Norðurslóð - 12.12.2013, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 12.12.2013, Blaðsíða 5
Norðurslóð - 5 Danski draumurinn Addi Sím og Jón Arnar senda pistil frá Horsens að var snemma árs 2011 að sú hugmynd fæddist hjá okkur strákunum að skoða flutning til Danmerkur í a.m.k. ár. Það hljómaði skringilega þá, þar sem við vorum báðir í fastri vinnu heima á Dalvík og búnir að koma okkur þægilega fyrir í okkar fallega húsi við Hólaveginn, tengslin við Qölskylduna voru náin og vinahópurinn stór og yndislegur. En jú, einhver löngun í meiri ævintýri og upplifanir gerði vart við sig og það var kominn tími til að hleypa heimdraganum, fara út fyrir þægindarammann og jafnvel læra eitthvað nýtt. Við vorum að eldast - og það var nú eða aldrei. Við fórum hægt og rólega að vinna meira og nánar með þessa hugmynd okkar um ársdvöl ytra og móta hana frekar. Við skoðuðum m.a. aðstæður í Viborg á Jótlandi og í Oðinsvéum á Fjóni, sem og í Middelfart. Okkur langaði mest að búa í einhverri þessara borga þar sem við þekktum að hluta til aðstæðna þar og annar okkar hafði verið þar i námi. Við hófum bréfasendingar og tölvupósta í mismunandi skóla og stofnanir á ofangreindum stöðum - sem og víðar i Danmörku og óskuðum eftir að komast í kynni við einstaklinga, þá jafnvel frekast kennara eða frístundaþjálfa, sem gætu hugsað sér ákveðnar breytingar á lífsháttum í takmarkaðan tíma. Okkar hugmynd var að hafa þá jafnvel bein skipti á húsnæði og bíl - og e.t.v. vinnu, gæti það orðið að veruleika. Annars vorum við nánast tilbúnir í að skoða hvað sem bauðst á vinnumarkaðnum. Það var fátt um jákvæð svör. Eitt árið kvaddi og annað tók við. Aldrei fölnaði draumurinn þó á hann félli ryk og um hann léki naprir vindar. Stundum virtist þetta vonlaust dæmi. Við héldum samt alltaf áfram að banka og berja á dyr...og þegar einni hurð var lokað, opnaðist önnur. Hugmyndin tók marga snúninga og þróaðist í ýmsar áttir. Einn daginn kom svo jákvæða símtalið : Adda var boðin staða við öldrunarþjónustu - og það í Horsens á Jótlandi ! Honum var sömuleiðis boðið að koma út hið fyrsta og hefja störf. Addi flutti því út í sumarbyijun, strax eftir að skóla lauk og fór að vinna hjá sveitarfélaginu. Ekki vorum við samt búnir að fmna húsnæði þegar kom að flutningi, svo fyrstu vikumar bjó hann hjá Jónínu Júlíusdóttur, frænku sinni í Horsens og hennar sambýlismanni Hannesi Arsælssyni. Þau hafa búið i borginni í tæp 6 ár. Á svæðinu búa sömuleiðis Guðríður, dóttir Jónínu og hennar böm, Elísabet og Bjami. Jónína, Hannes og Guðríður aðstoðuðu okkur við að fmna húsnæði og koma okkur fyrir. Við vomm sérlega heppnir, fengum til leigu yndislega bjarta og fallega, nýuppgerða 3 herbergja íbúð á Ole Worms Gade nr. 6 i Horsens, aðeins steinsnar frá miðbænum. Og leigan var sanngjöm miðað við staðsetningu. Keyptur var bíll, gamall Skodi, árgerð 2000 sem svo sannarlega man sinn fífil fegri - en kemst samt það sem hann ætlar sér. Ibúðin var „mubleruð“ upp með nýju og notuðu dóti hvaðanæva að. Nonni kláraði sumarvinnuna heima á Dalvík og kom svo út í haust. Hans vinnuleit gaf góðan árangur því hann fékk tímabundið starf í stórri blómabúð upp í Odder - og meira að segja var boðið hlutastarf upp í Havecenter i Márslet við gerð jólaskreytinga, nú fyrir jólin. Allt gengur því vel hjá okkur strákpjökkunum um þessar mundir og „lífið leikur við hvum sinn fmgur“. Horsens fer sérlega vel með okkur og hér er gott að búa, vinna og lifa. Aðstæður em auðvitað aðrar en heima, en það er einmitt hluti af þessu ævintýri okkar og gefur tilverunni nýjan lit. Hið opinbera kerfi er stundum svolítið flókið hér og það tekur tíma að komast inn í einstök atriði er lúta að daglegri umsýslu, eins og t.d. varðandi bankareikninga, persónuskráningu, skatt, sjúkrakort, laun, samgöngur og fleira. En þjónustan er samt almennt til fyrirmyndar og fólk er iðulega liðlegt og þægilegí í viðmóti. Tungumálið er fyrir okkur ekki hindrun í samskiptum. Það er þó hér fyrir miðju Jótlandi svolítið öðruvísi framburður í málinu en t.d. niður á Fjóni, hrynjandin er önnur og sumum stöfúm sleppt...okkur fínnst flestir Jótar tala hratt. En við höfum verið fljótir að ná tækninni. Nonni bjó áður í Noregi og talar norskuna reiprennandi, núna er hann farinn að sveigja og beygja eins og innfæddur Dani. Verðlag á helstu nauðsynjavömm er ágætt hér ytra og verslanir em almennt með góð tilboð í gangi sem vel er hægt að nýta sér. Það er yfírleitt þokkalega hagstætt að versla í matinn, t.d. kjötmeti, mjólkurvörur, grænmeti og ávexti, hreinlætisvömr og þessháttar vaming. En hinsvegar er vatn sérlega dýrt og það kostar skildinginn t.d. að hita upp híbýli. Það sama má segja varðandi rafmagnið. í borginn búa rétt rúmlega 50.000 manns, en sveitarfélagið allt, sem nær yfír mjög svo stórt svæði, telur nærri 85.000 íbúa. Horsens er afar falleg borg, staðsett við þröngan ijörð fyrir miðju Jótlands. Borgin minnir okkur stundum á Akureyri, þá hvað staðsetningu varðar. Hér er gróðursæld afar mikil, skemmtilegar smábátahafnir, gríðarlega falleg útivistarsvæði, iðandi miðbæjarlíf, afar gott námsframboð við allra hæfi og spennandi viðburðir í boði reglulega. Svo er stutt í sveitina og til minni bæja og byggða hér allt um kring. Á margan hátt er borgin mjög svo miðsvæðis í Danmörku, það er örstutt til Árósa, upp til Viborgar, Skanderborgar, Kolding og Vejle - og það tekur ekki nema rétt rúman klukktíma á góðum degi að komast til Oðinsvéa. Stundum tökum við bíltúr til Middelfart að heimsækja „fósturforeldra" Adda, Ingrid og Herluf, sem hann hefur verið í tengslum við í nærri 30 ár. Þar eru móttökur ætíð sérlega notalegar og fjölmargir úr okkar fjölskyldu- og vinahópi þekkja þau hjón vel, enda hafa þessir öðlingar ætíð tekið vel á móti Islendingum. Sumarið hér var sérlega milt, veðurfarslega séð, sólríkt og fallegt. Hitinn fór oft á tíðum vel yfir 30 stig. Nonni kom í heimsókn hingað í júlí með fjölskyldu sinni, þar sem haldið var upp á stórafmæli foreldra hans. Saman eyddum við nokkrum góðum dögum upp við Limfjorden og nutum lífsins. Annars höfum við tveir í frítíma okkar farið víða um sveitir, bæði hér á Jótlandi sem og á Fjóni og skoðað náttúruna og sérstök svæði. Himmelbjerget nálægt Ry hefur visst aðdráttarafl, líka Juelsminde hér fyrir utan Horsens, hvað þá Vejle, Esbjerg, Billund, Kertaminde, Árhus og Silkeborg... og jólabærinn Tönder. Þá förum við einstaka sinnum í verslunarferð yfir landamærin til Þýskalands, en það er lítið mál, tekur rétt rúma tvo tíma á hraðbrautinni. Við höfúm fengið marga góða ættingja, vini og félaga í heimsókn í sumar og haust. Það hafa verið notalegar stundir þar sem við höfum ferðast, farið á viðburði, borðað góðan mat, spjallað, drukkið öl og átt í almennum notalegum samskiptum. Við þökkum sérstaklega allar þessar góðu stundir. Við tveir ákváðum í upphafi þessara breytinga á lífsháttum okkar að færa inn dagbókarform á fésbókinni hjartslátt líðandi stundar hér ytra og höfúm reynt að segja frá daglegum upplifunum okkar i öðruvísi umhverfí, greint frá skondnum uppákomum, miðlað upplýsingum og fróðleik og sett inn myndir. Margir fylgjast með okkur þar og setja inn athugasemdir og það er virkilega notalegt að finna að einhver hefur gaman af. Og nú eru jólin á næsta leyti. Hér eins og heima á Fróni. Undirbúningur hátíðarinnar er hér í drottningarveldinu í fullum gangi og við reynum að taka þátt, vera virkir, njóta og samsama okkur menningunni, siðunum og venjunum -án þess þó að gleyma uppruna okkar og ættemi. Jólavörumar fylla nú hillur og rekka verslana, tilboðin sum Aihli nteð foreldrwn sinum upp við Himmelbjerget í sumar. (Skódinn í baksýn) Fjölskylda Nomta kom til Dan- merkur i sumarbyrjun og dvaidi upp við Limjjorden á áttrœðisafmœii foreldra hans. Nonni nýtur sín vel á mörkuðiim víðsvegar og er orðin duglegur að grúska og gramsa. ótrúleg, jólabjórinn er kominn á markaðinn, ilmurinn af brenndum möndlum, eplaskífum ogjólaglöggi fyllir vitin þegar komið er inn á göngugötuna. Það er búið að skreyta miðbæinn hátt og Iágt, jólalögin óma og jólasveinninn ekur lestinni um torg og stíga. Markaðir eru víða í borgum og bæjum þar sem boðið er upp á spennandi og fallegt handverk af ýmsu tagi. I fyrirtækjum og stofnunum eru leikir í gangi sem létta lund og kalla fram bros í skammdeginu. Þá em víða samkomur þar sem fólk kemur saman og snæðir það sem kallað er ,julefrokost“ - með tilheyrandi söng og tralli. Við byrjuðum snemma að skreyta íbúðina okkar. Og framundan er að kaupa jólatréið, sem við ætlum sjálfír að höggva, og skipuleggja jólamatinn. I ár verður það fyllt önd með eplum appelsínum og sveskjum - og purusteik upp á danskan máta. Símon og Maja, foreldrar Adda ætla að verja jólunum hér hjá okkur og víst hlökkum við til að vera saman og njóta. Þau hjónin fara síðan áfram til Noregs milli jóla og nýárs til Svönu dóttur sinnar og fjölskyldu. Addi og Nonni með Jónku frœnku. Júlli Snorra, Inga dóttir Itaits, Noititi, Didda og Jónka - öll á leið á jólantarkað í Torrild. Addi og Ingrid Nielsen, danska fósturmóðirin, á góðri stundii. Ingrid og Herluf, elskulegir vinir til 30 ára, biia i Middelfart. LóaogEinarkomiiíltaiistheiinsókn. Við látum þá staðar numið hér í þessum pistli. Og eins og Gerður G. Bjarklind hefði látið það frá sér : Við sendum öllum ættingjum, vinum og félögum nær og fjær hugheilar jóla- og nýárskveðjur, með ósk um farsæld á ári komanda, með hjartans þökk fyrir árið sem er að líða. Góðar stundir. Jóit Arnar og Arnar, Horsens, Danmörku. Bögg um Bögg í Norðurslóð 26. sept 2013 birtist forsíðufrétt “Böggur heitir reiturinn” ásamt með fréttatilkynningu og skýringum á nafninu. Er þar gjarnan vitnað til heimilda Svarfdælu. Nú skal það viðurkennt að allnokkuð er umliðið síðan ég las þá ágætu sögu,en þó komu mér verulega á óvart ýmsar skýringar með nafngiftinni. Lagðist ég aftur yfir Söguna. Talsvert er fabúlerað yfír nafninu Böggvisstaðir og tilnefúd ýmis afbrigði af bæjarnafninu. Undir lok Svarfdælu segir. “Karl (ómálgi)...að hann hafi átt Ragnhildi Ljótólfsdóttur og mörg börn með henni. Böggvir hét son hans, er bjó að Böggvisstöðuni, annarHrafnerbjóá Hrafnsstöðum, Yngvildur (ekki fagurkinn) er bjó að Yngarastöðum”. Karl ómálgi hraktist síðar undan ofríki Ljóts (Vallaljóts) út í Olafsfjörð og setti saman bú að Karlsstöðum. Þarf nokkuð vitnanna við, ef trúa má Svarfdælu? Það er svo annað mál, hvað kalla má “landnámsjörð”, allavega virðist Böggvir þessi hafa verið þriðji ættliður frá Þorsteini svörfuði og ekki annað að skilja, en að hann hafí fyrstur manna sett saman bú að Böggvisstöðum. Hvergi get ég séð, að Yngvildur fagurkinn hafi átt bróður sem Böggvir hét. Hún var dóttir Ásgeirs rauðfelds í Brekku, og er aðeins getið um þrjá bræður hennar, Þorleif jarlsskáld, Olaf völubrjót og Helga nokkurn. Yngvildur var hinsvegar um tíma gift Klaufa (böggvi). Þá fæ ég ekki séð, að Ljótur (Vallaljótur) Ljótólfsson goða á Hofi hafi verið afl Yngvildar fagurkinnar. Ljótur gæti kannske verið móðurbróðir Böggvis Karlssonar og þeirra systkina. Þá kem ég að nafninu BÖGGUR, þessum sælureit Dalvíkinga. Finnst fólki það ekki skjóta skökku við, að kenna reitinn við Klaufa böggvi sem var allra manna ófrýnilegastur og klaufskur í öllum athöfnum? Eða þá orðin baga, bögga eða bagga hvað þá enskuna bögg, sem öll hafa neikvæða merkingu? Af hverju mátti svæðið ekki heita t.d. Dalvíkurdjásn, eða einhverju álíka fallegu og jákvæðu nafni? Ekki var nú meiningin að bögga neinn með þessum skrifúm, en mér fannst nauðsynlegt koma á framfæri skýringum úr Svarfdælu, sem er þó nógu óútskýranleg og óskiljanleg fyrir. Kveðja Ármann Gunnarsson

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.