Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Blaðsíða 4

Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Blaðsíða 4
Þorbjörn Karlsson Byggjum traust Bœrinn er skrítinn. Hann er fullur af húsum. Hús meðfram öllum götum í röðum liggja. Aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir og ætla sér líklega að byggja. Og samt sem áður er alltaf verið að deyja. Og undarlegt að það hendir jafnt snauða sem ríka. Menn kváðu jafnvel deyja frá hálfbyggðum húsum. Og hinir? Þeir deyja víst líka. Já, mönnum finnst það skrítið, sem þeir ekki skilja. Hver skilur öll þessi hús, sem í röðum liggja? Hver skilur lífið og allar þess óbyggðu lóðir? Og af hverju er verið að byggja? Svo kvað Tómas í kvæði sínu Húsin í bænum, sem birtist í Fögru veröld árið 1933 eða fyrir réttum 45 árum. Þær byggingar- framkvæmdir, sem þá stóðu yfir, voru víst ekki miklar að vöxtum á mælikvarða okkar daga, en þó svo, að Tómasi fannst nóg um. Og eins og svo oft endranær er Tómas hnytt- inn og sér eitthvað skoplegt í öllu þessu byggingaræði, og manni finnst, að þessi orð eigi eins vel við í dag og fyrir 45 árum. En hann sér líka annað og meira - nokkuð, sem hann vill vekja menn til umhugsunar um, þegar hann segir: Hver skilur lífið og allar þess óbyggðu lóðir? Og af hverju er verið að byggja? Hér er Tómas ekki lengur að tala um húsin, sem hann er búinn að afgreiða fyrr í kvæðinu, en beinir nú athygli sinni að annars konar byggingum - byggingum í óeiginlegri merk- ingu, sem reistar eru á hinum óbyggðu lóðum lífsins. Það er af þessum sökum, sem mér finnst þetta kvæði höfða svo mjög til okkar Kiwanismanna, því að það er einmitt slík byggingarstarfsemi, sem við fáumst við - við byggjum þeim mönnum, þeim hópum skjól, sem af einhverjum ástæðum hafa orðið utan- gátta í óveðrum lífsins. Og af hverju erum við alltaf að byggja á þessum óbyggðu lóðum lífsins? Svarið við þeirri spurningu er ósköp einfalt: Af því að þörfin er svo geypileg - hvert sem við lítum rekumst við á einstaklinga eða hópa, sem eru hjálpar þurfi - sem þarfnast aðhlynningar. Þess vegna er það, að við Kiwansimenn höldum sífellt áfram að byggja. Ef við hættum því - ef við missum sjónar á þessu markmiði okkar, erum við ekki lengur Kiwanismenn. En hvernig vinnum við þá að þessu mark- miði okkar - hvernig er okkar byggingar- starfsemi háttað? Það eru auðvitað einstak- lingarnir í klúbbunum, sem inna af höndum þessi verk - einstaklingar, sem taka höndum saman í klúbbunum og vinna saman undir okkar þekkta og vel metna K-merki. Það er einmitt mergurinn málsins að klúbbarnir eru lykillinn - lykillinn að öflugu og farsælu Kiwanisstarfi. En eins og við höfum sýnt fram á, vantar enn talsvert á það, að við hér á ís- landi höfum lokað okkar keðju Kiwanis- klúbba umhverfis landið. Og annars staðar um víða veröld eiga Kiwanismenn enn lengra í land en hér að stofna þá Kiwanisklúbba, sem með þarf, ef vel ætti að vera. Það er þess vegna, sem forsetar KI og KIE leggja ævin- 4 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.