum á svæðinu. Til og frá Dalvík á vetrum fóru Svarfdælingar að vísu mest fótgangandi. En séra Kristján var nú farinn reskjast og fór gjaman ríðandi. Um 1910 eignaðist hann góðan hestasleða og aktygi og fór eftir það oft „akandi" að vetri til þegar færi leyfði, til kirkna og niður á Sand. Þessi hestasleði er einnig lánaður til fólksflutninga, m.a. fyrir söngfólk til að aka milli kirknanna. En það var einkum í samgöngunum við Akureyri sem mikil bylting varð um þetta leyti. I fyrstu Akureyrarferðum sem dagbækurnar greina frá er farið á róðrarbátum til Akureyrar. Þá höfðu bændur aðgang að bátum, gjamast sexæringum, en þurftu sjálfir að sjá um róðurinn svo lítið pláss var fyrir farþega. Kaupstaðarferðimar voru enda nær eingöngu verkefni karlmanna sem áður segir. En 1906 komu fyrstu „mótorarnir“ þ.e.a.s. mótorbátamir, til Dalvíkur, 3-4 komu strax fyrsta árið. Jafnframt stækkuðu Dalvíkurbátamir ört og fyrir jólin stunduðu þeir óspart farþegaflutninga inn og út fjörðinn. Vegna þessa urðu Akureyrarferðir nú mun tíðari en áður. Til dæmis skrifar séra Kristján í dagbókina 9. desember 1915: „Utsynningsnepj a og gaddfrost, -14 gráður. En menn eru nú að ryðjast inn í kaupstaðinn. Fyrsti bátur fór í gær, nefnilega Upsabáturinn.“ Þremur dögum síðar, þann 12., fer Tjamarbóndinn ungi af stað í kaupstaðinn. Prestur skrifar: „Þórarinn fór inn eftir og var fjöldi á bátnum 36.“ Tveimur dögum síðar kom Þórarinn svo aftur með kaupstaðarvörumar, og presturinn faðir hans fór ríðandi niður á Sand til að taka á móti honum. Jólagjafir, hreingerning og matargerð Kerti vom jafnan á jólainnkaupalista prestsins sem og spil. Þau hafa eflaust átt að gleðja heimilismenn enda sígildar smágjafir eins og segir í söngnum góða. Séra Kristján fékk hins vegar oft veglegar jólagjafir frá vinum og vandamönnum. Þeir sem best þekktu prestinn, og vildu hygla honum sérstaklega, gáfú oftast koníak. Forláta súkkulaðikanna sem þau hjónin fengu að gjöf á jólum árið 1906 hefur eflaust glatt prestsfrúna jafn mikið og guðaveigamar prestinn. Frú Petrína Soffia vildi búa mann sinn sem best og lét þarfir hans fyrir góðan klæðnað ganga fyrir. Skömmu fyrir jól 1906 færði hún presti t.d. frakka að gjöf. Nokkrum ámm síðar hugðist hún fóðra flík af séra Kristjáni en efnið sem kom frá Akureyri var svo lélegt að hún tók annað betra til handargagns sem hugsað var í flík á hana sjálfa. Kvenþjóðin á Tjamarheimilinu nýtti takmarkaðar frístundir á aðventunni til að þjálfa margvíslegt handverk og „þróa sköpunar- gleðina“. I árslok 1911 var líklega mikið um útsaumaðar gjafir á heimilinu þvi prestur varð að leggja út fimm krónur fyrir útsaumstvinna í byrjun desember. Það var umtalsverð upphæð því árið 1910 höfðu vinnukonur að jafnaði aðeins ríflega átta krónur í mánaðarlaun. Fyrir jólin var iðulega keypt vefnaðarvara frá Akureyri, oftast léreft en úr því voru meðal annars gerðar skyrtur. Saumavél kom á Tjamarheimilið árið 1911 og sparaði bæði tíma og fyrirhöfn en fatnaður var að langmestu leyti unninn innan veggja heimilisins. Heimasætumar á prestssetrinu fóm stöku sinnum á aðra bæi til að prjóna í jólamánuðinum. Þannig mátti forðast forvitin augu sem áttu von á gjöfum, sjá hvað nágrannakonur höfðu á prjónunum og bera saman uppskriftir. Jólagjafir kvenfólksins voru ef að líkum lætur oftast handgerðar. Allt þar til kirkjuklukkumar á Tjöm hringdu inn jólin voru heimamenn önnum kafnir við undirbúning. Hreingemingar og þrif féllu í hlut kvenna en baðstofan var jafnan þvegin hátt og lágt. Þær sáu einnig um allan bakstur en karlar hafa þó sennilega tekið þátt í gerð laufabrauðsins. Það kom hins vegar til kasta þeirra þegar , jólaánni“ var slátrað. Hún var væn árið 1912, „ekkert farin að leggja af og óvanalega vel möruð því í henni voru 20 merkur“, skrifar klerkur á vetrarsólstöðum það ár. Heimamenn gátu alltaf gengið að nýmeti vísu yfir hátíðimar og það var tilhlökkunarefni. Messuhald um hátíðar Ekki dró úr ferðalögum um hátíðamar sjálfar. Þá voru það messuferðimar sem áttu sviðið. Hver sunnudagur ársins virðist raunar hafa verið formlegur messudagur, í einhverri af kirkjunum þremur. Það var þó allur gangur á því hvort messað væri í raun. Mjög oft færir Kristján inn í dagbók sína: „Ekki messað. Enginn mætti." Um jól og áramót var þetta með allt öðmm svip. Þá voru messumar yfirleitt fjölmennar, ekki síst ef veðrið hjálpaði til. I tengslum við messumar fóru þá einnig gjaman fram skímir. Ymist var skírt við messumar sjálfar eða í heimahúsum í framhaldi af messum. A nýársdag 1906 skrifar prestur: „Besta veður. Messað á Upsum. Fjöldi manns - á fjórða hundrað." Varla hefur slíkur fjöldi rúmast í Upsakirkju. Ekki heldur fjöldinn á Tjöm um næstu jól þegar séra Kristján skrifar: „Annan jóladag. Indælisveður svo menn muna naumast eftir betra jólaveðri. Messað á Tjöm, 209 manns.“ Viku síðar, á nýársdag 1908, skrifar hann: „Hlýindi og suðvestan þeyr. Messað á Urðum fyrir fullri kirkju." Varðandi hina miklu mætingu í hátíðamessumar verður að hafa í huga að á þessum ámm vom þessar sóknir býsna fjölmennar. I árslok 1910 gaf séra Kristján upp eftirfarandi mannljölda í sóknum sínum: „Urðasókn, 230. Tjamarsókn, 165. Upsasókn, 311. Alls í prestakallinu, 706.“ Þá er Vallasókn ótalin til að fá heildarfjöldann í dalnum. A þessum ámm var starfandi blandaður sönghópur undir stjóm Tryggva Kristinssonar. sem fór á milli kirkna um jól og áramót, a.m.k. í neðri hluta dalsins. A nýársdag 1905 var orgelið í Vallakirkju dregið yfir í Tjamarkirkju þar sem ekkert orgel kom fyrr en 1915. Bókhald embæftis og heimilis I dagbókum Tjamarprests er bæði embættis- og heimilisbókhald hans. Meðal annars skráir hann vel fang kúa og kinda. Fengitími fjárins byrjaði jafnan um jólin. Desember sérstaklega er ennfremur tími uppgjörs og skuldalúkninga. Séra Kristján skrifar þá upp á umsóknir ekkna um ekknastyrk en fær aftur á móti greitt prestgjald og ýmis fleiri gjöld frá sóknarbömum sínum. Ægir þar öllu saman. Þann 28. desember 1907 skrifar hann í dagbókina: „Heiðskírt veður og logn, -6 gráður. Grafnir Sigfús [Sigfússon] Krosshóli og Páll frá Ytrahvarfi á Völlum. Kom Hallgrímur á Melum [bóndi og organisti], fékk sálmanúmer og dauðsfallaskýrslu [fyrir hreppstjórann Halldór, föður sinn]. Júlíus í Garðshomi borgaði kr. 10,00 í prestgjald og nautatoll. I dag fengu fjórar af mínum ám.“ Félagslíf og skemmtanir Samkvæmislíf uppvaxandi kynslóðar í Svarfaðardal á öndverðri 20. öld er forvitnilegt. Súkkulaðikanna ár búiprestshjónanna, líklega sú sem Snorri Sigfússon gaf þeim jólin 1906. Hjónin Kristján Eldjárn Þórarinsson og Petrína Sofjfia Hjörleifsdóttir

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.