Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Blaðsíða 17

Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Blaðsíða 17
Var nú sezt að þríréttuðum hádegisverði, veizlukosti með rósaveigum og lauk teitinu með því, að Hjörtur Þórarinsson úr Jöklum kvað alla undir borð. Þingfundur hófst aftur kl. 14 með því að Eyjólfur Sigurðsson flutti itarlega skýrslu um störf K-Dags nefndar og lagði fram tillögu um ráðstöfun söfnunarfjársins, sem var á þá leið að 2 milljónir rynnu til Geðdeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, hálf milljón til byggingar _ fyrir þroskahefta, vangefna og geðsjúka á ísafirði, 12.5 milljón verið ráðstafað af umdæmisstjórn, eftir ítar- lega könnun, til frekari uppbyggingar á vernduðum vinnustað eða til byggingar aftur- bataheimilis, sem fyrirhugað er að koma upp af Geðverndarfélagi íslands. Þessi tillaga var samþykkt eftir nokkurar umræður. Bjarni B. Ásgeirsson, formaður laga- nefndar umdæmisstjórnar, hafði framsögu um lagabreytingar. Er ekki að orðlengja, að allar tillögur laganefndar voru samþykktar með einni breytingu er varðar svæðisráð og svæðisráðsfundi og kjör á kjörsvæðisstjórum. Umdæmislögin verða prentuð í næsta félaga- tali Kiwanishreyfingarinnar, sem nú er í prentun. Formaður laganefndar skýrði einnig breytingar á lögum Evrópusambands Kiwanis, KIE, sem heimila klúbbum að hafa þrjá flokka meðlima, það er virka meðlimi, heiðursmeðlimi og öldunga, sem er nýmæli. Hilmar Daníelsson, kjörumdæmisstjóri, ávarpaði þingheim og þakkaði traust sér veitt með kosningu sem kjörumdæmisstjóri og skýrði frá því, að hann myndi njóta Arnórs Pálssonar, Kiwanisklúbbnum Eldey, sem fé- hirðis á sínu starfsári og Kjartans B. Kristjánssonar, Kiwanisklúbbnum Kaldbak og fyrrverandi svæðisstjóra, sem umdæmis- ritara. Að síðustu flutti Þorbjörn Karlsson, kjör- umdæmisstjóri, ávarp til þingheims og umdæmisstjóri Olafur Jensson sleit þinginu með stuttri en snjallri ræðu. Vígsluhátíð í Grímsey Strætisvagnar Grímseyjar sáu um fólks- flutninga. K-FRÉTTIR Kynnir með gjallarhorn. 17

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.