Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Blaðsíða 16

Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Blaðsíða 16
Umdæmisþingið að Laugum, Reykjadal, 1978. 8. umdæmisþing Kiwanishreyfingarinnar á Islandi var haldið að Laugum í Reykjadal dagana 18. - 20. ágúst síðastliðinn. Þingið sóttu fulltrúar og aðrir félagar úr 33 Kiwanis- klúbbum um allt land. Margir komu með fjölskyldur sínar með, þannig að fjöldi þátt- takenda var um 550 manns, börn meðtalin, þegar flest var á þinginu. Góður gestur frá Norden umdæminu, Jakob Grönning umdæmisstjóri og frú Hedvig sóttu þingið í boði íslenzka umdæmis- stjórans. Flestir þátttakenda komu að Laugum á föstudeginum 18. ágúst, en þann dag hófst fræðsla fyrir forseta, ritara og féhirða, sem umdæmisstjórn annaðist. Umdæmisstjóri fyrir starfsárið 1978-1979, Þorbjörn Karlsson, kynnti stigakerfi, sem hann hefur í hyggju að nota til að meta störf klúbbanna á næsta starfsári. Fræðsla um nefndir og störf nefnda var undir stjórn Arnar Egilssonar, Kiwanis- klúbbnum Elliða. Umræðuhópur, undir stjórn formanns K-Dags nefndar, Eyjólfs Sigurðssonar starfaði og var umræðan um ráðstöfun söfnunarfjár frá K-Deginum 29. október 1977. Á þingsetningarathöfn um kvöldið flutti séra Orn Friðriksson, sóknarprestur á Skútu- stöðum, Kiwanisklúbbnum Herðubreið, hug- vekju. Umdæmisstjórn Norden, Jakob Grönning, flutti stutt ávarp, einnig um- dæmisstjóri íslands, Ólafur Jensson, sem síðan veitti umdæmisritara og frú viður- kenningu fyrir vel unnin störf í þágu hreyfing- arinnar. Einnig veitti umdæmisstjóri fyrr- verandi Evrópuforseta, Bjarna B. Ásgeirs- syni og frú Ellý viðurkenningar fyrir óeigin- gjörn störf í þágu Kiwanishreyfingarinnar á Islandi um árabil og ekki síður Kiwanis- hreyfingarinnar í Evrópu. Bjarni B. Ásgeirs- son flutti stutt þakkarávarp. Að síðustu fór fram kvöldvaka, sem var í umsjá norðan- manna og fluttu þeir skemmtiatriði og stjórnuðu fjöldasöng. Góðir gestir frá NORDEN, Jakob Grönning og Hedvig. Laugardaginn 19. ágúst hófust þingstörf kl. 10 um morguninn. Umdæmisstjóri, full- trúi í Evrópustjórn og formaður hússtjórnar fluttu ítarlegar skýrslur, sem báru vitni um grózkumikið starf í hreyfingunni, bæði innan- lands og utan. Svæðisstjórar fluttu ágrip úr skýrslum sínum. Axel Bender las reikninga umdæmisins fyrir starfsárið 1976-1977, sem voru samþykktir. Axel skýrði einnig birgða- reikninga umdæmisins. Ævar Breiðfjörð, umdæmisféhirðir, las reikniijgsyfirlit fyrir starfsárið 1977-1978 og fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 1978-1979. Samkvæmt fjárhags- áætluninni verður gjaid til umdæmisins krónur 3.900 fyrir hvern Kiwanismann fyrir starfsárið. Fjárhagsáætlunin var samþykkt athugasemdalaust. Umræður um skýrslur og reikninga voru stuttar og lauk á tilsettum tíma. Þingfundi lauk fyrir hádegið með því, að tillögur uppstillinganefnda í embætti kjör- umdæmisstjóra, fulltrúa í Evrópustjórn 1979-1980 og kjörsvæðisstjóra voru sam- þykktar þar eð engar viðbótartillögur höfðu borist. 16 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.