Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 11

Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 11
Afhending gjafanna fór fram föstudaginn 27.01.’95 á fundi er haldinn var í húsnæði Kiwanis- klúbbsins Þyrils kl. 20.00 að við- stöddum umdæmisstjóra, svæðis- stjórum, bæjarstjóra og bæjar- ráðsmönnum, fyrrverandi Þyrils- félögum (stofnendum) og fulltrúum Lions og Rotary. Klúbbnum bárust góðar gjafir, og er ítrekað þakklæti fyrir þær. Umdæmisstjórnarfundur í tilefni 25 ára afmælis Þyrils hélt umdæmisstjórn íslenska um- dæmisins og Færeyja fund hér á Akranesi, á laugardeginum þar sem svæðisstjórar fluttu skýrslur úr sínum svæðum. Jöklafélagar gáfu málverk af Eiríksjökli. Sigurður Sigfússon og Bernhard Jóhanesson ásamt forseta Þyrils, Ármanni Ármannsyni. ' pYKlLL Þjónusta í fyrirrúmi í aldarfjórðung Þyrilsfélagar geta sagt með stolti: Þjónusta í fyrirrúmi í aldar- fjórðung.og hafda þvi áfram undir kjörorðinu við byggjum og stönd- um dyggan vörð um okkar sam- félag, okkar bæ. í Kiwanis verður hver og einn meðvitaðri um sitt samfélag og þarfir samborgarana. Vonandi verður starfsemi klúbbsins eins heilladijúg um ókomin ár eins og á þeim sem liðin eru, og klúbbur- inn haldi áfram að láta gott af sér leiða. Umdæmisstjóri býður tvo nýja Þyrilsfélaga, Eirík og Alexander Eiríkssyni velkomna í hreyfinguna. Markmið Umdæmisstjórnar 1994-1995 * Að bæta virkni starfandi klúbba. * Að fjölga félögum. * Að fjölga klúbbum. * Að Qölga byggjendaklúbbum. * Að stuðla að framgangi söfmmar vegna Joð-verkefnis (IDD) * Að vinna að málefnum barna undir kjörorðunum „Börnin fyrst og fremst“. * Að vinna að undirbúningi K-dags, sem verður í október 1995 undir kjörorðunum „Gleymum ekki geðsjúkum". KIWANISFRETTIR 11

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.