Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Blaðsíða 11

Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Blaðsíða 11
Forseti Kiwanis International Hilmar L. „Bill“ Solberg Hilmar L. Solberg heitir forseti Kiwanis International á þessu nýbyrjaða starfsári 1978 - 1979. Eins og nafnið bendir til er Solberg af norrænu bergi brotinn, en faðir hans fluttist til Bandaríkjanna árið 1909 og settist að í Wisconsin ríki. Þar fœddist Solberg á bóndabœ nálægt þorpinu Iola árið 1920, annar í röðinni af tíu systkinum. Eftir aðformlegri skólagöngu lauk, 1937, starfaðiBillSolberg viðblaðamennskuíIola, en 1939 fluttist hann til Appleton, einnig í Wisconsin ríki, og vann þar ýmiss konar störf, þar til hann réðist 1941 til Fox River Tractor Company í Appleton. Er hann enn starfandi við það fyrirtæki, sem reyndar er nú deild fyrir landbúnaðarvélar í fyrirtækinu Koehring Company. Starfaði hann þar fyrst í vélsmiðju fyrirtækisins, en að lokinni síðari heimsstyrjöldinni, en í henni var Solberg í herþjónustu í 4V,'i ár, bætti hann við menntun sína með því að sækja kvöldskóla og stunda bréfa- skóla. Varð árangurinn sá, að hann hefur sífellt verið að vinna sig upp í fyrirtækinu - var fyrst í vélaafgreiðslu, síðan í innkaupadeild, þá söludeild, en núna er hann auglýsingastjórifyrirtækisins. A meðan Solberg gegnir starfi forseta Kiwanis International, hefur hann fengið leyfi frá sínu fasta starfi. Arið 1943 gekk Bill Solberg að eiga konu sína, Arlene, og eiga þau tvær dætur, Christine og Rae Ellen og einn son, Curt. Öll eru börn þeirra gift, og eiga Solberg hjónin nú þrjú barnabörn. Árið 1960 gerðist Solberg félagi í Kiwanisklúbbnum í Appleton og hefur verið þar félagi alla tíð síðan. Ári eftir að hann gekk í klúbbinn var hann kosinn í stjórn hans. Árið 1964 var hann kosinn fyrsti varaforseti klúbbsins og árið eftir varð hann forseti. Næsta ár, 1966, varhann svæðis- stjóri, umdæmisstjóri 1968 og árið 1971 var hann kosinn alþjóðafulltrúi í stjórn Kiwanis Inter- national til tveggja ára. Þar hefur hann átt sæti síðan, en árið 1975 var hann kosinn varaforseti stjórnarinnar, ári síðar varð hann féhirðir stjórnarinnar, og á síðasta ári, 1977, var hann kosinn kjörforseti KI. A alþjóðaþingi Kiwanis International í Miami Beach var hann svo kjörinn forseti hinn 28. júní sl., svo sem fyrr segir. Byggjum bjartara líf eftir Hilmar L. ,,Bill((Solberg forseta KI Nýtt Kiwanis starfsár er hafíð, og allt bendir til þess, að þetta ár geti orðið mikið Kiwanisár, því að möguleikarnir eru ótæm- andi að vinna þjónustustörf um allan heim. í stuttu máli þá lít ég svo á, að á starfsárinu 1978-1979 höfum við Kiwanismenn á okkar valdi að þjóna mannkyninu betur en nokkru sinni áður. Allt er til reiðu fyrir Kiwanismenn að vinna meiri þjónustustörf á komandi ári en þeir hafa gert áður. Forustumenn okkar hjá Kiwanis International, í umdæmunum, í svæðunum og í klúbbunum eru fullir áhuga að vinna að markmiðum okkar. Þau verkefni, sem við leggjum megináherzlu á þetta starfsár og sem við köllum „Rétt upphaf - mótunarárin“, K-FRÉTTIR 11

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.