Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Blaðsíða 5

Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Blaðsíða 5
lega slíka áherzlu á stofnun nýrra klúbba með kjörorðum sínum og markmiðum á hverju ári. Það er þess vegna, sem Maury Gladman, frá- farandi forseti KI, setti fram það markmið í byrjun síns starfsárs fyrir rúmu ári að stofna 500 nýja Kiwanisklúbba um allan heim - markmið, sem enginn virtist hafa trú á, að mundi nást. Reyndar náðist þetta markmið ekki alveg. Nýir klúbbar á starfsárinu urðu 438, sem telja verður afrek út af fyrir sig, þar sem nýir klúbbar á einu starfsári höfðu áður orðið flestir 383. En burtséð frá þvi, hvort merki Maury Gladmans var náð eða ekki, þá skulum við aðeins kíkja nánar á það, hvað þetta mark- mið þýðir. í október í fyrra var fjöldi Kiwanis- klúbba í heiminum um 7050, þannig að 500 nýir klúbbar þýðir um 7% aukningu í klúbba- fjölda. Heildarfjöldi Kiwanismanna i októ- ber í fyrra var 285.813, og sé gert ráð fyrir 25 nýjum félögum á hvern nýjan klúbb, er tak- markið 12.500 nýir félagar eða 4,4% aukning. Og hvernig líta þessar tölur út, ef við snúum dæminu upp á íslenzka umdæmið? Þar voru klúbbarnir 32 í október í fyrra og heildar- félagafjöldinn um 1050. Þá þýðir 7% aukning klúbba 2,2 klúbba og 4,4% aukning félaga þýðir 46 nýja félaga. Þessu marki höfum við náð og vel það, svo að ég held, að Maury þurfi varla að kvarta yfir okkar skerf nú fremur en endranær. En nú setti Ólafur, fráfarandi umdæmis- stjóri, fram það markmið í fyrra að stofna einn nýjan klúbb á hverju svæði, þ.e. 5 alls, og 10% aukningu Kiwanisfélaga í um- dæminu. Og þó að herzlumuninn vantaði var ekki ýkja langt í það að 5 nýir klúbbar á starfsárinu yrðu staðreynd. Ég setti líka fram það markmið í síðasta hefti Kiwanisfrétta að stofna 4 nýja klúbba á ári næstu árin, og þá verða íslenzku Kiwanisklúbbarnir orðnir 60 á 20 ára afmælinu 1984. Hvers vegna setjum við markið svona hátt hjá okkur? Hvers vegna þurfum við, sem höfum hlutfallslega um fjórum sinnum fleiri Kiwanisfélaga en Bandaríkin, heimaland hreyfingarinnar, og 120 sinnum fleiri en Kiwanislönd Evrópu, að setja markið allt að því tvöfalt hærra en aðrir? Erum við ekki komnir nógu langt? Augsýnilega ekki, því að annars værum við ekki að þessu. Og hvers vegna ekki? Vegna þess, að við höfum séð, að enn vantar nokkuð á það, að Kiwanis- merkið hafi náð að festa rætur alls staðar, þar sem skilyrðin eru fyrir hendi. Vegna þess, að við höfum trú á því, sem við erum að gera - trú á því, að með stofnun nýrra Kiwanisklúbba séum við að vinna þarft verk og í anda Kiwanis. og að síðustu vegna þess, að við erum fullvissir um það, að unnt sé að ná þeim markmiðum, sem við setjum okkur - þetta eru engir loftkastalar eða draumórar. Þessar eru ástæðurnar fyrir því, að við setjumst ekki í helgan stein, berjum okkur á brjóst og segjum við hina: Sjáið, hve langt við höfum komizt - reynið nú að ná okkur. Og ég ætla að vona, að til þess komi aldrei - við megum aldrei þykjast orðnir svo sterkir, svo góðir, að við þurfum ekki að gera meira. Það er einmitt vegna þess, að við höfum alltaf sett okkur mark hærra en aðrir, sem Kiwanis- hreyfingin á Islandi er orðin eins öflug i dag og raun ber vitni. Því held ég mig enn við þau markmið, sem ég hef sett fram áður, sem sé: 1. Stofnun fjögurra nýja klúbba á starfsárinu. 2. Tíu prósent aukningu Kiwanisfélaga á árinu. Sterkir og traustir Kiwanisklúbbar eru nauðsynlegir, ef byggja á upp þróttmikið Kiwanisstarf. Því er það að við höfum alltaf lagt mikla áherzlu á uppbyggingu klúbbanna, bæði þeirra sem fyrir eru og svo ekki síður nýrra klúbba, því að við vitum, að víða Holland House COCKTAIL MIXES Einkaumboð: XCO HF. Vesturgötu 53 B Símar: 27979 og 27999 Cocktail blöndur K-FRÉTTIR 5

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.