Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 19

Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 19
Frá laganefnd Lagakrókurinn SPURT O G SVARAÐ UM KIWANIS Spurning: Ætti Kiwanisklúbbur að vera með sama styrktarverk- efnið ár eftir ár og þar með binda hendur komandi stjórna klúbbsins? Svar: Klúbbmeðlimir ættu að meta gildi og þörfina fyrir öll lang- tímaverkefni. Menn ættu ekki að velkjast í vafa um gildi verkefna eins og stuðningi við íþróttir barna, sumarbúðir íyrir börn, björgunarsveitir eða aldraða borgara. En of mörg langtíma- verkefni geta virkað sem hemill á frumkvæði komandi stjórna. Ef upp koma spurningar varðandi framhald ákveðinna verkefna frá ári til árs, ætti að ræða þær á almennum klúbbfundi. Spurning: Á að veita stjórnarmönnum mætingarviðurkenningu fyrir að mæta á reglulegum stjórn- arfundi, eða eingöngu öðrum klúbbfélögum sem mæta á stjórnarfund? Svar: Allir klúbbmeðlimir sem mæta á slíkum fundi eiga rétt á mæt- ingarviðurkenningu. (Þó aldrei fleiri en einni í sama mánuði.) Spurning: Á svæðisráðsstefnu nýlega heyrði ég þess getið að Kiwanis- félagi hefðiflust á milli klúbba. Ég hef alltafhaldið að ekki væri hægt að ,flytja“ menn á milli klúbba í Kwanishreyfingunni. Hefur þetta breyst? Svar: Nei. Það er ekki um að ræða neinn sjálfvirkan flutning félaga á milli klúbba. Umsóknir fyrrver- andi félaga í Kiwanisklúbbi eru meðhöndlaðar á sama hátt og umsóknir nýrra félaga. Það kann að vera, að af misskilningi sé þetta kallað „flutningur“ á milli klúbba, vegna þess að það virðist vera þannig. Spurning: Á stjórnarfundi í klúbbnum mínum nýlega, hélt einn stjóm- armanna því fram að ákvarð- anir klúbbfélaga vægju þyngra en stjórnarákvarðanir. Ég held því aftur á mótifram að stjórnin eigi að taka allar ákvarðanir og óski aðeins eftir áliti klúbb- félagafyrir kurteisissakir. Hvor okkar hefur réttfyrir sér? Svar: Til þess að geta svarað þessari spurningu tilhlýðilega þyrfti maður að vita um hvaða málefni væri verið Umsjón: Laganefnd Isl. umdæmisins Hermann Þórðarson, formaður að fjalla. Almennt gildir það samkvæmt klúbblögum að félagar klúbbsins taki ákvörðun í almennri kosningu um kjör embættismanna og meðstjórn- enda klúbbsins, kosningu full- trúa í stað þeirra sem hverfa úr embætti, lagabreytingar, og sérstakar álögur á klúbbfélaga. í VII. kafla, 4. grein klúbblaga stendur: „Stjórnin tekur ákvarðanir um stefnumál og verkefni klúbbsins, samþykkir félaga eða víkur þeim burt, sam- þykkir fjárhagsáætlun og alla reikninga, ráðgast við nefhdir og hefur á hendi almenna stjórn klúbbsins.“ í X. kafla, 1. grein klúbblaga segir: „Fundir klúbbsins skulu haldnir vikulega eða hálfs- mánaðarlega. Stjórnin ákveður fundarstað, fundardag og fundartíma.“ Það geta samt komið upp sérstök tilfelli þar sem stjórnin æskir leiðbeininga eða staðfestingar klúbbfélaga í einstökum málum sem eru þá sérstaklega lögð fýrir þá. Að síðustu: Öll verkefni sem ná lengra en yfir eitt starfsár verða klúbbfélagar að sam- þykkja til þess að tryggja það að verkefnið geti haldið áfram frá ári til árs, þar til þvi er lokið. Þetta er nauðsynlegt vegna þess að stjórn getur ekki bundið hend-ur viðtakandi stjórna varð-andi verkefni eða fram- kvæmdir. KIWANISFRETTIR 19

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.