Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 4

Kiwanisfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 4
J|fy|) Viðtal við Evrópuforseta „Mérfannst nafnið KIWANIS ákaflega dularfullt“ Ævar Breiðfjörð Evrópuforseti í viðtali við K-fréttir Segðu mér frá þér sjálfum. Hvaðan kemur þú og konan þín? Fjölskylduhagir o.þ.h. Ég er fæddur lýðveldisárið 1944 í Reykjavik og ólst upp í Vestur- bænum og í Bústaðahverfinu. Ég á sjö systkini, þijá bræður og fjórar systur. Foreldcir mínir, sem bæði eru látin voru þau Kenneth Breið- fjörð, lengst af verkstjóri hjá Eim- skip, og Sigfríð Breiðfjörð hús- móðir. Á uppvaxtarárum mínum var mikið líf og fjör enda fjölskyldcm stór. Sem strákur fór maður fljótt að vinna við ýmis sendlastörf með skólanum og það þótti sjálfsagt að leggja sitt af mörkum í þeim efn- um. Sem unglingur var ég svo lán- samur að fá sendlastarf hjá Agli Guttormssyni stórkaupmanni, miklum öðlingsmanni og fjölskyldu hans og hjá þvi fýrirtæki starfaði ég yfir 25 ár, síðast sem sölustjóri. Ég hef alltaf sagt að árin hjá því fýrirtæki voru mér sem besti skóli, þar lærði ég margt sem ég bý að enn í dag. Konan mín er Ásta Guðjóns- dóttir, Reykvíkingur í húð og hár. Við eigum þijú börn, elst er Helen, nemi í félags- og afbrotafræði við Háskóla íslands, Kenneth nemi í Verzlunarskóla íslands ogyngstur er Ævar Örn, nemi í grunnskóla. Fyrir tæpum 10 árum stofn- uðum við hjónin fýrirtæki okkar, STÍLVOPN hf., sem sér fýrirtækjum og stofnunum fyrir allskyns rekstrarvörurm. Við rekum einnig fjölritunarþjónustu og sjáum um frágang skýrslna og annarra fundargagna. Segðu mér frá ferli þínum innan Kiwanis og ástæðu þess að þú gefur kost á þér í embætti Evrópuforseta. Fýrir rúmum tuttugu árum síð- an fékk ég kynningarbréf þar sem Kiwanishreyfingin á íslandi var í þeim hugleiðingum að stofna Kiw- anisklúbb sem tengdur yrði við Ár- bæjarhverfið. Mér fannst innihald bréfsins áhugavert en hafði satt best að segja ekki hugmynd um hvað Kiwanis væri. Þegar ég rifja þetta upp nú kemur upp í hugann, að mér fannst nafnið KIWANIS ákaflega dularfullt, en á fundinn fór ég ásamt nokkurm félögum mínum. Það er skemmst frá því að segja að eftir þennan fyrsta fund fannst mér það spennandi við- fangsefni og beinlínis forréttindi að fá að taka þátt í svo virtum félags- skap. Þeir menn sem sátu í forsæti við stofnun klúbbsins voru okkur ný- græðingunum afar hjálplegir á alla lund og ég segi það fullum fetum að þegar vel er staðið að klúbb- stofnunum þá verður afraksturinn eftir því. Kiwanisklúbburinn Jörfi var svo vígður í apríl 1975 og var ég vígsluforseti hans. Eftir fyrsta starfsárið var boltinn farinn að rúlla, ef svo má að orði komast. Kiwanis átti hug minn allan og ég kunni því vel að vera á kafi í félags- málum. Snemma á ferlinum tók ég sæti í umdæmisstjórn og hef gegnt mörgum störfum innan hreyfingarinnar. Það má segja að Ævar og Asta á stjórnarskiptum hjá umdæminu 24. sept. sl. 4 KIWANISFRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.