Norðurslóð - 12.12.2013, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 12.12.2013, Blaðsíða 8
8 - Norðurslóð Hólminn Örgumleiði Samtíningur, að mestu um löngu horfinn hólma í Svarfaðardalsá Grundarengjar nýplœgðar. Má vera að hólminn Örgumleiði hafi áður legið einmitt hér. (ijósm. r orðabók þeirri, sem fyrst var gefín út af Menningarsjóði 1963, stendur við orðið örgumleiða, að það merki hugdeigan mann og leiðinlegan og að sem sémafn, Örgumleiði, sé það annars vegar mannsnafn og hins vegar heiti á hólma. Nú liggur við að segja megi, að þetta orð sé nánast óþekkt flestum Islendingum og hefur það vísast verið svo löngum - nema þá fyrr á öldum hér í Svarfaðardal. Þó er það svo, að í einni merkustu Islendingasögunni, Njálu, bregður þessu örgumleiðanafni fyrir, reyndar svo að ekki ber mikið á innan um alla nafnasúpuna þar. Er líður á Njáls sögu, skömmu fyrir hana miðja, er nefndur í atburðarásinni eitt af illmennum hennar sem sjálft er látið kynna sig svo: „Hrappur heiti ég...ég er son Örgumleiða Geirólfssonar gerpis“. Kunnastur hefur þessi svikuli hrappur orðið sem Víga-Hrappur og fæstir munað föðumafnið enda brugðið við, er skera átti úr í öflugri spurningakeppni um það hver væri fróðastur, að borin var fram spumingin: „Hvers son var Víga-Hrappur í Njálu?“ - Nóg í bili um Örgumleiða í Njálu. Aður en lengra er haldið má til gamans velta fyrir sér formi eða gerð orðsins örgumleiði og þá um leið nokkmm öðmm orðum, sem mynduð em á sama hátt. Sum þessara orða heyrast stundum í nútíðarmáli, svo sem heyrumkunnur, hugumstór, þyrnumstráður, þrautumglaður og svo þau, sem líkast til heyrast sjaldnar, t.d. fólkumdjarfur, vonumdjarfur, hugumtraustur, dáðumhróðugur og enn mætti tína til fleiri orð. I eldra máli og fommáli finnast orð af þessari gerð einnig og eru þá oft tengd þjóðsögum og elstu sagnagerð. Til gamans skulu hér talin nokkur fyrri tíðar orð af þessu tagi og er merking þeirra misjafnlega auðskilin: Eggjumskarpi er sverðsheiti í Snorra- Eddu. Fitjumskeggi tengist bæjamafninu Fitjum og merkir sá skeggjaði á Fitjum. Fögrumskinni merkir myndarlegur maður og kallaði Haraldur konungur Sigurðarson mann einn svo er þótti „allra manna fríðastur". Gestumblíður var nafn á silfurbolla, er Ami biskup í Skálholti Ólafsson lét smíða árið 1417. Gestumblindi. Svo nefndi Óðinn sig er hann heimsótti Heiðrek konung og þreytti við hann getspeki. Heiðumhár merkir líklega sá sem nýtur mikillar virðingar og var þetta t.d. viðumefni Rögnvalds konungs Ólafssonar á Vestfold. Löngumorði er haft um langorðan/ orðmargan mann. Amór jarlaskáld flutti konungum kvæði og er Haraldur konungur Sigurðarson sagður hafa mælt svo er skáldið gekk af fundi hans: „Kom sá til nokkurs löngumorðinn"! Tvennumbrúni er maður sem virðist „með tvennum brúnum", þ.e.a.s. hárafar augabrúnar er þannig, að hún virðist tvöföld. Öllumlengri. I Jökuls þætti Búasonar er fjörður einn á Grænlandi nefndur svo og er svo langur, að enginn veit hans endamörk. Stundum em báðir hlutar orðsins nafnorð; í sumum er forliðurinn nafnorð en sá síðari lýsingarorð og í öðrum fyrri liður lýsingarorð en sá síðari nafnorð. Þá eru þau orð þar sem báðir orðhlutar eru lýsingarorð og má þar nefna örgumleiða. Tengisamstafan -um virðist vera þágufallsending. I máldaga Tjamarkirkju, líklega frá árinu 1318, svonefndum Auðunarmáldaga, er talinn upp meðal eigna kirkjunnar hólminn Örgumleiði. Ráða má af orðalagi máldagans, að hólminn hefur ekki verið í landi Ingvara heldur fremur hluti af slægjulandi Grundarengja. Þá er og vitað að Tjamarprestar þjónuðu til foma Grundarkirkju og hefur verið bent á að vera mætti, að hólmann hefði Tjamarkirkja eignast sem prestsþjónustugjald frá Grund. hjhj) I máldaga Péturs biskups Nikulássonar frá um 1394 er Tjamarkirkja einnig sögð eiga hólminn Örgumleiða og eru þar einnig taldir til eigna hennar „Maríuhólmur" og „Brennusíkshólmur“. Þá er enn getið þessara eigna kirkjunnar í máldaga Ólafs biskups Rögnvaldssonar frá 1461. A rási sínu um Svarfaðardal í aldanna rás hefur Svarfaðardalsá löngu eytt þessum hólmum og em nöfn hólmanna nú löngu horfin úr daglegri vitund fólks. Það er varla álitamál, að heitið Örgumleiði er mjög sérstakt og sem nafn á árhólma enn sérstæðara. I upphafi var vitnað í orðabók Menningarsjóðs en þær skýringa sem þar eru gefnar á nafninu eru almennar og segja harla lítið um það af hverju hólmanum í Svarfaðardalsá var til forna gefið þetta nafn. Það eitt vitum við fyrir víst, að nafnið er myndað úr lýsingarorðunum argur og leiður og nokkuð víst er einnig, að hólminn hefur á sinum tíma verið talinn leiður örgum - örgum mönnum. Og þá vaknar spumingin af hverju argir menn hafi talið hólmann sér leiðan. Við, svonefndir nútímamenn, vitum raunar að ýmsu leyti harla lítið um ýmislegt úr daglegu lífi löngu genginna kynslóða og hugarheim þeirra. Sérstaklega á þetta við um fyrstu kynslóðirnar efltir landnám er landsmenn voru enn heiðnir. Þá brotakenndu vitneskju um þessar formæður okkar og forfeður höfum við helst úr skrifum eftirkomenda þeirra á þrettándu öld sem höfðu þá verið kristnir í einar sex til sjö kynslóðir - og íjairi er því einnig að vitneskja okkar um daglegt líf fólks á þrettándu öld sé tæmandi, sérstaklega vitneskja okkar um líf alþýðu manna. Það vita væntanlega allir, að lýsingarorðin argur og ragur eru tvær myndir sama orðs og má benda á í íslensku fleiri samsvarandi tvímyndir orðaþar sem hljóðavíxl hefúr orðið. A öldum áður var merkingarsvið þessara orða, argur og ragur, til muna víðtækara og sterkara en nú er. Ekki aðeins fólst í þessum orðum ásökun um ragmennsku og vesaldóm heldur einnig um það sem til skamms tíma var nefnt „kynvilla“. Að bregða mönnum um ragmennsku eða ergi gat varðað dauðasök. Var umræddur hólmi nýttur sem staður er menn skoruðu andstæðinga sína á hólm og var þá þessi staður leiður þeim sem þorðu varla að mæta til einvígis eða runnu hreinlega af hólmi? Var hólminn nýttur til þess að refsa „kynvilltum" eða hæða þá? Var hólminn af einhverjum ástæðum mjög erfitt slægjuland og jafnvel hættulegt að komast út í hann - og þá ekki síður að koma heyjum af honum í land? Víkjum aftur að Örgumleiða, föður Víga-Hrapps. Höfundur (höfundar?) Njálu hefur gert Örgumleiðanafnið ódauðlegt í bókmenntum vorum þótt ekki hafi það notið neinna vinsælda í raunveruleikanum af nokkuð augljósum ástæðum. Ymsar getgátur og kenningar hafa verið settar fram um það hver sé líklegur höfundur Njáls sögu. Ein þekktasta tilgátan og kannski sú umdeildasta eru hugmyndir Barða Guðmundssonar frá Þúfnavöllum og fyrrverandi þjóðskjalavarðar um að Þorvarður Þórarinsson (1228? - 1296) sé líklegur höfundur Njálu. Þorvarður var mjög vel menntaður höfðingi af Austurlandi, af ætt Freysgyðlinga, og hefur oft verið nefndur síðasti goðinn. Ekki verða hér raktar kenningar Barða né á þær dómur lagður jafn áhugaverðar og skemmtilegar sem þær eru heldur aðeins vikið stuttlega að einu atriði sem snertir Svarfaðardal og hólmann Örgumleiða. Með Örlygsstaðabardaga og falli Sighvats Sturlusonar og sonar hans Sturlu þar árið 1238 hefst ein grimmúðlegasta valdabarátta Sturlungaaldar. Þungamiðjan í veldi Sighvats Sturlusonar var Eyjaljarðarsvæðið og sat Sighvatur lengstum á Grund í Eyjafirði. Eyjafjarðarsvæðið lendir þá á næstu árum í hinni miklu valdatogstreitu sem varð um flesta helstu landshlutana. Þar kom um miðj an sjötta áratug þrettándu aldar að tveir af helstu höfðingjunum á landinu þá sammælast um að skipta með sér völdum á Norðurlandi. Þetta voru þeir Þorgils skarði Böðvarsson af ætt Sturlunga og Þorvarður Þórarinsson, foringi Austfirðinga. Þorgils átti að fá Skagaijörð og héruð þar fyrir vestan og Þorvarður Eyjafjörð og völd í Þingeyjarþingi. Hétu þeir að styðja hvor annan til valda. Því skal skotið hér inn, að bændur í umræddum héruðum voru tregir mjög að taka við þessum aðkomnu höfðingjum, voru að vonum þreyttir eftir langvarandi skálmöld. Eftir miklar þæfmgar og fundahöld og yfirreið um héruð fór Þorvarður loks að Þorgilsi á Hrafnagili í janúar 1258 og lét drepa hann því hann taldi Þorgils hafa margsvikið gefin loforð um stuðning við sig. Einn mikilvægasti fundur þeirra „félaga“ varð á Grund í Svarfaðardal í september 1255. Hver voru svo tengsl Þorvarðar við Svarfaðardal og ástæðan fyrir tíðum ferðalögum hans um Eyjafjörð og héruðin við utanverðan fjörðinn vestanverðan? Jú, hann var tengdur Sturlungum og reyndar einnig Asbimingum. Eftir fall Sighvats Sturlusonar leyfði Asbimingurinn Kolbeinn ungi ekkju hans, Halldóru Tumadóttur, sem einnig var föðursystir Kolbeins að halda nokkrum eignum, þar á meðal Grund í Svarfaðardal og bjó hún þar fyrst ásamt Tuma syni sínum eftir að Kolbeinn lét heyja skuldadóm eftir Sighvat. Skömmu síðar, eftir heimkomu sína frá Noregi, fær Þórður kakali, sonur Halldóru og Sighvats, umboð móður sinnar til þess að fara með málefni hennar og ættarinnar. Kunn er svo barátta Þórðar til valda hér á landi sem er einhver glæsilegasti ferill einstaklings á Sturlungaöld. Ef til vill hefur enginn Islendingur verið valdameiri í sögu vorri en Þórður varð á árunum 1247- 1250 er hann náði landinu að heita mátti öllu undir sig. Glæsileiki Þórðar fólst ekki hvað síst í herstjómarlist hans, tilhneigingu hans Atli Rafn Kristinsson til þess að vera fremstur meðal jafningja nema hann neyddist til annars og mildi hans við andstæðinga umfram flesta aðra höfðingja aldarinnar, eiginleikar sem Sturlu bróður hans virðist hafa skort að miklu leyti. Steinvör, systir þeirra Þórðar og Sturlu, var tengdamóðir Þorvarðar Þórarinssonar. Þorvarður var kvæntur Solveigu, dóttur Steinvarar og Hálfdanar Sæmundssonar af ætt Oddaverja. Gott er að hafa í huga hér, að Þorvarður er meðal yngstu höfðingjanna þegar mestu átök Sturlungaaldar verða. Eftir að Þórður kakali var horfmn af vettvangi hér féll það í hlut Austfjarðargoðans Þorvarðar að gæta hagsmuna norðanlands þeirra er eftir lifðu af ætt Sturlunga, þ.e.a.s. erfingja Sighvats SturlusonarogHalldóruTumadóttur. Varla þarf að minna á það, að veldi höfðingja á þessum tíma og löngum síðar fólst ekki síst í yfírráðum og eignarhaldi á jarðeignum. Ekki þarf að efast um, að Þorvarður, sem var vel menntaður og fylginn sér, hafí kynnt sér af kostgæfni alla staðhætti þeirra landsvæða sem hann og það fólk er hann var fúlltrúi fyrir taldi sig eiga tilkall til. Er þá loks aftur komið að hólmanum Örgumleiða og finnst vafalítið mörgum lesandanum tími til kominn. Það má vel hugsa sér að af hlaðinu á Grund hafi þessi austfirski höfðingi oft haft fyrir augum hólmann með sérkennilega nafninu er hann gekk út til þess að viðra sig og velta fyrir sér næstu leikjum í valdaskákinni við ijörbrot þjóðveldisins. Hugmyndir Barða Guðmundssonar ganga m.a. út á það, að þegar að líkindum Þorvarður Þórarinsson löngu síðar setur saman Njálu þá verði með honum ákveðin hugrenningartengsl sem geri það að verkum að hann setur Örgumleiðanafnið við Víga- Hrapp. Um þessar hugrenningar fjallar Barði í löngu máli sem ekki er kostur að rekja hér en sem að hans mati byggðu á margvíslegum tengslum Þorvarðar við Svarfaðardal og ibúana þar. Þau tengsl eða viðskipti voru Þorvarði ekki ávallt ánægjuleg, t.d. höfðu nokkrir Svarfdælingar verið í þeim flokki manna er fóru að Oddi, bróður Þorvarðar, er hann sat í Geldingaholti í Skagafirði í umboði Gissurar Þorvaldssonar og drápu hann í janúar 1255 eftir frækilega vöm. Var Þorvarður vígsakaraðili gegn þessum Svarfdælingum. Oddur var af mörgum samtímamönnum sínum talinn einhver vopnfimasti maður Sturlungaaldar og er samtímalýsing á honum sláandi lík lýsingunni á Gunnari á Hlíðarenda í Njálu. Það væri ekki lakara viðfangsefni en mörg önnur að draga saman á einn stað tengsl síðasta goðans, Þorvarðar Þórarinssonar frá Hofí í Vöpnafirði, við Svarfaðardal. Er Þorvarður var nánast orðinn einn íslenskra höfðingja til þess að hamla gegn ásælni Noregskonungs við lok þjóðveldisins afsalaði hann loks goðorði sínu í hendur konungi. Engu að síður varð þessi slungni höfðingi einhver valdamesti maður landsins eftir endalok þjóðveldisins. „Hrappur heiti ég...ég er son Örgumleiða Geirólfssonar gerpis“. Barði Guðmundsson telur, að nafnorðið gerpir sé hér einnig til komið af hugrenningum höfundar Njálu sem tengjast Svarfaðardal og gerir Barði grein fyrir því í ritgerðum sínum, - en ekki verður farið út í þá sálma hér. Atli Rafn Kristinsson Helstu rit við þessa samantekt: Afmæliskveðja til Alexanders Jóhannessonar 15. Júlí 1953. Þarergrein eftirÓlafLárusson: Hólmurinn Örgumleiði. Bókaútgáfan Helgafell 1953. Höfundur Njálu. Safn ritgerða eftir Barða Guðmundsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1958. Sturlunga saga. Bókaútgáfan Svart á hvítu 1988. Brennu-Njáls saga. Geftn út af Jóni Böðvarssyni. lðnmennt-IÐNÚ 2002.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.