Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Blaðsíða 19

Kiwanisfréttir - 01.12.1978, Blaðsíða 19
þakka undirtektir íslensku sjómanna- stéttarinnar. Argangur þessarar söfnunar var, að við höfum nú til ráðstöfunar um 15 milljónir króna, sem Umdæmisþing íslenskra Kiwanis- manna ákvað að ráðstafa á eftirfarandi hátt: 5Ó0 þúsund krónur til byggingar heimilis á ísafirði fyrir ýmiskonar sjúklinga, er nú verða að dvelja fjarri heimabyggð. 2 milljónir til tækjakaupa fyrir geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. 12.5 milljónir til byggingar endurhæfmgar- heimilis fyrir þá sjúklinga, sem þarfnast að- lögunartíma að samfélaginu á ný. Heimili þetta verður byggt í Reykjavík eða nágranna- byggðum, og mun Geðverndarfélag Islands hafa frumkvæðið að slíkri byggingu í samráði við stjórn íslenska Kiwanisumdæmisins. Húsnæði þetta mun verða byggt úr þeim veggeiningum, sem nú eru framleiddar í Bergiðjunni sem starfar í nánum tengslum við Kleppsspitalann. Á K-degi 1974 söfnuðu Kiwanismenn peningum, sem varið var til tækjakaupa fyrir Bergiðjuna og hafa þar verið framleiddar veggeiningar síðan. Jafnfram því sem nú fara fram endanleg skil fyrir söfnun peninga í þágu geðsjúkra, vilja Kiwanismenn koma á framfæri þakklæti til fólksins í landinu fyrir þá aðstoð sem það veitti, bæði með kaupum á lyklinum og með öðrum stuðningi. Þá vilja Kiwanismenn beina þeim tilmælum til landsmanna að þeir taki undir það kjörorð íslenskra Kiwanismanna, sem helgað var síðasta K-degi, og á alltaf að vera okkur ofar- lega í huga. „Gleymum ekki geðsjúkum." Greinargerð Tómasar Helgasonar yfirlœknis Húsnæðismál fyrrverandi geðsjúklinga og öryrkja Húsnæðismál og heimilishald er megin- vandamál sem flesti fyrrverandi sjúklingar og öryrkjar þurfa aðstoð við að leysa. Á undan- förnum árum hefur verið gert mikið átak til að ráða bót á þessum málum. Fyrir forgöngu Odds læknis og alþingismanns Olafssonar hefur núr verið komið upp á vegum Öryrkja- bandalags íslands 250 íbúðum, sem sérstak- lega eru ætlaðar öryrkjum. Mest eru þetta einstaklingsíbúðir, sem koma sér mjög vel fyrir fjölda öryrkja. En hvort tveggja er að ekki er íbúðarfjöldinn nógur til þess að leysa vanda allra öryrkja og einnig er nokkuð af öryrkjum, sem ekki geta búið einir og þurfa annað hvort að búa fleiri saman eða hjá einhverjum, sem getur aðstoðað þá við heimilishaldið. Slík aðstaða þarf oftast að vera þannig að hún stuðli að endurhæfingu öryrkjans þannig, að hann geti búið sjálfstætt en getur einnig þurft að vera varanleg, ef örorkunni er þann veg háttað. Á undanförnum árum hefur Geðverndar- félagið haft uppi áætlanir um að koma upp litlum heimilum þar sem búið gætu 4 -6 öryrkjar, sem ekki ættu annað heimili eða sjúklingar í afturbata, sem ekki væru tilbúnir til að snúa til fyrra heimilis. þegar hefur fengist nokkur og góð reynsla af starfsemi slíkra heimila. Þau hafa hingað til verið rekin tímabundið í leiguhúsnæði, sem oft hefur verið óhentugt til starfseminnar. i venjulegum íbúðum er yfirleitt ekki tekið nægjanlegt tillit til sérþarfa óskyldra einstakl- inga. Þar af leiðandi er æskilegt að byggja nokkrar sérhannaðar íbúðir. Slíkar íbúðir geta verið með tvennu móti. Annars vegar Einkaumboð: Sjónaukar, smásjár, XCO HF. INN- OG ÚTFL. lœkna- og vísindatœld. Vesturgötu 53 B Símar: 27979 og 27999 K-FRÉTTIR 19

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.