Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 22

Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 22
Símaspjall „Strax varir við velvilja í okkar garð“ Rafn Hjaltalín, Kaldbak í spjalli við K-fréttir Rafn Hjaltalín er að þessu sinni í símaspjalli við K-fréttir. Rafn er eins og kunnugt er einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á Akureyri. Hann á að baki rúmlega aldarfjórðungs starf innan Kiwanishreyfíngarinnar. Hver var aðdragandinn að stofnun Kiwanisklúbbsins Kaldbaks? Það var á vordögum 1968, á kennarastofu Gagnfræðaskóla Akur- eyrar, að vakin var athygli á hreyf- ingu, sem bar hið framandi og sér- kennilega nafn, Kiwanis. Það var þáverandi enskukennari, Pétur Jósefsson, sem leiddi umræð- una, en einhverjir honum kunnugir syðra höfðu mælst til þess við hann, að kynna hreyflnguna hér með það í huga, að stofna hér Kiwanis-klúbb. Margir tóku þessu vel og ljáðu þessu eyra i vorblíðunni. Sumarið leið, safnað var liði og um haustið komu saman 26 vaskir menn undir handleiðslu klúbbfélaga í Kiwanis- klúbbnum HEKLU, Reykjavík og stofnsettu hér klúbb, þann 14. sept- ember, og hlaut hann nafnið KALDBAKUR. Hvað fannst þér áhugavert við hreyfinguna? Það var ábyggilega kjörorð hennar „VIÐ BYGGJUM" og þá ekki síður, að hér var á ferðinni hreyfing sem starfaði i anda hinnar Gullnu reglu, Matt. 7.12. Þá verður því ekki neitað, að félagarnir voru áhuga- verðir. Hvaða viðhorf voru til hreyfingarinnar á Akureyri? Þessi hreyfing var hér fáum kunn við landnám hennar hér. Lionshreyf- ingin hafði skotið hér rótum og bauð af sér góðan þokka og í kynningunni notuðum við oft samanburðinn, að hér væri á ferðinni þjónustuklúbb- ur, sem vildi láta gott af sér leiða íyrir samfélagið. Þegar svo starf okkar var komið á skrið urðum við strax varir við skilning og velvilja í okkar garð og jákvæðar undirtektir við þau verk- efni sem við vorum að vinna að. Hver voru ykkar helstu styrktarverkefni? Við gengum til liðs við Sjálfsbjörg, Rafn Hjaltalín félag fatlaðra og tókum virkan þátt í uppbyggingu endurhæflngarstöðvar, sem hér var stofnsett og hver kann- ast ekki við Bjarg, sem hér starfar. Mjór var hér mikils vísir og erum við jafnan stoltir af þessu fyrsta verkefni klúbbsins. Við styrktum starfsemi í Rík- harðshúsi á Hjalteyri, þar sem vistuð voru börn, sem ekki nutu foreldra- umhyggju af ýmsum ástæðum. Við önnuðumst kirkjuakstur íyrir aldr- aða og fatlaða. Við lögðum til lág- fiðlur og selló, þegar Tónlistaskólinn hratt af stað strengjahljómsveit. Við studdum fötluð börn til sumardval- ar. Við önnuðumst skákmót ungl- inga í samvinnu við skákfélagið. Við keyptum og gáfum öllum 7 ára börn- um í bænum öryggishjálma. Við studdum við málefni geðsjúkra með ýmsu móti bæði á landsvísu og bæjarvísu og enn er margt ótalið. Allt þetta hefur kostað Qármuni og þeir hafa komið frá bæjarbúum, sem jafnan hafa lagt fjáröflunum okkar lið. Hefur klúbbstarfið tekið breytingum? Starflð er jafnan í mjög föstum skorðum, en þvi er ekki að leyna, að almennur áhugi á starfssemi í slík- um þjónustuklúbbi er ekki jafn rikur og á fyrstu árunum, en þetta gengur ögn i bylgjum og verkefnin eru næg. Hvert er viðhorf þitt til blandara klúbba? Nú er það svo, að karla- og kvennaklúbbar geta starfað sjálf- stætt innan alþjóðahreyfingarinnar og hallast ég fremur að þvi, ef kostur er, að sú sé skipan mála. Hins vegar skyldi enginn ganga á móti áhuga einstaklings, sem helga vill sig Kiw- anisstarfinu, þótt afleiðingin yrði þá i einhveijum mæli blandaður klúbb- ur. Hver hafa verið embætti þín innan klúbbsins? Ég var ritari í fyrstu stjórn klúbbsins, svo hef ég starfað í ýms- um nefndum eins og gengur, eitt ár forseti klúbbsins, eitt tímabil svæðis- stjóri Óðinssvæðis áður en þvi var skipt. Hverjir eru minnisstæðustu atburðir úr starfinu? Það er nú orðið margs að minnast og kemur þá fyrst i hugann allir þeir góðu drengir sem ég hef kynnst innan klúbbsins, án þeirra kynna hefði ég ekki viljað vera. Ýmsa atburða úr starfinu mætti nefna. Það var áhrifaríkt, þegar við tókum á móti hópi geðsjúkra frá Kleppspítala ásamt starfsfólki þaðan, sem hér dvaldi í okkar umsjá i heilan dag. Þetta var tilraun, sem skilaði miklu að okkur var tjáð til sjúklinganna og þá ekki síður til okkar klúbbfélaga. Við hugum ef til vill aldrei nóg að því hversu góð heilsa er mikil guðsgjöf, sem oftar mætti þakka fyrir. Þá mætti nefna vígslu endur- hæfingarstöðvarinnar, sem sýndi 22 KIWANISFRETTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.