Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Blaðsíða 8

Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Blaðsíða 8
Markmið Bo Enström, Forseta Kiwanis Intemational Europe 1978 - 1979. Eflum vináttu - Eflum vináttu innan byggðarlagsins, með öflugu starfi. Efum vináttu innan Kiwanis til að skapa öfugra starf Skýringar Bo Enströms, forseta KIE, á markmiðum starfsársins 1978 - 1979. Fyrsta markmiðið: Eflum vináttu innan byggðarlagsins, með öflugu starfi. I þjóðfélagi nútímans er það oft svo, að sjálfselska er ráðandi þáttur í fari manna. Það er ekki fátítt að við sem einstaklingar, i önn og streitu daglegra starfa, eigum aðeins tíma fyrir okkur sjálfa. Það sem gildir er aðeins okkar eigin árangur og hamingja. Auðvitað höfum við skyldur gagnvart sjálfum okkur og fjölskyldum okkar, en við ættum aldrei að gleyma þeim, sem af margvíslegum ástæðum njóta ekki sama árangurs og hamingju og við. Það eru margir einstaklingar og hópar, sem örlögin eða samfélagið hafa gleymt. Sú hætta er fyrir hendi, að þessu fólki finnist það lifa í óvinveittum heimi. Þetta fólk rekst á af- skiptaleysi og skilningsleysi á vandamálum sínum. Þetta kann að skapa úlfúð og jafnvel árásargirni gagnvart umheiminum. Kiwanisklúbbur er mjög góður vettvangur til að beina athygli að og veita þjónustu slíkum einstaklingum og hópum þeirra. Ef Kiwanisklúbbur lætur sér annt um þá, má ætla að þeir finni samúð og vináttu. Við Kiwanismenn getum á okkar takmarkaða hátt, lagt fram okkar skerf til þess að efla vináttubönd innan samfélagsins. Með slíku starfi getum við EFLT VINÁTTU. Ekki aðeins milli klúbbsins og þessa fólks, heldur einnig, og þetta er mikilvægt, milli þessa fólks og samfélagsins. Annað markmiðið: EFLUM VINÁTTU innan Kiwanis, til að skapa öflugra starf. Mikilvægasta markmið Kiwanis er, að hafa athafnasama klúbb. Grundvallarskilyrði fyrir athafnasömum klúbbi er vinátta og góður félagsskapur. Hver klúbbfélagi er hlekkur í keðju, þátttakandi í hópstarfi. Allir Kiwanismenn eru önnum kafnir og hafa takmarkaðan tíma til að vinna að mann- úðarmálum í frítíma sínum. Við viljum samt gera eitthvað á þessu sviði. Ef þú vinnur að slíku sem einstaklingur, má vera að starfið verði án þýðingar fyrir þann, sem nýtur þess. Starfið verður of takmarkað, vegna of lítils tíma. Ef hópur slíkra manna, sameinaðir í Kiwanisklúbbi, deila með sér áhuganum á slíku starfi, verður árangurinn margfaldur og mikilvægur fyrir þann, sem nýtur. Það er þetta, sem er hugmyndin á bak við Kiwanis- klúbbinn. Til þess að tryggja, að slíkt hópstarf beri árangur, verðum við allir að vera góðir vinir. Allir klúbbfélagar verða að þekkja hver annan vel. Við verðum að skilja og virða mismunandi sjónarmið hvers annars. Eftir á að hyggja, við eigum allir sömu markmiðin, markmið Kiwanis. Kiwanisklúbbur er hópur vina en Kiwanis er ekki aðeins vinahópur í byggðar- lagi sínu. Kiwanis er bundið héruðum, þjóð- löndum og er, umfram allt alþjóðlegur vina- hópur. Með sambandi við Kiwanismenn úr 8 K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.