Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 16

Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 16
KIWANISKLÚBBURINN HÖFÐI Við Höfðafélagar byrjuðum starfsárið með stjórnarskiptafundi 1. október. Var fundurinn haldinn á sveitarkránni Ásláki í Mosfells- bæ. Að vonum ríkti þarna ágætis kráarstemmning með öllu þvi sem henni tilheyrir. Þeir Sigurður Sig- marsson svæðisstjóri og Páll Skúlason kjörsvæðisstjóri sáu um stjórnarskiptin af miklum mynd- arskap, þó aðstaðan fyrir þá athöfn væri ekki uppá það allra besta. Við þetta tækifæri heiðraði fráfarandi forseti sjö félaga fyrir 100% mæt- ingu á síðasta starfsári. Það urðu mikil umskipti í starfi Höfða 6. október síðastliðinn þegar við fengum inni að Engjateigi 11 með fundina okkar. í þijú ár vorum við með alla okkar aðstöðu og fundi að Hverafold 3. Ástæða þess var sú að ekki var pláss fyrir okkur í gamla Kiwanishúsinu í Brautarholti. Af þessum sökum fannst okkur við vera of lítið í tengslum við hina klúbbana á höfuðborgarsvæðinu. Þetta við- horf hefur nú breyst mikið og menn finna sig vel heima þegar þeir koma í Engjateig. 11. Klúbbstarfið hefur gengið vel og fundarsóknveriðgóð. Þökkumvið það ekki síst nýjum fundarstað. 10. desember héldum við okkar ár- lega jólafund ásamt eiginkonum. Þessir fundir eru ætið hin besta skemmtun þar sem saman fer al- vara og grín. Skemmtiatriði eru öll heimatilbúin og flutt af klúbb- félögum og konum þeirra. Flutn- ingur jólahugvekju er fastur liður á þessum fundum. Að þessu sinni var hún flutt af frú Emilíu S. Emilsdóttur, en hún er gift inn í klúbbinn eins og sagt er stundum. Fyrir jólin færðu Höfðafélagar 8 fjölskyldum veglega matarpakka. Þessar fjölskyldur voru valdar úr þeim stóra hóp sem leitaði aðstoð- ar kirkjunnar fyrir þessi jól. Það var okkur mikil ánægja að geta létt byrðarnar hjá þessu fólki. Milli jóla og nýárs unnum við í flugeldasölu og gekk hún vel. Flug- eldasalan er oðin fastur liður í fjár- öflun klúbbsins og þeirra stærst. Sæmundur Sæmundsson fyrr- verandi umdæmisstjóri kom á almennan fund 19. janúar. Færði hann klúbbnum viðurkenningu sem frábær klúbbur starfsárið 1993-1994. Við þetta tækifæri þakkaði hann Sigurði Pálssyni, umdæmisritara sínum, frábær störf og gott samstarf. í ræðu sinni þakkaði hann og öðrum félögum fyrir gott samstarf á líðnu starfsári. Á þennan sama fund mætti Svavar Kristinsson hjá Þjóðráð. Kynnti hann fýrir fundarmönnum hvernig fyrirtæki hans vinnur að og skipuleggur fjáraflanir fýrirhin ýmsu líknarsamtök og félög. Dagana 3.-5. febrúar var þorra- blót Höfða haldið að Svignaskarði í Borgarfirði. Þessi fjölskylduferð tókst með miklum ágætum enda lék veðrið við mannskapinn. Farið var í gönguferðir um nágrennið og leikið sér á snjósleðum. Á laugar- dagskvöldið gerði mannskapurinn þorramatnum og öðru tilheyrandi góð skil. Þar á listakokkurinn í klúbbnum Hjörleifur Jónsson, heiður skilinn fyrir frábæran mat. Kiwanisumbæmib ísland - Færeyjar Engjateigi 11, Reykjavík Sími 588 3636 Fax 588 0036 Sæmundur Sæmundsson afhendir Guðjóni Magnússyni fyrrverandi forseta viðurkenningu sem frábær klúbbur starfsárið 1993-1994 16 KIWANISFRETTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.