Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Blaðsíða 15

Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Blaðsíða 15
Frá Nesklúbbnum Félagar Nes-klúbbsins á Seltjarnarnesi hafa á liðnum árum einkum aflað fjár til styrktarverkefna mð sölu flugelda. Hefur flugeldasalan verið klúbbnum dágóð tekju- lind öll árin frá stofnun hans árið 1971. Á klúbbfundi í ársbyrjun ’78 kom fram tillaga um að klúbbfélagar gerðu tilraun með fisksölu á Nesinu til fjáröflunar. Var þetta reynt 14. janúar og óku félagar klúbbsins milli húsa og buðu til sölu splunkunýja, slægða og hausaða línuýsu, pakkaða í plast- poka, 3 - 4 stk í poka. Reyndist Nesbúum þetta hin kærkomnasta þjónusta og klúbbn- um þokkalegur ábati. Er það mál manna, að ámóta ferskt hráefni hafi ekki borist í potta í byggðarlaginu eftir að róðrar voru þar af- lagðir, enda ýsan aðeins nokkurra klukku- stunda gömul, er hún barst í hendur neytenda. Er skemmst frá því að segja að síðan hafa bæst við fjórir fisksöludagar, tveir s.l. vetur, og tveir í haust og áfram verður haldið. Fisköílunin hefur verið einna erfiðasti þátt- urinn í málinu, því ekkert var vitað um, hvort nokkuð væri að hafa til sölunnar hverju sinni, fyrr en bátar þeir, sem við höfum átt viðskipti við, höfðu lokið við að draga línuna hverju sinni. Fiskinn hafa klúbbfélagar sótt suður með sjó á föstudagskvöldum og hefur verið gert að honum strax við komuna til baka í fiskvinnslustöðvum á Nesinum. Hafi eigend- ur þeirra bestu þakkir fyrir afnot okkar af stöðvunum án endurgjalds. Árla morguns daginn eftir hefur fiskinum síðan verið pakkað og salan hefur hafist upp úr kl. 10. Að jafnaði hafa milli 15 og 20 félagar tekið þátt í þessu starfi og hafa allir haft hina mestu ánægju af. Starfið hefur unnist mjög vel, því margir félaganna eru vanir fiskað- gerð frá fyrri árum. Með Kiwaniskveðju, Jón Þ. Ólafsson ritari fisksölunefndar K-FRÉTTIR 15

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.